Starfsmaður óskast í 100% afleysingastarf vegna fæðingarorlofs í 4 mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan mars n.k. og starfað til lok ágústmánaðar 2016. Starfsmaður óskast í 100% starf, viðkomandi þarf að geta byrjað um miðjan mars.Ráðið er tímabundið í stöðuna fram til 5. júlí 2016. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa með börnum …
Samkomulag um meirihlutasamstarf
Sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa sent frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu: Fulltrúar Samfylkingingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa komið sér saman um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn. Viðræður hafa staðið frá því slitnaði uppúr fyrrverandi meirihlutasamstarfi í sveitarstjórninni s.l. fimmtudag. Frá þeim tíma hafa átt sér stað þreifingar sem hafa skilað þeiri niðurstöðu að kjörnir fulltrúar fyrrgreindra framboða …
For-nótu-tónleikum er frestað
Fyrirhuguðum tónleikum starfsfólks og nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem vera áttu í dag hefur verið frestað til kl. 18,00þriðjudaginn 23. febrúar n.k.
112 dagurinn í Borgarbyggð – 2016
Fimmtudaginn 11. febrúar minntust viðbragðsaðilar í Borgarbyggð þess að 112 dagurinn var þann dag og komu að því tilefni saman við verslunina NETTO með tæki sín og tól til þess að kynna gestum og gangandi starfsemi sína. Meðal annars afhenti slökkvilið Borgarbyggðar heppnum nemenda úr þriðja bekk Grunnskóla Borgarness verðlaun fyrir að hafa tekið þátt í eldvarnafræðslu slökkviliðsins og Landssambands …
Skýrsla sveitarstjóra 11. febrúar
Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar 11. febrúar. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.
For-Nótu-tónleikar
Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur um allt land um miðjan febrúr. Starfsfólk og nenendur í Tónlistarskóla Borgafjarðar mun af því tilefni verða með For-Nótu tónleika í skólanum kl. 18:00 næstkomandi þriðjudag, 16. febrúar. Þar munu nemendur flytja fjölbreytta tónlist; einleikur, samleikur og frumsamið. Boðið verður upp á kaffiveitingar og tónleikagestir munu kjósa atriði til að fara áfram á Nótu-tónleika sem …
Menningarsjóður Borgarbyggðar – auglýsing eftir umsóknum.
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins. …
Menntamálaráðherra og fulltrúar Heimilis og skóla í heimsókn
Menntamálaráðherra kom ásamt fríðu föruneyti í heimsókn í Grunnskólann í Borgarnesi í gær. Tilefnið var að Foreldrafélag skólans fékk í fyrra foreldraverðlaun samtakanna Heimili og skóli. Verðlaun þessi eru veitt til eins verkefnis eða viðfangsefnis hverju sinni. Sérstök dómnefnd vinnur úr tilnefningum til verðlaunanna og byggjast niðurstöður hennar á greinargerðum og rökstuðningi þeirra aðila sem sendu tilnefningar. Verðlaunin voru veitt …
Fundur sveitarstjórnar nr. 136
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 11. febrúar 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar 14.01. (135) 3. Fundargerðir byggðarráðs 21.01, 28.01, 04.02. (365, 366, 367) 4. Fundargerðir fræðslunefndar 26.01. (138) 5. Fundargerð Umhverfis – skipul. og landb.n. 03.02, 09.02 (28, 29) 6. Fundargerðir velferðarnefndar04.02. (58) …