Kristín Þórhallsdóttir var kjörin Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2022, annað árið í röð.
Kristín er 38 ára gömul og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness.
Kristín vann silfurverðlaun á EM og HM og tvíbætti evrópumetin í hnébeygju og samanlögðu á árinu. Hún bætti auk þess íslandsmetin í hnébeygju, réttstöðulyftu, réttstöðulyftu single liftt og samanlögðu. Kristín náði 110,27 IPF-GL stigum á árinu, en það er mesti stigafjöldi sem náðst hefur af íslenskum keppanda.
Kristín er þriðja á heimslista Alþjóðlega kraftlyftingasambandsins (IPF) í sínum þyngdarflokki fyrir árið 2022 og á fjórða besta árangur í samanlögðu sem náðst hefur í þessum flokki í sögunni innan IPF.
Kristín var auk þess í 8. sæti í vali samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjörin kraftlyftingakona ársins annað árið í röð.
Ný einföld og snjöll ábendingagátt
Ný útgáfa af ábendingagátt fór í loftið föstudaginn sl, en um er að ræða nýtt viðmót sem hefur verið í þróun í nokkurn tíma.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heimsækir Borgarbyggð 11. janúar nk.
Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga erindi um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu.
Tveir Borgnesingar fengu fálkaorðuna á nýársdag
Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands afhenti 14 manns fálkaorðuna á Bessastöðum á nýársdag líkt og venja er. Að þessu sinni voru tveir Borgnesingar í hópnum, þau Anna Sigríður Þorvaldsdóttir og Héðinn Unnsteinsson.
Aukinn aðsókn á bókasafnið á milli ára
Gaman er að greina frá því að það fjölgaði um ríflega 1.200 gesti á milli ára 2022 og 2021.
Talning á sorpílátum – „Borgað – þegar – hent er“
Með nýjum lögum um hringrásarhagkerfi er sveitarfélögum nú gert að innleiða nýtt kerfi við innheimtu gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs, svokallaða „Borgað – þegar – hent – er“ aðferð.
Lilja Björg Ágústsdóttir ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Lilja Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar. Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti ráðninguna á fundi sínum í dag, 29. desember.
Þrettándahátíð 2023 – dagskrá
Jólin verða kvödd í Borgarbyggð 6. janúar nk. með glæsilegri þrettándagleði.
Jólakveðja
Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Borgarbyggð og Menntaskóli Borgarfjarðar undirrita samning vegna Kviku
Þann 21. desember var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar vegna aðgengis stofnana sveitarfélagsins að Kviku – skapandi rými í MB. Það voru þeir Bragi Þór Svavarsson skólameistari MB og Hlöðver Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem skrifuðu undir samninginn.