Frá undirbúningshópi tónleikanna: Föstudaginn 11. desember næstkomandi verða haldnir aðventutónleikar í Reykholtskirju. Að tónleikunum standa þeir kórar í Borgarfirði sem undanfarin ár hafa sungið á aðventutónleikum á sama stað en áður voru tónleikarnir í boði Sparisjóðs Mýrasýslu. Tónleikarnir eru nú haldnir með stuðningi nokkurra fyrirtækja í héraði er aðgangur ókeypis. Um leið og við þökkum þessa tónleika á liðnum árum …
Jólatré – ljósin tendruð kl. 18 í dag
Í dag kl. 18.00 verða kveikt ljós á jólatré Borgarbyggðar á Kveldúlfsvelli. Jóladagskrá og heitt súkkulaði – og heyrst hefur af ferðum jólasveina. Sjá auglýsingu hér. Komið og eigið notalega stund í byrjun aðventu. Nánari upplýsingar: Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi, s.: 898 9498
ER LÖGHEIMILIÐ Á RÉTTUM STAÐ
Með vísan til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, ber íbúum að tilkynna um flutning til íbúaskrár innan viku frá flutningi, bæði flutningi innan sveitarfélagsins og milli sveitarfélaga. Tilkynna ber flutninga á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi eða Litla-Hvammi Reykholti en skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 9,00 og 15,00. Einnig er hægt að nálgast flutningseyðublöð með …
Starfsmaður dagsins
Pétur Pétursson kom færandi hendi í ráðhús Borgarbyggðar í Borgarnesi í dag og bauðst til að hreinsa upp lauf sem safnast hafði í kring um húsið. Var aðstoð hans vel þegin og honum er hér með þakkað fyrir hans góða framtak. Meðfylgjandi mynd var tekin af þessu tilefni. Ljósmynd: Jökull Helgason
Hunda- og kattahreinsun
Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum: – Borgarnesi þriðjudaginn 1. desember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda kl. 17:00 -19:00. Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. – Bifröst mánudaginn 30. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. – Hvanneyri miðvikudaginn 2. desember í slökkvistöðinni kl. 18:00 …
Kveikt á jólatré Borgarbyggðar
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn við Tónlistarskólann í Borgarnesi sunnudaginn 29. nóvember kl. 17.00. Flutt verður létt jóladagskrá: hljómsveitin Álfar leikur, lesin verður jólasaga og Eva Margrét og Katerina syngja. Grunur leikur á að jólasveinarnir líti við. Heitt súkkulaði veitt á staðnum. Auglýsingu má nálgast hér. (Athugið breytta staðsetningu vegna gatnaframkvæmda Orkuveitunnar)
Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar
Á morgun, fimmtudaginn 26. nóvember verður hin árlega söngvarakeppni nemenda Grunnskóla Borgarfjarðar haldin í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Keppnin hefst kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.Nemendur í 9. bekk munu selja kaffi, safa og nammi og rennur ágóðinn í ferðasjóð bekkjarins.
Gleymum ekki sókninni!
Frá samstarfshópi um atvinnumál: Nýverið skipaði sveitarstjórn Borgarbyggðar samstarfshóp sem falið er það verkefni að fjalla um atvinnumál og þá möguleika sem kunna að vera á eflingu atvinnulífs í sveitarfélaginu. Þrír fulltrúar úr sveitarstjórn eru í hópnum auk þriggja aðila sem koma úr atvinnulífinu. Auk þessara sex aðila starfa með hópnum fulltrúar frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Fimmtudaginn 26. nóvember næstkomandi verður …
Leiklistarnámskeið
Helgina 5.-6. desember næstkomandi stendur leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms fyrir leiklistarnámskeiði í Borgarnesi. Kennari er Rúnar Guðbrandsson. Námskeiðið verður haldið í félagsmiðstöðinni Mími í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nánari upplýsingar hér.
Borgarbyggð auglýsir íbúð til leigu
Borgarbyggð auglýsir til leigu snyrtilega 90 m², 3ja herbergja íbúð sem er í Varmalandsskóla í Borgarbyggð. Íbúðin er laus nú þegar. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða sent fyrirspurnir á netfangið á kristjan@borgarbyggd.is