Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi, Miðvikudaginn 14. maí

Á Miðvikudaginn (14.maí) mun Grunnskólinn í Borgarnesi standa fyrir opnum degi frá kl.10:00 til 13:00. Öllum foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið í heimsókn til að skoða skólann og kynna sér starfið. 9. Bekkur verður svo með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar, en allur ágóði rennur í ferðasjóð þeirra. Allir velkomnir!

264. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

264. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 8. maí 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar  264 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Nýir upplýsingaskjáir settir upp í Íþróttahúsinu í Borgarnesi

Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Skjánirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu. Fyrirtækið Skjálausnir sáu um uppsetningu, en skjáirnir munu birta margvíslegar upplýsingar fyrir gesti hússins, svo sem tímatöflur, tilkynningar, viðburði og annað sem tengist starfseminni. Markmiðið …

Rafmagnslaust á Mýrunum þann 7.5.2025

Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 7.5.2025 frá kl 11:00 til kl 11:30 og aftur seinnipartinn frá kl 16:00 til kl 16:30 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Framkvæmdir að hefjast við Brákarbraut 25 í Brákarey

Framkvæmdir við niðurrif byggingarhluta að Brákarbraut 25 í Brákarey hefjast á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki í lok ágúst 2025, en þær munu standa yfir frá og með 6. maí. Við viljum beina sérstakri athygli íbúa og gesta að mikilvægi þess að sýna ýtrustu varúð á framkvæmdasvæðinu. Svæðið verður afgirt og merkt í samræmi við öryggisreglur …

Borgarbyggð auglýsir stöðu umsjónarmanns Hjálmakletts í tímabundið 50% starf.

Borgarbyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann Hjálmakletts í tímabundið 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 Borgarnesi. Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og sýnir frumkvæði í verki …

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn

Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.

Stóri Plokkdagurinn 2025

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Íbúar eru hvattir til að plokka í sínu nærumhverfi. Ef fólk vill safnast saman þá munu félagar í Rotary vera við Hjálmaklett í …

Gleðilega páska

Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar

Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …