Staðan á framkvæmdum við Borgarbraut

Aðeins til að skýra stöðuna á framkvæmdum við Borgarbrautina og breytingar á þeirri verkáætlum sem upphaflega var lagt upp með. Staðan er gróflega sú núna að þó að ekki hafi tekist að ljúka öllum yfirborðsfrágangi við verkáfanga 1 um áramót, þá náðist að vinna helming af verkáfanga 2 og er verkið því í raun komið lengra en gert var ráð …

Framtíð dósamóttökunnar í Borgarbyggð

Mikil umræða hefur skapast um framtíð dósamóttöku Öldunnar í kjölfar þess að Byggðarráð studdi þá tillögu að Aldan segi sig frá núverandi fyrirkomulagi sem umboðsaðili Endurvinnslunnar ehf. hér í Borgarbyggð.

Móttökupakki fyrir nýja íbúa

Frá og með deginum í dag fá allir nýir íbúar Borgarbyggðar afhent móttökupakka. Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem hefur verið í bígerð allt frá því á síðasta ári og hefur nú litið dagsins ljós.

Páskaeggjaleit og páskaföndur dagana 5. og 6. apríl

Borgarbyggð stendur fyrir páskaeggjaleit fyrir yngstu kynslóðina dagana 5. og 6. apríl nk. Að þessu er um að ræða tvær staðsetningar, annarsvegar í Skallagrímsgarði og hins vegar í Logalandi í Reykholtsdal.