Vinna hafin við rammaskipulag í Brákarey

Vinna er nú hafi við gerð rammaskipulags í Brákarey við Borgarnes. Samningur þar að lútandi var undirritaður í gær milli Borgarbyggðar og Festis fasteignaþróunarfélags, sem leiða mun skipulagsvinnuna ásamt m.a. JVST arkítektum.

Samningar undirritaðir milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Samningar hafa náðst milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um þjónustu Borgarbyggðar við Skorradalshrepp. Samningarnir taka til þeirrar þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum Skorradalshrepps svo sem í skólamálum, brunavörnum, félagsþjónustu og safnamálum og fjalla um fyrirkomulag, kostnað og fleira. Samningarnir sem nú hafa verið undirritaðir gilda frá janúar 2021 og koma í stað annarra sem hafa verið í gildi. Samningarnir gilda til júníloka 2025 en undirritun þeirra er með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar Skorradalshrepps og sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

Kveðjuhóf og samsæti

Laugardaginn 27. ágúst kl. 15 verður haldið kveðjusamsæti í Félagsheimilinu Þinghamri þar sem Guðmundur Finnsson, húsvörður til fjörutíu ára lætur af störfum eftir farsælan feril.

Listnám í Borgarbyggð haustið 2022

Í haust verður boðið upp á námskeið í mismunandi listgreinum. Nokkur nemendapláss eru enn laus í tónlist, en auk þess er nú boðið uppá námskeið í myndlist og tónlist.

Opið fyrir umsóknir í tónlistarnám

Öflugt tónlistarnám fer fram á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar og hægt að stunda nám á mörg hljóðfæri auk forskóla fyrir tvo elstu árganga í leikskóla, söngnáms og söngleikjadeildar. Næsta vetur mun skólinn líka bjóða upp nýjung og er það nám sem nefnt hefur verið “Stúdíóið sem hljóðfæri”. Þar munu nemendur kynnast nýtingu tölvutengdrar tækni til skapa og vinna tónlist.

Allar skipulagsumsóknir orðnar rafrænar

Vakin er athygli á því að nú geta íbúar og aðrir viðskiptavinir nýtt stafrænar leiðir til þess að leggja inn allar umsóknir sem varða skipulagsmál eða sent fyrirspurnir á skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar inni á þjónustugátt sveitarfélagsins.