Borgarbyggð hefur ráðið Ingu Björk Bjarnadóttur í sumarvinnu í nokkrar vikur við að bæta skráningu á gæludýrum í sveitarfélaginu. Allt of algengt hefur verið að handsömuð strokudýr hafi verið óskráð. Undanfarnar vikur hefur hún unnið við að safna upplýsingum um gæludýr í þéttbýli í sveitarfélaginu og athuga hvort þau séu á skrá. Í ljós hefur komið að vitað er um …
Sjálfboðaliðar óskast!
Það verður í mörg horn að líta við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmótsins í Borgarnesi. Margar hendur vinna létt verk og nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem glæsilegast og um leið góð kynning fyrir byggðarlagið. Mörg störf þarf að vinna. Uppsetning skilta og fána og almennur undirbúningur vikuna fyrir mót, móttaka …
Brákarhátíð um helgina
Spennandi og fjölbreytt dagskrá Brákarhátíðar í Borgarnesi 26. júní næstkomandi er nú tilbúin. Dagurinn byrjar á búningagerð í Menntskólanum og Brákarhlaupi frá Granastaðatúninu. Nú verða bæði hlaupnir 2,5 km og 10 km. Leðjubolti í Englendingavík er líka nýjung svo og kvöldskemmtunin í Englendavík. Sjá má dagskrána hér eða á www.brakarhatid.is
Lausar stöður við leikskólann Hnoðraból
Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara og deildarstjóra frá og með 5. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu deildarstjóra og fulla stöðu leikskólakennara. Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Umsóknarfrestur er til 29. júní. Sjá auglýsingu hér. Nánari upplýsingar …
17. júní hátíðardagskrá 2010
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað víða í sveitarfélaginu. Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli. Í Lindartungu verða ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar. Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá. Í Logalandistendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir hátíðahöldum. Nánari dagskrá auglýst á viðkomandi stöðum. Hátíðahöld á vegum sveitarfélagsins fara fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Dagskrá má …
Mímir ungmennahús 10 ára
Í dag 16. júní er Mímir ungmennahús 10 ára en ungmennahúsið hóf starfsemi í gömlu kartöflugeymslunni við Kveldúlfsgötu þann dag fyrir 10 árum. Það voru kraftmikil ungmenni sem tóku virkan þátt í að undirbúa aðstöðuna og starfsemina á þeim árum en aðstaða fyrir aldurinn 16 – 25 ára ungmenni var þá ekki fyrir hendi í sveitarfélaginu. Segja má að starfsemin …
Laus störf á leikskólanum Hnoðrabóli
Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara og deildarstjóra frá og með 5. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu deildarstjóra og fulla stöðu leikskólakennara. Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Auglýsing um störfin er á þessari heimasíðu undir …
17 júní í Reykholtsdal
Að venju stendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir skemmtun í Reykholtsdal á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Dagskráin hefst með hátíðarmessu í Reykholtskirkju kl. 11. Venjan hefur verið sú að kirkjugestir hafi komið ríðandi til messu, en nú verður það ekki gert vegna hrossasóttarinnar. Klukkan 13 verður hefðbundin hangikjötsveisla í Logalandi og kl. 14 hefst þar hátíðardagskrá. Sjá nánar allt um dagskrána hér. …
Meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Borgarbyggðar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Borgarbyggðar næsta kjörtímabil. Samningur þar um var undirritaður á Hvanneyri 9. júní s.l. Í málefnasamningnum er kveðið á um helstu áhersluatriði sem flokkarnir stefna að á kjörtímabilinu. Ragnar Frank Kristjánsson tekur við embætti forseta sveitarstjórnar og Björn Bjarki Þorsteinsson verður formaður byggðarráðs. Formennsku í …
Göngur Ungmennasambands Borgarfjarðar í sumar
Í sumar verður gengið að ýmsum fossum í héraðinu, sérstaklega þeim sem ekki eru í alfaraleið. Göngurnar verða flestar að venju á fimmtudagskvöldum. Auk þess verður gengið á Þyril og Varmalækjarmúla sem eru fjöll UMSB í verkefni UMFÍ, “fjölskyldan á fjallið” og verða gestabækur þar í sumar. Föstudaginn 11. júní, kl. 19.00 verður farið með gestabók á Þyril í Hvalfirði. …