Húsaleigubætur – endurnýjun umsókna

Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Umsókn þarf að fylgja: Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða. Staðfest ljósrit af skattframtölum þeirra sem búa í íbúðinni. Launaseðlar þeirra sem búa í íbúðinni. Hafi fylgigögnum verið skilað áður hafið þá samband við starfsmann; …

Þrettándabrennugleði

Þrettándabrennugleði verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi sunnudaginn 5. janúar kl. 17,30. Flugeldasýning verður í boði Borgarbyggðar, björgunarsveitanna Brákar Borgarnesi og Heiðars Varmalandi. Flutt verða tónlistaratriði og Skátafélag Borgarness býður upp á rjúkandi kakó og smákökur í boði JGR, Mjólkursamsölunnar, Geirabakarí, Edduveraldar og Olís.   Fólk er beðið um að koma EKKI með eigin flugelda á svæðið.   Smellið hér …

Fundur um þjóðlendukröfur

Mánudaginn 6. janúar n.k. verður haldinn fundur um þær kröfur sem ríkið hefur sett fram um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Fundurinn verður haldinn í ráðhúsinu í Borgarnesi og hefst kl. 10,30. Umræðuefni fundarins eru kröfur ríkisins og viðbrögð Borgarbyggðar og landeigenda við þeim. Allir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta eru velkomnir á fundinn.    

Stofnun vinnuhóps um framtíð Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 2. janúar að setja á stofn vinnuhóp um framtíð háskólanna í Borgarbyggð. Óskað verður eftir aðild fulltrúa frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands og atvinnulífinu, auk þess sem fulltrúar frá sveitarfélaginu verða í hópnum. Verkefni hópsins er að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands með …

Nýárskveðja

Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar samskiptin á liðnu ári.  

Hinn guðdómlegi gleðileikur í Borgarnesi

Föstudaginn 27. desember, á þriðja dag jóla, verður jólasagan í alþýðustíl leikin í Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævintýrið hefst með athöfn í kirkjunni kl. 18,00 en þaðan verður blysför gengin að menntaskólanum í Borgarnesi þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Á leiðinni verður staðnæmst við Tónlistarskólann þar sem Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa …

Gleðileg jól

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.  

Fréttatilkynning frá Óbyggðanefnd

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á svokölluðu svæði 8 vestur ‒ Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæður úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Í stuttu máli er þjóðlendukröfum …

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun – í landi Húsafells III.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak og stífla verður ofarlega i Deildargili í …

Tillaga að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli III.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 4,1 ha svæðis í Húsafelli III í Borgarbyggð. Deililskipulagstillagan felur í sér verslunar- og þjónustusvæði þar sem skilgreindar eru 3 lóðir; fyrir verslun- og þjónustu, hótel og sundlaugarsvæði. Á lóð hótels verður …