17. júní í blíðskaparveðri

Veðurguðirnir léku svo sannarlega við þjóðhátíðargesti í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á sunnudaginn. Mikil og góð stemming var í garðinum. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir flutti hátíðarávarp og nýstúdentinn Nanna Einarsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar. Þá stigu Baula Brák og Snerill Gjallandi á stokk ásamt aðstoðarhundi og aðstoðartrúði og vöktu þau mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Elín Elísabet Einarsdóttir söng tvö frumsamin lög og …

Púttvöllur á Kveldúlfsvelli við hlið Ráðhúss.

Í vinalegu umhverfi á Kveldúlfsvelli er nú búið að slá þrjár golfbrautir til að pútta á til gamans. Við vonum að fólk komi þarna með pútterana sína og njóti þess að vera saman á þessum skemmtilega og skjólgóða stað. Búið er að koma fyrir borðum og bekkjum þannig að það er upplagt að taka kaffibrúsann og nesti með.     …

Bætt aðgengi í innilauginni í Borgarnesi

Fyrir nokkru síðan kom formaður félags eldriborgara með beiðni um bætt aðgengi fyrir fullorðið fólk að innilauginni í Borgarnesi.   Vel var tekið í erindið og nú er kominn í innilaugina sérhannaður stigi með stórum og fínum tröppum fyrir þá sem eiga erfitt með að fóta sig niður þær tröppur sem fyrir eru í innilauginni. Á myndinni er Ragnar Olgeirsson …

Vinarbæjarmót í Borgarbyggð

Helgina 22.-24. júní fer fram vinabæjamót í Borgarbyggð. Við það tækifæri koma hingað gestir frá vinabæjum okkar Ullensaker í Noregi, Dragsholm í Danmörku, Falkenberg Svíþjóð og Leirvík Færeyjum. Norrænafélagið í Borgarbyggð og menningarfulltrúi Borgarbyggðar hafa skipulagt metnaðarfulla dagskrá fyrir þátttakendur.   Alls koma hingað um 120 gestir. Á vinabæjarmótum sem þessum er venjan að gestir fái gistingu hjá heimamönnum og …

17. júní hátíðahöld í Borgarbyggð

Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað um allt land á sunnudaginn kemur. Borgarbyggð er þar engin undantekning. Dagskrá á vegum sveitarfélagsins fer fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi (verður fært inn í íþróttamiðstöðina ef veður verður óhagstætt). Þá verður dagskrá á Hvanneyri á vegum Ungmennafélagsins Íslendings, í Lindartungu á vegum Ungmennafélagsins Eldborgar og Kvenfélagsins Bjarkar, í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá og …

Lóðarkynning. Bjargslandi 2 í Borgarnesi

Fimmtudaginn 14. júní kl. 20.00 verður fundur um nýjar lóðir í Bjargslandi 2, Borgarnesi. Fundurinn verður í Leikskólanum Uglukletti. Dagskrá: Kynning á lóðum í Bjargslandi 2, nýtt hverfi NA megin við núverandi íbúðarhverfi. Fyrirkomulag á lóðarúthlutun Staða gatnaframkvæmdar og áætluð lok. Vonumst til að flestir íbúar sjái sér fært að mæta.  

Pourquoi-pas? – samstarf við eldri borgara

Sýningin um Pourquoi-pas? strandið er opin í sumar frá 13 til 18 alla daga og hefur hlotið góðar viðtökur. Fyrstu tíu dagana sem hún hefur verið opin hafa rúmlega eitt hundrað manns komið og skoðað þessar minjar um sjóslysið mikla. Nokkuð er um að fólk hafi komið með muni eða gögn sem tengjast slysinu og er það verðmætt innlegg í …

Staða skipulagsmála hjá Borgarbyggð

Framkvæmdasvið hefur sent frá sér yfirlit um stöðu skipulagsmála hjá Borgarbyggð, eins konar verkefnalista. Verkefnalistann er að finna hér.  

Ungmenni Mímis í Skagafjörðinn

Í tilefni af 7 ára afmæli Mímis ungmennahúss verður farin raftingferð í Skagafjörð laugardaginn 16. júní ef þátttaka er næg. Ferðin er niðurgreidd fyrir þau ungmenni sem hafa sótt starfið í ungmennahúsinu. Skráning í Mími mánudagskvöld 11. júní frá kl. 20.00-22.00. Fyrirhuguð brottför á laugardag kl. 10.00 frá Mími. (mynd tekin af rafting.is)  

Auglýst eftir safnverði

Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir safnverði í munasafn. Munasafn er yfirheiti fyrir Listasafn Borgarness, Byggðasafn Borgarfjarðar og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar. Í Safnahúsi er einnig rekið Héraðsskjalasafn og Héraðsbókasafn Borgarfjarðar. Starfslýsing Munavörður gerir fjárhagsáætlanir fyrir söfnin og ber faglega ábyrgð á því að varðveisla safnmuna standist kröfur um ábyrga minjavörslu. Mótar varðveislu- söfnunar- og sýningarstefnu fyrir söfnin. Starfsmaður munasafns hefur umsjón með minjageymslum …