Vilborg Arna í Hjálmakletti á sunnudaginn

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir heimsækir Borgarnes sunnudaginn 17. febrúar næstkomandi. Vilborg Arna vann einstakt afrek og sýndi mikla þrautseigju þegar hún gekk ein síns liðs á suðurpólinn til styrktar Lífi, Styrktarfélagi Kvennadeildar Landsspítalans. Gangan tók 60 daga en Vilborg hóf gönguna þann 19. nóvember síðastliðinn og lauk henni 17. janúar. Rótarýklúbbur Borgarness, í samstarfi við Borgarbyggð, stendur að skipulagi heimsóknar …

Ánægjuvogin – styrkur íþrótta

Í kvöld, mánudaginn 11. febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Hjálmakletti og hefst fundurinn klukkan 20.00. Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort íþróttahreyfingin standist áskoranir nútímasamfélags eða hvort eingöngu sé þjálfað til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður Ánægjuvogarinnar en Ánægjuvogin er könnun sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og …

„Það sást tófa“ – fyrirlestur í Snorrastofu

„Það sást tófa“ er heiti á forvitnilegum fyrirlestri Snorra Jóhannessonar bónda á Augastöðum um íslenska refinn, veiðar á honum og samskipti manns og tófu. Fyrirlesturinn er hluti fyrirlestraraðarinnar, Fyrirlestrar í héraði, sem Snorrastofa í Reykholti stendur að og verður hann fluttur þar þriðjudaginn 12. febrúar næstkomandi kl. 20.30.     Að sögn Snorra er heiti fyrirlestursins sótt í minningu hans …

Ungbarnasund í Borgarnesi

Boðið verður upp á ungbarnasund í sundlauginni í Borgarnesi í febrúar, mars og apríl. Sjá auglýsingu hér.  

Hundur í óskilum – Border Collie

Svartur og hvítur Border Collie hundur sem handsamaður var við Svignaskarð er í vörslu Borgarbyggðar.   Telji sig einhver eiga hundinnn er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100. Eftir lokun skiptiborð má hafa samband í síma 868-0907.  

Kynningarfundur um nýja fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð

Fulltrúar nefndar um nýja fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð boða til opins kynningarfundar þar sem kynnt verða drög að nýrri sameiginlegri fjallskilasamþykkt fyrir þessi fjögur sveitarfélög. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Valfelli, sem er norðan við Borgarnes, þann 12. febrúar og hefst kl. 20:30.    

Heimilishjálp – afleysingar

Starfsmann vantar í tímabundið, frá 20. febrúar til 20. mars, í heimilishjálp hjá Borgarbyggð. Um 90% starf er að ræða og möguleiki á áframhaldandi minni afleysingum. Laun skv. kjarasamningi á bilinu frá kr. 218.000 – 230.000. Upplýsingar veita Hjördís Hjartardóttir í síma 433 7100 eða Elín Valgarðsdóttir í síma 437 2215/840 1525.    

Ugluklettur meðal tilnefndra til Orðsporsins 2013

Dagur leikskólans er í dag haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Leikskólar landsins halda upp á daginn með ýmsum hætti til að vekja athygli á starfi leikskólakennara og til að kynna starfsemi leikskóla út á við. Sungið af list í UgluklettiÍ tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar sem Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti í morgun. Þær nefnast Orðsporið og eru veittar til þeirra …