Vinnuskóli Borgarbyggðar sumarið 2012

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2012. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur miðvikudaginn 6. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnutímabil skólans verður 4 vikur á 8 vikna tímabili (hver og einn nemandi velur sínar vinnuvikur) eða frá 6. júní til og með 31. júlí 2012. Daglegur vinnutími er frá …

Flokksstjórastörf við vinnuskóla Borgarbyggðar 2012

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2012. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina nemendum vinnuskólans og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er 9 vikur eða frá 30. maí til og með 31. júlí. …

Köttur í óskilum 2012-04-24

Gæludýraeftirlitsmaður handsamaði kött í dag í Borgarnesi sem er ómerktur. Kötturinn er stór, svartur og hvítur/ljósgrár eins og sjá má á myndinni.   Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við gæludýraeftirlitsmann, Guðmund Skúla Halldórsson í síma 8925044.  

Gönguferð í Einkunnum á ,,Degi umhverfisins“

Á morgun 25. apríl 2012 er ,,Dagur umhverfisins“ sem að þessu sinni er tileinkaður 250 ára fæðingarafmæli læknisins og náttúrufræðingsins Sveini Pálssyni. Sjá hér.   Af því tilefni mun Skógræktarfélag Borgarfjarðar í samvinnu við umsjónarnefnd Einkunna standa fyrir gönguferð í Einkunnum, eina fólkvangnum á Vesturlandi. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Litlu-Einkunnir kl. 20:00.  

Vinnuskóli Borgarbyggðar – sumarstörf 2012

Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir eftir fólki til starfa í sumar en vinnuskólinn er ætlaður unglingum í 8. – 10. bekk grunnskóla. Vinnuskólinn starfar frá 6. júní til 3. ágúst og til boða er 4 vikna vinna fyrir hvern og einn ungling og velja þau sér sínar vinnuvikur. Starfstöðvar eru í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Reykholti og á Bifröst. Allir sem sækja …

Slökkt á ljósastaurum í þéttbýli

Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins þann 30. apríl næstkomandi að undanskilinni lýsingu á þjóðvegi 1 gegnum Borgarnes. Þetta er fjórða sumarið með þessu fyrirkomulagi og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við götulýsingu. Gert er ráð fyrir að slökkt verði á ljósastaurunum í rúmlega 14 vikur og kveikt verði aftur þann 10. ágúst …

Afkoma Borgarbyggðar mun betri en áætlað var

-sveitarfélagið bætir þjónustu við íbúana í ljósi rekstrarniðurstöðunnar Rekstur Borgarbyggðar gekk mun betur á árinu 2011 en gert hafði verið ráð fyrir, sem skýrist m.a. af því að skatttekjur voru meiri en áætlað var, rekstrarkostnaður var að mestu leiti í samræmi við áætlun og fjármagnskostnaður reyndist nokkru minni en ætlað var vegna breytinga á lánum í erlendri mynt. Þetta kemur …

Íbúafundur um landbúnaðarmál – 2012

Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar stendur fyrir íbúafundi um landbúnaðarmál þriðjudaginn 17. apríl kl. 20:30 í Hjálmakletti, húsi menntaskóla Borgarfjarðar. Sjá hér auglýsingu.  

Sérkennsluráðgjafi/deildarstjóri námsvers

Laus er til umsóknar ný staða sérkennsluráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla og deildarstjóra námsvers (sérdeild) fyrir grunnskólanemendur í Borgarbyggð. Um er að ræða tvískipt starf sem skiptist í 40% sérkennsluráðgjöf fyrir leik- og grunnskóla og 60% stjórnun og kennslu við námsver fyrir grunnskólanemendur sem staðsett verður í Grunnskólanum í Borgarnesi. Leitað er einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, metnaði og eiginleikum …

Lokasýningar á Stútungasögu

Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar auglýsir nú lokasýningar á Stútungasögu sem sýnd er í Hjálmakletti.Leikritið verður sýnt á föstudagskvöldið 13. apríl kl. 21.00 og síðasta sýning verður mánudaginn 16. apríl kl. 18.00. Grunnskólanemar fá 25% afslátt af miðaverði á mánudagssýninguna. Miðasala er í síma 8696968 eða 8655081 og einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is