Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið í framkvæmdum við lagfæringar á fráveitu í Skúlagötu. Stefnt var að því að ljúka þeim í síðustu viku en það tókst ekki og verður Skúlagata því lokuð eitthvað áfram. Um helgina voru gerðar prufuholur á lóðunum Borgarbraut 57 -59 til að kanna jarðvegsaðstæður.
Vináttuverkefni Barnaheilla
Vináttuverkefni Barnaheilla var formlega tekið til notkunar fimmtudaginn 25. febrúar 2016 með athöfn í leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Kristín Gísladóttir leikskólastjóri Uglukletts var viðstödd útgáfugleðina og tók við það tækifæri á móti þakklætisvotti fyrir hönd leiksólans. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir 3-8 ára börn. Verkefnið er nú tilbúið til notkunar fyrir alla leikskóla á Íslandi eftir eins árs þróunarvinnu …
Borgarbyggð auglýsir eftir öflugum leiðtoga
Borgarbyggð auglýsir stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Starfssvið Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og mannauðsmálum Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og annast samskipti við íbúa, stofnanir, samtök og fyrirtæki Hæfniskröfur Leiðtogahæfni, frumkvæði og …
Saman getum við meira í Klettaborg!
Leikskólinn Klettaborg hefur s.l. 2 ár innleitt Leiðtogaverkefnið „The Leader in Me“ sem er hugmyndafræði fyrir skóla byggð á bók Steven R. Covey „The 7 Habits of Highly Effective People“. Hluti af verkefninu er að skapa skólamenningu sem meðal annars gengur út á að þroska samskiptahæfni barna og kennara byggða á styrkleikum ólíkra einstaklinga í átt til aukinnar samvinnu. Í …
Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa
Sigurður Friðgeir Friðriksson hefur verið ráðinn aðstoðamaður skipulags- og byggingafulltrúa Borgarbyggðar. Sigurður hefur lokið Msc í landslagsarkitektúr frá University of Copenhagen og BS í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur töluverða þekkingu á umhverfis- og skipulagsmálum meðal annars gegnum störf hjá Bolungurvíkurkaupstað. Sigurður er boðinn velkominn til starfa hjá Borgarbyggð. Alls bárust 8 umsóknir en auk Sigurðar sóttu Drífa …
Skipulagsmál- kynningarfundur
Borgarbyggð boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 24. feb n.k. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00. Efni fundarins er kynning Lýsingar á breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Svæði fyrir mótokross í þéttbýli Borgarness.Á fundinum verður m.a. rætt um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni felst breytt landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþróttasvæði …
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2016
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2016. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2016 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Umsóknareyðublöð liggja frammi …
Samstarfssáttmáli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 19. febrúar var lagður fram samstarfssáttmáli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð en þessir flokkar hafa nú myndað meirihluta í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Samstarfssáttmálann má sjá með því að smella hér.
Sveitarstjórnarfundur nr. 137
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar föstudaginn 19. febrúar 2016 og hefst kl. 15,00 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Dagskrá: 1. Kosning forseta sveitarstjórnar 2. Kosning fyrsta og annars varaforseta sveitarstjórnar 3. Kosning í byggðarráð 4. Kosning í nefndir og ráð 5. Málefnasamningur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks 6. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Skipulagsmál í Borgarbyggð
Lýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Svæði fyrir motocross í þéttbýli Borgarness. Sveitarstjórn samþykkti 11. febrúar 2016 að auglýsa lýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Tillagan er sett fram í greinargerð með uppdrætti dags. 28. janúar 2016 og felur breytingin í sér breytri landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþrottasvæði (íþ2) og opins svæðis …