Þann 14. september síðastliðinn varð Rótarýklúbbur Borgarness sextugur. Af því tilefni stendur klúbburinn fyrir opnu málþingi um líffæragjafir, miðvikudaginn 3. október í Hjálmakletti í Borgarnesi. Meðal frummælenda verða Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Jón Baldursson frá landlæknisembættinu, Sveinbjörn Berentsson bráðatæknir og Inga S. Þráinsdóttir hjartalæknir. Auk þeirra munu nokkrir líffæraþegar segja frá reynslu sinni og upplifun.Málþingið hefst kl. 19.30.
Skráningu örnefna í Borgarnesi lokið
Tilkynning frá Landlínum Teiknistofan Landlínur ehf. hefur lokið skráningu örnefna í Borgarnesi. Skráð var 101 örnefni á svæði sem nær frá Brákarey í suðri að Granastaðahól í norðri. Áhugasamir eru velkomnir að skoða gögnin á skrifstofu Landlína, Borgarbraut 61. Það var Bjarni Bachmann sem skráði upphaflega örnefnin 1993 í örnefnaskrá sem afhent var Örnefnastofnun til varðveitingar. Landlínur ehf. er …
Minningarathöfn um frönsku sjómennina
Í síðustu viku var haldin minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði um frönsku sjómennina sem fórust með hafrannsóknaskipinu Pourquoi pas? við Mýrar í september 1936. Stjórnandi skipsins var Dr. Jean-Baptiste Charcot sem var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar m.a. í norðurhöfum. Charcot fórst með skipinu ásamt nánast allri áhöfn þess, aðeins einn maður, Eugene Gonidec komst af. Slysið vakti mikla samúð með íslensku þjóðinni …
Kettir í óskilum
Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar hefur handsamað læðu, tvo kettlinga og fress í Borgarnesi. Allir kettirnir eru ómerktir og óskráðir. Læðan er svört og hvít. Kettlingarnir tveir eru undan læðunni. Fressið er hvítur með svarta rönd eftir bakinu. Ef einhver kannast við að eiga þessa ketti er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.
Heilsuvika UMSB og Borgarbyggðar
Byggjum upp fyrir veturinn! Vikuna 8.-14. október munu UMSB og Borgarbyggð standa fyrir heilsuviku í Borgarfirði. Vikan er haldin til að vekja athygli á öllu því fjölbreytta íþrótta-, tómstunda- og heilsutengda starfi sem fram fer í sveitarfélaginu. Í boði verða ýmsir opnir tímar, fyrirlestrar og tilboð en fyrst og fremst er vikan hugsuð til að hvetja íbúa á öllum aldri …
Hundaskítur víða um bæinn
Nokkuð er um að hundaeigendur í Borgarnesi hirði ekki upp skítinn eftir hunda sína, öðrum gangandi vegfarendum til mikils ama. Hér með eru þeir hundaeigendur minntir á að hafa poka meðferðis til að taka upp skítinn jafnharðan. Á undanförnum árum hefur stauratunnum verið fjölgað mikið í Borgarnesi sem ætti að auðvelda hundaeigendum að losa sig við pokana á göngu sinni …
Lóðaframkvæmdir við Brákarhlíð
Lóðaframkvæmdir við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð standa nú yfir. Landlínur sáu um hönnun lóðarinnar þar sem áhersla var lögð á fjölbreytni í upplifun og notkun. Færa á aðal inngang heimilisins nær Ánahlíð, byggja skábraut og mynda hringtorg við innganginn. Garður fyrir alla íbúa Brákahlíðar verður sunnan við nýju álmuna. Í honum verða steyptar gangstéttar og fjölbreyttur gróður, möguleiki til ræktunar …
Styrkir Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2013
Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki sem veittir verða árið 2013. Um er að ræða viðburðarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Umsóknarblöðin eru á sitthvoru umsóknarformi þar sem þetta eru ólíkir styrkir. Umsóknarfrestur rennur út 18. nóvember 2012 sem er heldur fyrr en vant er. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is Stofn og rekstrarstyrkir Tilgangur …
Vísur Dagbjarts í Safnahúsi
Í Borgarfirði hafa löngum búið afar góðir hagyrðingar og gera enn. Einn þeirra er Dagbjartur Dagbjartsson, sem fæddist 16. sept. 1942 og fagnar því 70 ára afmæli sínu. Af því tilefni og almennt hagyrðingum héraðsins til heiðurs hefur nokkrum vísum hans verið stillt upp í anddyri Safnahúss þar sem þær verða í nokkrar vikur.Ennfremur fá þeir gestir Safnahúss sem þess …
“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni
Forsíða 2012Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. …