Dagur íslenskrar tungu í skólum Borgarbyggðar

Í dag er þess minnst að 200 ár eru liðin frá því að Jónas Hallgrímsson fæddist og um nokkurt skeið hefur verið haldið upp á dag íslenskrar tungu á afmælisdegi skáldsins. Í flestum skólum landsins er haldið upp á daginn með stórum sem smáum viðburðum meðal annars með upplestrarkeppni, sögustund og ljóðagerð. Það er vel til fundið að tileinka íslenskri …

Föt fyrir fullvaxnar konur – Ný verslun í Borgarnesi

Í gær (fimmtudag) var formlega opnuð ný tískuverslun í Borgarnesi. Verslunin sem ber nafnið “Yfir 46” er á besta stað í bænum, að Borgarbraut 55, í sama húsi og Efnalaugin Múlakot. Yfir 46, hefur að bjóða (eins og nafnið bendir til) föt fyrir konur í fullri stærð. Eigendur verslunarinnar eru Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Efnalaugarinnar Múlakots í Borgarnesi og Inger Helgadóttir …

Ljóðasýning af tilefni dags íslenskrar tungu

Ljóðasýning nemenda fimmtu bekkja (og nærliggjandi bekkja í fámennari skólunum) á frumsömdum ljóðum þeirra og myndskreytingum verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar klukkan 16:30 föstudaginn 16. nóvember. Gert er ráð fyrir listamönnunum ungu í heimsókn, farið í leiki og boðið uppá veitingar. Þetta er í þriðja sinn sem sambærileg sýning er haldin á degi íslenskrar tungu. Jafnframt verður þennan dag opnuð …

Tónlistarveisla helgarinnar

Borgfirðingar hafa úr mörgum tónlistarviðburðum að velja um helgina án þess að þurfa að fara langt yfir lækinn til að sækja þá. Þar má nefna tónleika hljómsveitarinnar ,,Fimm í Tangó”, Rökkurkórsins úr Skagafirði og Fífilbrekkuhópsins. Valið verður erfitt því allir tónleikarnir eru á sama tíma. Þessum þrennum tónleikum er lýst frekar hér fyrir neðan. Fimm í Tangó. Haldnir í Landnámssetrinu …

Umhverfisviðurkenningar 2007

Á morgun, föstudaginn 16. nóvember munu umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árin 2007 og 2006 verða afhentar við athöfn kl. 16:00 á Hyrnutorgi, í Borgarnesi. Fjöldi tilnefninga bárust árið 2006 og tilnefningarnar fyrir árið 2007 eru vel á fimmta tug. Verðlaun þessi hafa verið veitt á Sauðamessu, en Sauðamessa féll niður í fyrra og því fórst fyrir að afhenda verðlaunin í fyrra …

Fundur um kaldavatnsmál í Reykholtsdal

Fundur um kaldavatnsmál í Reykholtsdal verður haldinn í Logalandi þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:30. Á fundinn mæta fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja vatnsveitu.  

Laugargerðisskóli

Í Laugargerðisskóla eru nú 40 börn úr Eyja- og Miklholtshreppi og fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Við skólann er starfrækt leikskóladeild og tónlistarskóli. Á leikskóladeildinni eru nú 7 börn á aldrinum eins árs til fimm ára. Nýr skólastjóri, Kristín Björk Guðmundsdóttir, tók til starfa í haust. Slóð nýrrar heimasíðu Laugargerðisskóla er http://www.laugargerdisskoli.is/ Á myndinni má sjá börn í Laugargerðisskóla sitja á haug af …

Hver er á myndinni?

Í framhaldi af norræna skjaldeginum er nú búið að stilla upp gömlum ljósmyndum í Héraðsskjalasafninu í Safnahúsi Borgarfjarðar. Upplýsingar vantar um hverjir eru á myndunum og er fólk beðið að koma við í Safnahúsi og skoða hvort þarna er einhver sem það þekkir.   Meðfylgjandi ljósmynd tók Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður af myndaborðinu í morgun.  

Rjúpnaveiðitímabilið stendur yfir

Rjúpnaveiðitímabilið hófst 1. nóvember síðastliðinn og því líkur 30. nóvember. Rjúpnaveiðidagarnir eru samtals 18 á tímabilinu. Öll veiði er bönnuð mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Algert sölubann er á rjúpu og rjúpnaafurðum. Það er mat sérfræðinga að veiðiþol stofnsins sé ekki meiri en 38.000 fuglar og því er mælt með að hver veiðimaður veiði ekki meira en sex til sjö rjúpur. …

Fundist hefur hálsfesti með krossi

Starfsmaður Borgarbyggðar gekk fram á hálsfesti með krossi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar í gær. Hann tók hálsmenið með sér og er það nú í góðum höndum í ráðhúsi Borgarbyggðar. Eigandi hálsmensins getur nálgast það á skrifstofu Borgarbyggðar við Borgarbraut 14 í Borgarnesi á opnunartíma skrifstofunnar milli 9:00 og 15:00.