Tómstundakstur nú einnig á skipulagsdögum

Vakin er athygli á því tómstundabílinn, sem keyrir uppsveitarhringinn í Borgarnes alla virka daga keyrir nú einnig á skipulagsdögum grunnskóla í Borgarbyggð. Um er að ræða viðbótarþjónusta fyrir börn og ungmenni sem geta nú með auðveldum hætti stundað íþróttir og tómstundir á þeim dögum sem ekki er skipulagt skólastarf.

Kynning á Sögu laxveiða í Borgarfirði þann 27. október

Í Borgarfirði eru gjöfular laxveiðiár sem eiga sér bæði langa og merkilega sögu hvað varðar veiðiaðferðir og áhrif á búsetu og landnýtingu í héraði. Í apríl síðastliðnum fékk Landbúnaðarsafn Íslands veglegan öndvegisstyrk til þriggja ára, frá Safnasjóði til að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði. Áður hafði safnið fengið styrk til eins árs úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Þessi stuðningur hefur gert starfsmönnum Landbúnaðarsafnsins kleift að halda áfram með þá vinnu.

Kynningarfundur fyrir eldri íbúa á verkefninu Bjart líf

Næstkomandi mánudag, þann 3.október, munu verkefnastjórar heilsueflingar 60+ hjá ÍSÍ vera með kynningu fyrir eldri íbúa Borgarbyggðar á verkefninu Bjart líf og heimasíðunni www.bjartlif.is sem er ætlað að gera framboð á hreyfingu fyrir eldra fólk á öllu landinu sýnilegra og aðgengilegra.