Aðventutónleikar í Reykholtskirkju

Reykholtskirkja_góReykholtskórinn í Borgarfirði býður til aðventutónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 6. desember nk. kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og leikur hann einnig með á píanó og orgel. Á trompet spilar Michael Roger Vägsjö. Einsöng syngja Barbara Guðbjartsdóttir, Dagný Sigurðardóttir, Lára Kristín Gísladóttir og Snorri Hjálmarsson. Eftir tónleikana verður boðið upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Aðgangseyrir er enginn, en …

Tónleikarölt Tónlistarskólans 2.- 6. desember

Ungir flautuleikararNemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða með tónleika víða um Borgarbyggð þessa viku, 2.-6. desember. Nemendur munu flakka á milli fyrirtækja og stofnana og spila og syngja fyrir starfsfólk og gesti. Allir eru velkomnir á alla tónleikana og gaman væri að sjá sem flesta. Meðal annars verður spilað og sungið í Hyrnutorgi, Arionbanka, Ráðhúsinu og á föstudaginn verða nemendur …

Uppsala-Edda. Klúður eða kennslubók?

Heimir Pálsson, dósent við Uppsalaháskóla, flytur fyrirlestur í Snorrastofu í kvöld, þriðjudaginn 3. desember kL. 20.30 vegna útgáfu Snorrastofu og bókaútgáfunnar Opnu á bókinni Uppsala-Edda. Handritið DG 11 4to. Edda er til í nokkrum handritum og er eitt þeirra varðveitt í Uppsölum, handritið DG 11 4to. Það handrit, sem eignar Snorra Sturlusyni Eddu, hefur Heimir Pálsson rannsakað um árabil og …

Laust starf í Grunnskóla Borgarfjarðar

Staða ritara og bókasafnsvarðar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2014. Umsækjandi Þarf að hafa góða tölvuþekkingu og vera með menntun á sviði bókasafnsvörslu. Í starfinu felst meðal annars umsjón með skólabókasafninu, heimasíðu skólans, símsvörun, skráning upplýsinga í samskiptakerfi skólans ( mentor ) og fl. Mikilvægt er að viðkomandi …

Framhaldsprófstónleikar í Reykholti

Þriðjudaginn, 3. desember, heldur Anna Sólrún Kolbeinsdóttir píanóleikari framhaldsprófstónleika í Reykholtskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 18.30. Á tónleikunum mun hún meðal annars leika sónötu eftir Beethoven, verk eftir Grieg. Einnig mun móðir hennar, Lára Kristín Gísladóttir og bróðir, Höskuldur Kolbeinsson syngja við undirleik Önnu Sólrúnar. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.    

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar 1. des.

                            Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 1. desember kl. 17.00. Dagskrá Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðaráðs Borgarbyggðar. Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja og spila í umsjón Birnu Þorsteinsdóttur. Jólasveinar koma til byggða og gleðja okkur með söng …

Verdi/Wagner tónleikar í Reykholtskirkju

Föstudaginn 29. nóvember nk. stendur Tónlistarskóli Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Reykholtskirkju kl. 20.00 og fær skólinn Freyjukórinn og Samkór Mýramanna til liðs við sig. Þar verður óperutónskáldanna Verdis og Wagners minnst, en á þessu ári eru 200 ár frá fæðingu þeirra. Flutt verða þekkt lög eftir þessa snillinga; einsöngur, kórsöngur, einleikur og samleikur. Á tónleikunum koma kennarar Tónlistarskólans fram, söngfólk …

Starfsleyfistillaga fyrir Sorpurðun Vesturlands

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. að Fíflholtum. Sjá hér frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar.   Gögnin munu liggja frammi til kynningar í afgreiðslu ráðhúss Borgarbyggðar á tímabilinu 28. nóvember 2013 – 23. janúar 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. janúar 2014.  

Kettlingafull læða í óskilum

Lítil kettlingafull læða fannst við sumarhúsasvæðið í Galtarholti í dag. Hún er grábröndótt með hvíta sokka og bringu.   Telji sig einhver eiga þennan kött eða þekkja til eiganda er viðkomandi beðin að hafa samband við Helgu í síma 860-7013.