Íbúafundur vegna Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

Þann 12. september næstkomandi verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti. Tilefni fundarins er endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 og önnur aðalskipulagsmál. Skipulagslýsing vegna endurskoðunarinnar er í kynningu á www.skipulagsgatt.is til 18. september 2023. Dagskrá: Kynning á skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar Kortlagning landbúnaðarlands og vega í náttúru Íslands í Borgarbyggð Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, vegna stefnu um landbúnaðarsvæði …

Blómstranna mæður – fyrirlestur 9. september

Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld sem byggist á rannsóknum hennar síðastliðin 25 ár, í Safnahúsi Borgarfjarðar 9. september kl. 14.00 Fatagerð á heimilum var gríðarlega mikilvæg fyrir Íslendinga öldum saman. Konur áttu stóran þátt í fatagerðinni og verkþekking lærðist milli kynslóða. Hversdagsfatnaður var mikilvægur en eins og sagan sýnir …

Haust í Safnahúsinu

Nóg er um að vera í Safnahúsinu núna þegar fer að hausta. Sumarsýningin Spor eftir spor- Íslenski búningurinn líður senn undir lok og er síðasti sýningar dagur 9. september, við tekur sýning Vatnslitafélags Íslands Blæbrigði sem opnar 23. september. Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá haustsins og síðan verður hver og einn viðburður auglýstur sértaklega. 9. september 14.00 – …

Íbúar í Borgarbyggð framarlega í sorpflokkun á landsvísu

Á dögunum barst endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og gaman er að segja frá því að miðað við endurgreiðslu á landsvísu hafa íbúar í Borgarbyggð staðið sig afar vel í sorpflokkun. Fjórðu tunnunni var bætt við um mánaðarmótin maí/júní og því verður fróðlegt að sjá hvernig íbúum vegnar í flokkun í framhaldinu. Sveitarfélagið hvetur íbúa til þess að …

Staða og þróun landnotkunar í dreifbýli – vilt þú hafa áhrif?

Sveitarfélagið leitar til landeigenda og ábúenda um stöðu og þróun landnotkunar á þeirra jörðum eða landareignum við vinnu endurskoðun aðalskipulags. Skipulags- og matslýsing endurskoðunar aðalskipulags hefur verið auglýst og verður í auglýsingu til 11 .september 2023 Vefkönnun – Staða og þróun landnotkunar í dreifbýli hefur verið sett í loftið og verða svör vefkönnunarinnar höfð til hliðsjónar við stefnumótun skipulags í bæði dreifbýli …

Fjárréttir í Borgarbyggð haustið 2023

Fyrstu réttir Kl. Seinni réttir Kl. Nesmelsrétt 2. sept.       Kaldárbakkarétt 3. sept. 11:00     Oddsstaðarétt 13. sept. 09:00 1. okt. 10:00 Brekkurétt 10. sept. 10:00 24. sept. 10:00 Fljótstungurétt 9. og 10. sept.       Hítardalsrétt 11. sept. 10:00 24.sept. 16:00 Svignaskarðsrétt 11. sept. 10:00 25.sept. 2. okt. 10:00 10:00 Þverárrétt 11. sept   07:00 …

Endurskoðun aðalskipulags – láttu í þér heyra

Sveitarfélagið leitar til íbúa og hagsmunaaðila eftir hugmyndum og sjónarmiðum við vinnu endurskoðun aðalskipulags. Skipulags- og matslýsing endurskoðun aðalskipulags hefur verið auglýst og verður í auglýsingu til 11. september 2023. Vefkönnun – Hugmyndir og sjónarmið hefur verið sett í loftið og verða svör vefkönnunarinnar höfð til hliðsjónar við stefnumótun og skipulags í bæði dreifbýli og þéttbýli, því er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að …

Skemmtileg sumardagskrá Öldunnar

Aldan var með skemmtilega dagskrá í sumar í samstarfi við Símenntun Vesturlands. Ákveðið var að fara í þrjú ferðalög. Í byrjun sumars var farið á Akranes að skoða vitann og í Guðlaugu á Langasandi. Ferðin endaði síðan með grilli í Garðalundi. Þá næst var stefnan tekin á Dalina, nánar tiltekið á Erpsstaði að skoða fjósið og smakka ís. Þá var …

Opið fyrir umsóknir í tónlistar- og listnám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Tónlistarskóla Borgarfjarðar / Listaskóla Borgarfjarðar er ætlað að stuðla að öflugu tónlistar- og listalífi jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Á tónlistarbraut og listabraut er tekið mið af margvíslegum áhugasviðum nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni eru fjölbreytt og sveigjanleg og hentar börnum, ungmennum og fullorðnum. Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar / Listaskóla Borgarfjarðar …

Niðurstöður úr könnunum – Sögutorgin

Alternance í samstarfi við Borgarbyggð hefur nú birt niðurstöður vefkönnunar sem fór fram 21. maí – 5. júní sl. ásamt SVÓT-greiningarvinnunni sem unnin var á íbúafundi í Hjálmakletti í maí sl. Í slíkri greiningu er horft til þess að finna og flokka innri og ytri áhrifaþætti varðandi ákveðið viðfangsefni. Innri áhrifaþættir eru styrkleikar og veikleikar en ógnanir og tækifæri tilheyra …