Rúlluplastssöfnun 2011

Tilkynning um söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð árið 2011 hefur verið send út sem dreifibréf til allra íbúa í dreifbýli Borgarbyggðar. Sjá tilkynninguna hér.   Sorphirða í Borgarbyggð: Upplýsingar af heimasíðu.  

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. desember 2010 tillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem nær til alls sveitarfélagsins. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Borgarbraut 14 Borgarnesi, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.borgarbyggd.is og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá frá 30. ágúst – 11. október 2010. Frestur til að senda inn athugasemdir rann út þann 11. október …

Dvalarheimilið 40 ára

Dvalarheimili aldraðara í Borgarnesi fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni verðu blásið til afmælishátíðar í Hjálmakletti næstkomandi laugardag, 29. janúar. Það var í janúar 1971 sem fyrstu íbúarnir, 15 manns, fluttu inn á heimilið. Stefnt er að því að afmælisárið verði viðburðaríkt og boðið verður upp á ýmsa viðburði árið á enda. Opinn umræðufundur um hvort …

Snorrastofa – erindi um klaustrið í Bæ frestað

Erindi sr. Flóka Kristinssonar sóknarprests á Hvanneyri um klaustrið í Bæ sem vera átti í dag, þriðjudaginn 25. janúar hefur verið frestað til þriðjudagsins 1. febrúar næstkomandi. Klaustrið í Bæ á árunum 1030 – 1049. Hugleiðingar um Hróðólf ábóta og hlutverk klaustursins Sr. Flóki hefur sýnt klaustrinu í Bæ áhuga en mjög lítið er vitað um starfsemi þess og heimildir …

Bjössi – 100 ára minning

Þann 14. janúar 2011 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Björns Hjartar Guðmundssonar (Bjössa) sem smíðaði Bjössaróló. Af því tilefni hefur verið stillt upp í Safnahúsi verkfærum úr eigu Björns, gestabókum frá Bjössaróló auk fróðleiks um Bjössa. Hér má sjá mynd af góðum skrifum í gestabókina sem Bjössi hafði allaf til staðar á rólónum sínum. Bjössaróló er vel við haldið …

Atvinnumál kvenna – styrkir

Þann 15. janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Sjá auglýsingu hér Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt …

Hljóðupptaka á fundum sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að taka upp fundi sveitarstjórnar og hafa upptökurnar aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar. Þetta var gert í fyrsta sinn á 71. fundi sveitarstjórnarinnar sem haldinn var 13. janúar. Hljóðupptakan er aðgengileg á sama stað og skrifaða útgáfa fundargerðar fundarins og er hægt að smella hér til að sjá fundargerðina. Byrjunin á þessu gekk þó ekki alveg hnökralaust …

Ugluklettur auglýsir eftir leikskólakennara

Leikur – Virðing – Gleði Við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. febrúar næstkomandi. Um er að ræða tvær hlutastöður. Leikskólinn Ugluklettur er þriggja deilda leikskóli. Þar eru að jafnaði 65 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára.   Unnið er með Flæði samkvæmt kenningum Mihaly Csikszentmihalyisem ramma utanum skólastarfið. Nánari upplýsingar eru …

Sorphirðudagatal 2011

    Íslenska gámafélagið og Borgarbyggð hafa gefið út sorphirðudagatal fyrir árið 2011. Dagatalinu verður dreift í öll hús í Borgarbyggð á næstu dögum. Sorphiðudagatalið má einnig nálgast hér.  

Nýjar reglur um umferð í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um umferð í sveitarfélaginu skv. heimild í 3. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt reglunum er leyfilegur hámarkshraði í íbúðargötum í Borgarbyggð nú 30 km/klst. Undantekning er hámarkshraði um Borgarbraut, frá gatnamótum við Egilsgötu og út Borgarbraut til norðurs þar sem áfram verður hámarkshraði 50 km/klst. Hámarkshraðinn 30 km/klst gildir í Borgarnesi, á …