Íþróttamaður Borgarbyggðar 2012

Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sunnudaginn 10. febrúar næstkomandi klukkan 21.00, að afloknum leik Skallagríms og Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 22. sinn og eru tólf íþróttamenn tilnefndir. Við þetta tækifæri verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað …

Grænfánanum flaggað á Hvanneyri

Föstudaginn 25. janúar síðastliðin var grænfánanum flaggað í 6. sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild Skólinn á Hvanneyri er annar tveggja skóla sem hefur verið með frá upphafi verkefnisins en grænfánanum var fyrst flaggað við Andakílsskóla á skólaslitum 4. júní 2002. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nánar má sjá …

Þorrablót í Lindartungu 8. febrúar

Þau leiðu mistök urðu í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar að þorrablót Kolhreppinga í Lindartungu var boðað þann 2. febrúar n.k. Þetta er alls ekki rétt – Kolhreppingar ætla að blóta þorra föstudaginn 8. febrúar með tilheyrandi gleði og gamni í Lindartungu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.  

Sorphirðudagatal 2013

Beðist er velvirðingar á því að sorphirðudagatal 2013 hefur ekki enn borist íbúum Borgarbyggðar. Það verður sent með fréttablaðinu ,,Íbúanum“ til allra íbúa um leið og upplýsingar, um hvaða daga áætlað er að hirða sorpið, hafa borist frá sorphirðuverktakanum sem Borgarbyggð er með samning við.  

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í 10. sinn þriðjudaginn 5. febrúar næstkomandi. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi um stefnumótun á netinu með eftirfarandi málstofum: • Netið og skólinn • Uppeldi og netið • Samfélagsmiðlar • Tækni og öryggi • Lagaumhverfi Málþingið verður haldið á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð og verður nánar auglýst síðar.    

Bros er komið út

Fréttabréf leikskólans Klettaborgar er komið út. Fréttabréfið heitir Bros nú fáum við að sjá fyrsta tölublað ársins 2013 en það mun koma út fimm sinnum á árinu. Smellið hér til að lesa Bros.  

Borgarnes í myndum

Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur nú yfir sýningin Borgarnes í myndum. Sýningin er haldin í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár síðan Borgarneshreppur varð til sem sérstakt sveitarfélag. Á sýningunni má sjá málverk og ljósmyndir eftir ýmsa listamenn en öll eiga verkin það sameiginlegt að á þeim er Borgarnes myndefnið. Sýningin stendur til 27. mars n.k. Þá …

Köttur í óskilum að Ferjubakka

Dökkgrár ógeltur fress með hvítar loppur og hvítan háls er í vörslu gæludýraeftirlits Borgarbyggðar. Kötturinn hefur gert sig heimakominn frá því í haust á einum af Ferjubakkabæjunum.   Ef einhver kannast við að eiga köttinn eða þekkja til hans er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Laust starf við leikskólann Hnoðraból – 2013

Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal frá og með 1. febrúar 2013. Um er að ræða 90 % stöðu. Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmann með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 16-18 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 …