Á þriðjudagskvöldið var ný aðstaða ungmennahúss opnuð í kjallara menntaskólans að viðstöddu fjölmenni. Húsið verður opið tvö til þrjú kvöld í viku í vetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára í Borgarbyggð eins og verið hefur í gamla húsnæðinu Kveldúlfsgötu en nýja aðstaðan er öll miklu rýmri og betri auk þess sem hægt er að nota hana á daginn á …
Frá Safnahúsi í Menntaskólann við Hamrahlíð
Blóðtökusett Páls Blöndal_SESíðastliðinn föstudag brá Sigrún Elíasadóttir munavörður Safnahúss Borgarfjarðar undir sig betri fætinum og heimsótti Menntaskólann í Hamrahlíð. Þangað hafði hún með sér ýmis lækningatól frá Páli Blöndal sýslulækni í Mýra og Borgarfjarðarsýslum á 19.öld. Nemendur fengu að líta ýmis tól og tæki sem tengjast námsefni þeirra í vinsælu valnámskeiði í sögu sem nefnist Saga læknisfræðinnar. Tildrög þessarar heimsóknar …
Samkomulag um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Samgönguráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað í yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta. Efling og sameining sveitarfélaga hefur lengi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að sveitarfélög verði efld með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Flutningur málefna fatlaðra og aldraðra hefur verið tímasettur árin …
Magnús og Pálmi á Bifröst
Í dag, miðvikudaginn 30. september, verða hinir landskunnu tónlistarmenn Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson gestir á háskólatónleikum á Birföst. Þeir munu flytja gömlu Mannakornssmellina og lög af nýrri plötu. Tónleikarnir verða á Kaffi Bifröst og hefjast kl. 17.00
Minnigarfyrirlestur um Snorra Sturluson
Miðvikudaginn 30. september næstkomandi flytur Pétur Pétursson prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson í Reykholti. Fyrirlesturinn, sem ber heitið Vituð þér enn eða hvað? Lykillinn að dulmáli Völuspár, verður fluttur í bókhlöðusal Snorrastofu og hefst kl. 20.30.
Fundur um örnefni og örnefnasöfnun á Vesturlandi
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Vesturlands og Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Vesturlandi miðvikudaginn 30. september, kl. 13.00 í Snorrastofu, Reykholti. Dagskrá: Svavar Sigmundsson; Örnefni og örnefnasöfnun Ragnhildur Helga Jónsdóttir; Örnefni í Andakíl Sigurgeir Skúlason; Örnefnamyndavél fyrir Skorradal Á fundinum mun Svavar Sigmundsson stofustjóri Örnefnasafns stofnunarinnar m.a. fjalla um mikilvægi …
Dansandi fjölskylduskemmtun!
Danshópur Evu Karenar og Dansskóli Ragnars standa fyrir fjölskylduskemmtun í sal Menntaskóla Borgarfjarðar sunnudaginn 4. október næstkomandi. Skemmtunin er til styrktar þeim ungmennum sem halda utan til danskeppni í vetur. Þau lofa botnlausu fjöri á sunnudaginn og bjóða alla velkomna. Skemmtunin hefst kl. 17.00.
Sauðamessa 17. október
Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðunum, Landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Messað verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 17. október og hefst messugjörð formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma. Á annað hundrað fjár verður þá rekið í …
Líf og fjör á Kleppjárnsreykjum
Í síðastliðinni viku tóku nemendur í 1.-5. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sig til og hreinsuðu skólalóðina. Krakkarnir fóru um skólalóðina og skáru burt njóla og hreinsuðu annað rusl. Njólanum söfnuðu þau í risastóran haug og mátti sjá mikinn mun á skólalóðinni eftir þessa vinnutörn hjá krökkunum. Þá var einnig haldinn náttfatadagur í skólanum og nemendur afskaplega ánægðir með daginn. …
Frækileg frammistaða í Útsvari
Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari stóðu sig framúrskarandi vel í keppninni í kvöld og náðu 101 stigi í keppni á móti Akureyri sem sigraði naumlega með tveggja stiga mun. Þar sem fjögur stigahæstu tapliðin úr fyrstu umferð komast áfram má telja líklegt að lið Borgarbyggðar haldi áfram keppni, en það ræðst á næstu mánuðum. Í liðinu eru þau Heiðar Lind …