100 ár frá víglsu „gamla“ skólans í Borgarnesi

Í frímínútum á fimmta áratugnum                           Árið 1907 voru fræðslulög sett á Íslandi og tóku þau gildi ári seinna. Samkvæmt þeim var öllum 10 árum börnum skylt að sækja skóla í fjögur ár og áttu þau að vera orðin nokkurn veginn læs og skrifandi þegar þau hófu skólagönguna. …

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn núna á föstudaginn. Í tengslum við baráttudaginn árið 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana Þjóðarsáttmála gegn einelti. Hægt er að undirrita hann rafrænt á heimasíðu verkefnisins www.gegneinelti.is. Fólk er hvatt til að kynna sér sáttmálann og undirrita hann. Þá hvetja …

Lítið heitt vatn í dag

Lágur þrýstingur verður á heita vatninu í Borgarbyggð og á Akranesi í dag, fimmtudaginn 7. nóvember frá klukkan 9.30 og fram á kvöld. Í tilkynningu frá OR segir að þetta sé vegna tenginga á aðveituæð Tímaáætlun gerir ráð fyrir að fullt rennsli verði komið á aðveituæðina um kl. 17.00 en verði tafir á verkinu getur það leitt til þess að …

Köttur í óskilum 2013-11-07

Borgarbyggð er með í vörslu sinni ómerktan kött sem afhentur var eftirlitmanni frá íbúa við Böðvargötu þar sem kötturinn hafði gert sig heimakominn undanfarið.   Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.  

Fréttabréf Grunnskólans í Borgarnesi

Fréttabréf Grunnskólans í Borgarnesi, 2. tölublað er komið út. Þar má m.a. lesa um námsverið Klett sem ætlað er nemendum með einhverfu og vinaliðaverkefni sem innleitt verður í skólann í vetur. Einnig eru í bréfinu fréttir úr skólastarfinu það sem af er vetri og fleira. Smellið hér til að lesa fréttabréfið.  

Styrktu Rauða krossinn og Unicef á Íslandi

              Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar héldu flóamarkað á dögunum. Ágóðinn af markaðinum var alls 160.000 krónur og ákváðu krakkarnir að öll upphæðin rynni til góðgerðamála. Unicef á Íslandi fékk 80.000 krónur og RKÍ fékk 80.000 krónur. Nemendur höfðu lagt mikla vinnu í að kynna sér ástandið í flóttamannabúðum í Sýrlandi og fengu lánað flóttamannaskýli …

Sundlaugarnar í Borgarnesi – lokað vegna framkæmda

Vegna framkvæmda við sundlaugarnar í Borgarnesi verður útisundlaugin lokuð frá kl. 13.00, fimmtudaginn 7. nóvember. Laugin opnar aftur sunnudaginn 10. nóvember. Heitir pottar verða opnir eftir sem áður. Einnig standa yfir framkvæmdir við innisundlaugina. Vegna þeirra verður lauginni lokað miðvikudaginn 6. nóvember og verður hún lokuð um óákveðinn tíma.  

Gangbrautarvarsla á skólaholtinu

Guðrún Haraldsdóttir mun í vetur sinna gangbrautarvörslu í Bröttugötu í Borgarnesi í hádeginu. Þá fara nemendur Grunnskólans í Borgarnesi gangandi frá skólanum í mat á hótelinu. Matartími nemenda er frá klukkan 11.00-13.00 þá daga sem skóli starfar. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir að sýna aðgát og tillitssemi.    

Menningarráð Vesturlands – styrkir

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki ársins 2014. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013. Menningarstyrkir. Tilgangur menningarstyrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Árið 2014 mun Menningarráð Vesturlands leggja áherslu á eftirfarandi verkefni: Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum í listum, nýsköpun og ferðaþjónustu. Verkefni sem styrkja listræna sköpun og samstarf ungs fólks á Vesturlandi. Verkefni sem styrkja listræna sköpun …

Opinn dagur í Brákarhlíð

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember frá klukkan 15 til 17 ætla stjórnendur, starfsfólk og íbúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi að bjóða gestum að skoða heimilið. Þar hefur eins og kunnugt er verið byggð og tekin í notkun ný hjúkrunarálma og framkvæmdir hafnar við endurbyggingu og verulegar endurbætur á eldra rými hússins. Þá verður til sýnis og sölu …