Koma jól yfir borg og bæ – Jólatónleikar fjölskyldunnar

Miðvikudaginn 19. desember nk kl. 20:30 halda hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrunum Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu tónleika í Borgarneskirkju. Meðleik á píanó annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og í Vínarborg og hefur víða komið fram sem …

Aðventurölt í gamla miðbænum

Næstkomandi miðvikudagskvöld bjóða ýmis fyrirtæki í gamla miðbæ Borgarness heim og verða með ýmis tilboð í tilefni aðventu. Safnahús tekur dyggilega þátt með aukaopnun bókasafnsins frá 19-22 þetta kvöld auk þess sem myndlistarkonurnar Jóhanna Stefánsdóttir og Björk Jóhannsdóttir verða á vaktinni á sýningu sinni. Um aðventutilboðin má lesa hér fyrir neðan. Egils Guesthose verður með opið hús og er heitt …

Köttur í óskilum 2012-12-17

Gæludýraeftirlit Borgarbyggðar er með kött í geymslu hjá sér sem handsamaður var i Borgarnesi.   Ef einhver kannast við að eiga þennan kött (sjá mynd) er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Skuldir Borgarbyggðar lækka á árinu 2013

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir því að rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi á árinu. Álagningaprósenta fasteingskatts og lóðaleigu er óbreytt, leikskólagjöld verða sömuleiðis óbreytt en aðrar gjaldskrár hækka í samræmi við verðlagsbreytingar. Áfram verður unnið að því að bæta þjónustu við íbúa og má þar nefna innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð, þjónustu við aldraða, styttingu á sumarlokun …

Efnistaka og framkvæmdaleyfi.

Efnistöku- og námusvæði sem tekin voru í notkun fyrir 1. Júlí 1999 og enn eru starfrækt voru á undanþágu frá framkvæmdaleyfi þar til nú 1. júlí 2012 samkvæmt ákvæði bráðabirgðalaga um náttúruvernd nr 44/1999. Það hefur verið auglýst á undanförnum árum m.a. í fréttablaði sveitarfélagsins og heimasíðu þess að fljótlega kæmi að þessu. Landeigendur/verktakar eru því beðnir að bregðast skjótt …

Val á íþróttamanni Borgarbyggðar 2012

Komið er að vali á íþróttamanni Borgarbyggðar fyrir árið 2012. Þetta verður jafnframt í síðasta sinn sem tómstundanefnd Borgarbyggðar stendur fyrir vali á íþróttamanni ársins en frá og með árinu 2013 mun UMSB sjá um það fyrir hönd sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í reglugerð um val á íþróttamanni Borgarbyggðar skulu tilnefningar koma frá öllum ungmennafélögum í Borgarbyggð og einnig …

Akstursstyrkir vegna íþróttaæfinga

Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um akstursstyrki vegna aksturs með börn á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í sveitarfélaginu á árinu 2012. Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast fræðslustjóra í Ráðhúsi Borgarbyggðar í síðasta lagi föstudaginn 28. desember 2012. Reglur um akstursstyrki og umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Borgarbyggðar. Einnig er hægt að smella hér til að nálgast reglurnar. …

Jólaútvarp Óðals 20 ára

Árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og N.F.G.B. verður sent út frá Óðali 10. – 17. desember frá kl. 10.00 – 23.00 alla daga. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir og viðtal verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Undirbúningur að handritagerð fór …

Jólatré og kort á örsýningu

Í anddyri við bókasafnið í Safnahúsi Borgarfjarðar er nú stillt upp litlu handsmíðu jólatré fyrir sautján kerti. Um er að ræða merkan safngrip úr eigu byggðasafns Borgarfjarðar en tréð var á sínum tíma smíðað af Guðmundi Böðvarssyni skáldi á Kirkjubóli (1904-1974) í Hvítársíðu og var notað þar á bæ í áratugi. Tréð er málað grænt en fótur þess hvítur og …

Kynferðislegt áreiti – Í okkar samfélagi?

Frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð: Kynferðislegt áreiti/tæling á netinu og öðrum rafrænum miðlum Í okkar samfélagi? Að gefnu tilefni vill Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð beina athygli foreldra að netnotkun og öðrum rafrænum samskiptum barna. Netið er í auknum mæli notað til að beita börn kynferðislegu ofbeldi, bæði með myndbirtingum þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt, með …