Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Umsókn þarf að fylgja: Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða. Staðfest ljósrit af skattframtölum þeirra sem búa í íbúðinni. Launaseðlar þeirra sem búa í íbúðinni. Hafi fylgigögnum verið skilað áður hafið þá samband við starfsmann; …
Þrettándabrennugleði
Þrettándabrennugleði verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi sunnudaginn 5. janúar kl. 17,30. Flugeldasýning verður í boði Borgarbyggðar, björgunarsveitanna Brákar Borgarnesi og Heiðars Varmalandi. Flutt verða tónlistaratriði og Skátafélag Borgarness býður upp á rjúkandi kakó og smákökur í boði JGR, Mjólkursamsölunnar, Geirabakarí, Edduveraldar og Olís. Fólk er beðið um að koma EKKI með eigin flugelda á svæðið. Smellið hér …
Fundur um þjóðlendukröfur
Mánudaginn 6. janúar n.k. verður haldinn fundur um þær kröfur sem ríkið hefur sett fram um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Fundurinn verður haldinn í ráðhúsinu í Borgarnesi og hefst kl. 10,30. Umræðuefni fundarins eru kröfur ríkisins og viðbrögð Borgarbyggðar og landeigenda við þeim. Allir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta eru velkomnir á fundinn.
Stofnun vinnuhóps um framtíð Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 2. janúar að setja á stofn vinnuhóp um framtíð háskólanna í Borgarbyggð. Óskað verður eftir aðild fulltrúa frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands og atvinnulífinu, auk þess sem fulltrúar frá sveitarfélaginu verða í hópnum. Verkefni hópsins er að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands með …
Nýárskveðja
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar samskiptin á liðnu ári.
Hinn guðdómlegi gleðileikur í Borgarnesi
Föstudaginn 27. desember, á þriðja dag jóla, verður jólasagan í alþýðustíl leikin í Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævintýrið hefst með athöfn í kirkjunni kl. 18,00 en þaðan verður blysför gengin að menntaskólanum í Borgarnesi þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Á leiðinni verður staðnæmst við Tónlistarskólann þar sem Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa …
Gleðileg jól
Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Fréttatilkynning frá Óbyggðanefnd
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á svokölluðu svæði 8 vestur ‒ Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæður úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Í stuttu máli er þjóðlendukröfum …
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun – í landi Húsafells III.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak og stífla verður ofarlega i Deildargili í …
Tillaga að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli III.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 4,1 ha svæðis í Húsafelli III í Borgarbyggð. Deililskipulagstillagan felur í sér verslunar- og þjónustusvæði þar sem skilgreindar eru 3 lóðir; fyrir verslun- og þjónustu, hótel og sundlaugarsvæði. Á lóð hótels verður …