Hvað er að frétta? var yfirskrift stefnumótunarfundar og ungmennaþings sem haldið var miðvikudaginn 9. nóvember sl. Viðburðurinn var afar vel sóttur, bæði af fullorðnum og ungmennum. Gaman er að segja frá því að ungmennin voru í meirihluta sem er mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir vinnuna sem framundan er.
Umsóknir fyrir jólamarkað í Safnahúsi Borgarfjarðar
Aðventan nálgast nú óðfluga en fyrirhugað er að halda aðventuhátíð 27. nóvember nk. Hátíðin hefst á jólasamveru í Safnahúsi Borgarfjarðar áður en kveikt verður á jólatrénu í Skallagrímsgarði.
Ný sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar – Gaumstol, fantasíur og fúgur til fjalla
Sunnudaginn 13. nóvember nk. kl. 14.00 opnar sýning á málverkum listamannsins Guðlaugs Bjarnasonar.
Opinn dagur hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar 9. nóvember nk.
Í tilefni af því að 55 ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar er skólinn opinn fyrir gesti og gangandi miðvikudaginn 9. nóvember frá kl.16:00-18:30.
Við bjóðum stofurölt, aðstöðukynningu og kaffispjall með köku.
Tölum saman – súpufundur fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð
Atvinnu-, markaðs-, og menningarálanefnd býður til súpufundar fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð. Tilgangur fundarins er að auka samtal milli atvinnulífs og stjórnsýslunnar.
Menntaskóli Borgarfjarðar hlýtur hvatningarverðlaun
Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. nóvember.
Jólagleði á Hvanneyri 11. desember
Hátíðarstundinn Jólagleði á Hvanneyri fer fram sunnudaginn 11. desember nk.
Jólagjöf til starfsmanna Borgarbyggðar – Gjafabréf
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 3. desember 2022 – 31. mars 2023.
Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Borgarbyggð.
Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2022.
Skráningafrestur er til 18. nóvember n.k.
Skráning fer fram á netfanginu mannaudsstjori@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri í síma 433-7100.
Töfrandi barnaóperusýning
Öll börn í elstu árgöngum leikskólanna okkar fengu síðastliðinn mánudag, með samhentu átaki allra leikskólanna, tækifæri til að sjá og taka þátt í draumkenndu sýningunni – Bárur.
Sýningin er hluti af Óperudögum 2022.









