Borgarbyggð á og rekur þrjár sundlaugar; í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. Ákveðið hefur verið að bæta við opnunartíma í laugunum á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum nú í júlí og ágúst til að koma til móts við óskir gesta. Verður nú opið þrjú kvöld í viku í stað tveggja. Bent er á að afsláttarmiðar gilda í allar sundlaugar sveitarfélagsins. …
Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi
Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari í holukeppni í golfi 13 ára og yngri þann 1. júlí sl. Þar með eignaðist Golfklúbbur Borgarness sinn fyrsta Íslandsmeistara. Tveimur dögum eftir það afrek gerði Bjarki sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Hamarsvellinum (á rauðum teigum) um 10 högg. Fór hann völlinn á 69 höggum, eða tveimur undir pari. Bjarki, sem er 12 ára, …
Starfsfólk sundstaða lærir skyndihjálp
Nýlega var haldið skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn sundlauga. Námskeiðið var fyrst og fremst haldið fyrir afleysingarfólk og þótti það takast mjög vel. Starfsmenn úr sundlauginni í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum sóttu námskeiðið auk starfsmanna í Hreppslaug í Skorradalshreppi. Námskeiðið fór fram í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi og leiðbeinandi var Ásgeir Sæmundsson. Fastráðið starfsfólk íþróttamiðstöðvanna sækir námskeið á hverju ári auk þess …
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti nýverið reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka (skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995). Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2007. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað hér á vefnum. Reglur um styrkina …
Líf og fjör í Lindartungu
Heilmikið líf og fjör hefur verið í Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi í sumar. Félagsheimilið hefur verið mikið notað fyrir ýmis konar veisluhöld, svo sem ferminga- og afmælisveislur og að minnsta kosti fjögur ættarmót fara fram þar í sumar. Þá eru hestamenn tíðir gestir í Lindartungu, sérstaklega þeir sem leið eiga um hinar stórkostlegu Löngufjörur. Eignarhald á húsinu skiptist þannig að Borgarbyggð …
Ferguson-lest, safnarúta og fleira skemmtilegt
Næstkomandi sunnudag, 8. júlí, verður Safnadagurinn haldinn hátíðlegur hjá söfnum um allt land. Söfn í Borgarfirði taka þátt í deginum hvert með sínum hætti. Án þess að halla á aðra þá er vert að vekja athygli á uppákomum sem verða á Hvanneyri og nágrenni þennan dag. Dagskráin, sem er í höndum Bjarna Guðmundssonar á Landbúnaðarsafninu og fleiri góðra manna, samanstendur …
Ráðið í stöðu munavarðar
Sigrún Elíasdóttir hefur verið ráðin í starf munavarðar við Safnahús Borgarfjarðar og hefur hún störf 1. ágúst. Sigrún er sagnfræðingur að mennt og stundar meistaranám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áður unnið að ýmsum verkefnum fyrir Safnahúsið. Sigrún er frá Ferjubakka í Borgarhreppi. Munavörður hefur umsjón með Munasafni, sem er yfirheiti fyrir Listasafn Borgarness, Byggðasafn Borgarfjarðar og …
Vinnuskólinn fegrar og bætir
Unglingarnir í Vinnuskóla Borgarbyggðar hafa verið að störfum víða um sveitarfélagið frá því í byrjun júní. Eitt helsta verkefni unglinganna í Borgarnesi undanfarna daga hefur verið að fegra og snyrta opið svæði við Böðvarsgötu, en það svæði hefur til langs tíma verið þyrnir í augum margra. Vinnuskólinn hefur nú gert göngustíga, þökulagt, kantskorið, hreinsað beð og fleira. Gert er ráð …
Útivistar notið í blíðviðri
Veðrið hefur leikið við flesta Íslendinga undanfarna daga. Við í Borgarbyggð höfum ekki farið varhluta af því. Þegar veðrið er svona gott sést enn betur en ella hversu miklir afþreyingamöguleikar eru í héraðinu. Náttúran sjálf spilar þar stærstan hlut með alla sína dali, fjöll, fjörur, fossa og fleira og fleira. Sagan hefur líka mikið aðdráttarafla á gesti, bæði innlenda sem …
Þjónustukönnun í Borgarbyggð
Eins og fram hefur komið hér á vef Borgarbyggðar, í fréttabréfi og víðar stendur nú yfir könnun á þjónustu sveitarfélagsins. Í byrjun júnímánaðar höfðu fulltrúar frá Capacent Gallup samband við 1.000 íbúa Borgarbyggðar í þeim tilgangi að bjóða þeim að taka þátt í þjónustukönnuninni. Alls samþykktu 653 íbúar að taka þátt og hafa fengið senda til sín spurningalista. Enn eiga …