Borgarbyggð hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir nú skipulags- og matslýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað. Nú er leitað til íbúa og annarra hagsmunaaðila um efni lýsingarinnar og þær áherslur um endurskoðunina sem þar birtast. Íbúar og aðrir …
Aldan festir kaup á æfingahjóli þökk sé framlag Spinnigal.
Árið 2021 hjóluðu 18 hjólreiðagarpar og velunnar Spinnigal Hvanneyrarhringinn til styrktar Öldunnar, en stofnunin var á sínum tíma að safna fyrir kaup á tæki og hugbúnaði sem gerir iðkendum kleift að horfa á ferðarleiðir í sýndarheimi
17. júní – dagskrá
Tímasetningar og staðsetningar geta breyst. Nýjustu upplýsingar verður að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.
Borgarbyggð veitir viðurkenningar fyrir starfsaldur
Starfsfólk Borgarbyggðar fékk viðurkenningu fyrir starfsaldur á árshátíð sveitarfélagsins í mars sl., alls 28 einstaklingar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar hjá Borgarbyggð og verður hér eftir fastur liður ár hvert.
Könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi
SSV, Nývest og Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi bjóða öllum íbúum Vesturlands að taka þátt í könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi.
Sögutorgin – segðu sögu eða komdu með tillögu
Fyrirtækið Alternance sem hefur yfirumsjón með verkefninu Sögutorgin óska eftir þátttöku í spurningakönnun um Sögutorgin í miðbæ Borgarness.
Vel heppnaður íbúafundur um sorpflokkun
Í síðusu viku stóð Íslenska gámafélagið fyrir íbúafundi um flokkun og innleiðingu fjórðu tunnunar í Borgarbyggð. Óhætt er að segja að fundurinn var vel sóttur og fjölmargir horfðu á fundinn í streymi.
Áhrif verkfalls á starfsemi Borgarbyggðar
Að öllu óbreyttu er hluti starfsfólks sveitarfélagsins á leið í verkfall. Áhrifin munu ná til félagsmanna Kjalar sem starfa í íþróttamannvirkjum, leikskólum og í ráðhúsinu.