Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar

Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …

Laus störf hjá Borgarbyggð

Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla. Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist …

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi fór fram í gær

Það var stór dagur í Borgarnesi í gær þegar fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin. Þau ríflega 200 börn og fullorðnir sem mættu á staðinn fengu að leggja sitt af mörkum við upphaf framkvæmda, en öllum var boðið að mæta með skóflur og taka skóflustungu. Mikil gleði var meðal barnanna sem lengi hafa beðið eftir bættri íþróttaaðstöðu og …

Kristinn Ó. Sigmundsson tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

Við erum ánægð að tilkynna að Kristinn Ó. Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og hefur hann þegar hafið störf. Kristinn tekur við starfinu af Ingunni Jóhannesdóttur sem starfað hefur hjá Borgarbyggð í um 39 ár. Um leið og við bjóðum Kristinn velkominn til starfa, viljum við bjóða gestum að koma í íþróttahúsið í Borgarnesi, þiggja köku …

Þrívíddarmyndir af fjölnota íþróttahúsi

    Myndbandið gefur nokkra mynd á útlit fjölnota íþróttahússins. Fyrsta skóflustungan mun svo fara fram á fimmtudaginn, þann 20.03 en dagskrá hefst kl.17:00. Það er okkur mikil ánægja og heiður að sýna íbúum umræddar þrívíddarmyndir af húsinu.

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og skal það gert með veitingu styrkja eða öðrum þeim verkefnum sem stjórn sjóðsins telur þjóna markmiðum hans. Megináherslan er á að styðja verkefni sem styrkja menningarlíf í héraðinu sem og þau sem eru líkleg til þess að vekja almenna athygli á menningarstarfsemi á svæðinu. Úthlutanir styrkja …

Skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi!

Skóflustunga að nýju fjölnota húsi mun fara hátíðlega fram á fimmtudaginn 20. mars kl.17:00. Við vonumst til að sjá sem flesta og fagna þessum tímamótum í íþróttahreyfingunni í Borgarbyggð. Framkvæmdir hefjast svo á næstu vikum en lesa má nánar um það hér: 

Upphaf framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Borgarnesi

Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum. Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og …

Stóri Plokkdagurinn 2025

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með dyggri aðstoð góðra bakhjarla. Markmiðið er að hvetja sem flesta til að taka þátt …

262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 13. mars nk., kl. 16 á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar.  Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 262 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér