Landsbankinn styrkir Safnahús Borgarfjarðar

Safnahús hefur fengið styrk til úr samfélagssjóði Landsbankans. Veittir voru alls 14 styrkir og voru styrkþegar valdir úr 130 umsækjendum. Styrkurinn sem Safnahús fékk er ætlaður til uppbyggingar fuglasýningar, en um 350 uppstoppaðir fuglar eru í eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar. Sýningin er unnin í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands og verður sérstaklega ætluð til að auka þekkingu og vitund gesta um mikilvægi …

Tilkynning frá Rarik – Straumleysi 22. júní 2012

Straumleysi er fyrihugað á Vesturlandi aðfaranóttina 22. júní frá kl. 00:00 til kl. 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra í Borgarfirði.   Um er að ræða vinnu við tengingu á öðrum 66/19 kV 10 MVA spenni sem settur er upp til að mæta aukinn aflþörf á svæðinu, með þessari aðgerð verður uppsett afl 20 MVA sem ætti að leysa …

Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í maí 2012

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í maí 2012.   Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar“ má einnig sjá árangurinn í janúar, febrúar, mars og apríl 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.  

Borgnesingur hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Anna Þorvaldsdóttir doktor í tónsmíðum hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verk sitt Dreymi. Hún mun taka við verðlaununum í Helsinki í október næstkomandi. Anna ólst upp í Borgarnesi og eru foreldrar hennar Birna Þorsteinsdóttir tónlistarkennari og Þorvaldur Heiðarsson trésmiður. Hún hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði meðal annars á selló. Hún stundaði tónsmíðanám við Listaháskóla …

17. júní í Borgarbyggð

Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með hátíðarhöldum víða um sveitarfélagið. Skipulögð dagskrá verður í Borgarnesi, Á Hvanneyri, í Logalandi í Reykholtsdal, Brautartungu í Lundarreykjadal og Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Auglýsingu um viðburðina má sjá með því að smella hér.  

Þjóðhátíð í Reykholtsdal

Ungmennafélag Reykdæla verður með hátíðardagskrá í Reykholtsdalnum á 17. júní. Líkt og venja er verður riðið til kirkju í Reykholti og dagskrá hefst svo með hangikjötsveislu í Logalandi kl. 13.00. Karamelluflugvélin verður á sveimi og diskótek yngri deildar um kvöldið. Auglýsingu má sjá hér.  

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn á þjóðhátíðardaginn, sunnudaginn 17. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Í Borgarfirði verður boðið upp á gönguferðir frá eftirtöldum stöðum: Borgarnes – mæting kl. 10.00 við fólkvanginn Einkunnir, vestast í …

Eyðbýli á Íslandi – sumarið 2012

Fréttatilkynning: Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Fyrstu …

Sumarlestur byrjaður í Safnahúsi

Í sumar er í fimmta sinn efnt til til sumarlesturs í Safnahúsi. Sumarlesturinn er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og tímabilið er frá 10. júní – 10. ágúst. Markmiðið er að nemendur viðhaldi og þjálfi lestrarleiknina sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Verkefnið er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu. Í ágúst verður svo haldin uppskeruhátíð sumarlestursins, en …

Könnun á ferðavenjum á Vesturlandi

Frá UMÍS-Environice: Nú eru fyrirhugaðar breytingar á kerfi almenningssamgangna á Vesturlandi. Af því tilefni vinnur UMÍS ehf. Environice að könnun á viðhorfum íbúa til breyttra ferðavenja með tilkomu nýja kerfisins. Markmiðið er að kanna umhverfislegan ávinning af breyttum almenningssamgöngum m.t.t. þess hvort breytingarnar geti leitt til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Meðfylgjandi spurningakönnun er send til íbúa á öllu Vesturlandi í …