Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir hluta jarðarinnar Litla-Hrauns í Borgarbyggð.Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 6. febrúar 2012 og á fundi sveitarstjórnar þann 16. febrúar 2012 var skipulagslýsingin samþykkt sbr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í tvær vikur í samræmi við 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Lýsing Tilefni deiliskipulagsgerðar eru …
Ungmennaráð og sveitarstjórn funda
Sameiginlegur fundur ungmennaráðs Borgarbyggðar og sveitarstjórnar var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Mörg brýn og spennandi mál voru rædd m.a. heimavist við menntaskólann, kvikmyndasýningar, hreinleiki vatns í grunnskólum, félagsaðstaða ungmenna, skólaakstur og fleira. Almenn ánægja var meðal allra fundarmanna með góðan og gagnlegan fund. Fundargerðina má lesa hér.
Pollapönk í Óðali
Frá félagsmiðstöðinni Óðali: Stórvinir okkar í Pollapönk ætla að koma og halda tónleika í Borgarnesi. Strákarnir eru þekktir fyrir mikla gleði og er kjörið fyrir börn og fullorðna að skemmta sér saman. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Skallagrím og mun hluti aðgangseyrisins renna í okkar sjóði. Tónleikarnir eru sunnudaginn 11. mars kl. 13.00 í Félagsmiðstöðinni Óðal. Aðgangseyrir er 1.200 …
Leikskólastjóri – Ugluklettur
Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi frá og með 1. ágúst 2012. Leikskólinn Ugluklettur er þriggja deilda leikskóli sem tók til starfa haustið 2007. Þar eru að jafnaði 65 börn á aldrinum 18 mánaða – 6 ára. Unnið er með Flæði samkvæmt kenningum Mihaly Csikszentmihalyi sem ramma utanum skólastarfið. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans: www.ugluklettur.borgarbyggd.is. Sjá …
Félagsstarf aldraðra í Borgarnesi vantar rúðugler
Í glervinnslunni í félagsstarfi eldri borgara framleiðir fólk hvert listaverkið á fætur öðru. Heppilegast, ódýrast og umhverfisvænast er að nota brotnar rúður, sem annars er hent. Fólk er því hvatt til að koma brotnum rúðum til félagsstarfsins í stað þess að setja þær í ruslið. Hægt er að hafa samband við Ellu í síma 840 1525.
Blóðsöfnun í Borgarnesi
Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna þriðjudaginn 6. mars kl. 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Blóðgjöf er lífgjöf..
Líf og fjör í ráðhúsi á öskudaginn
Það var líf og fjör í ráðhúsi Borgarbyggðar á öskudaginn í síðustu viku. Stöðugur straumur af hressum krökkum í skrautlegum búningum sem glöddu starfsmenn með söng og kátínu. Á meðfylgjandi myndum sem Jökull Helgason tók, má sjá nokkur þeirra sem lögðu leið sína í ráðhúsið á öskudaginn.
Aldarminning í Safnahúsi
Margmennt var á mánudagskvöldið á opnun heimildasýningar í Safnahúsi: Dýrt spaug – aldarminning Guðmundar Sigurðssonar (1912-1972). Guðmundur var einn helsti revíuhöfundur landsins á sínum tíma og vinsæll útvarpsmaður. Hann var ættaður úr Hvítársíðu en ólst upp í Borgarnesi. Dagskrá kvöldins var fjölbreytt og skemmtileg og sérstök stemning ríkti í sýningarsal fastasýningar hússins, Börn í 100 ár. Synir Guðmundar, Guðmundur og …
Nótutónleikar Tónlistarskólans í Hjálmakletti
Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir tónleikum í Hjálmakletti í kvöld. Þetta er hluti af „Nótunni“ sem er samstarf tónlistarskólanna á Íslandi. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við Dag tónlistarskólanna sem er í lok febrúar ár hvert. Nemendur flytja fjölbreytta dagskrá, einleik og samspil/söng og munu tónleikagestir kjósa þrjú atriði sem fara áfram á Vesturlandstónleika sem haldnir verða á Akranesi í byrjun …
Hundur í óskilum – 02-27
Hundur var handsamaður við Sólbakkann í Borgarnesi nú kl. 17:30, 27. febrúar 2012. Hann er í geymslu gæludýraeftirlitsmanns. Eigandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við gælueftirlitsmann í síma 892-5044.