Alþingiskosningar 2016

Nú er ljóst að kosið verður til Alþingis þann 29. október 2016. Viðmiðunardagur kjörskrár er fimm vikur fyrir kjördag og þurfa því allar breytingar á lögheimili að vera skráðar fyrir lok dags þann 23. september n.k. en kjördeildarkerfinu verður lokað sama dag. Þær lögheimilisbreytingar sem berast eftir viðmiðunardag fara ekki inn á kjörskrárstofn. (úr bréfi Þjóðskrár 21.9.) Mynd GJ.

Heitavatnsleysi

Lokað verður fyrir heita vatnið í Borgarnesi á morgun, 22. sept. milli kl. 05 – 13. Lokunin á við Kveldúlfsgötu og allt svæðið  fyrir neðan Vegagerðina.

Lokun sundlaugar

Vegna skorts á heitu vatni verður sundlaugin í Borgarnesi lokuð til kl. 11 á morgun, fimmtudag, en þá verður heita vatnið komið á þar.

Andabær – laus störf

Leikskólinn Andabær, Hvanneyri – Leikskólakennarar – Deildarstjóri Heilsuleikskólinn Andabær, Hvanneyri auglýsir eftir leikskólakennurum. Um er að ræða 100% stöðu og 70% stöðu. Einnig auglýsum við eftir leikskólakennara í 100% stöðu til að leysa af tímabundið starf deildarstjóra. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Helstu verkefni og ábyrgð deildarstjóra: Meginverkefni: Vinnur samkvæmt …

80 ár frá sjóslysi

Eins og fram hefur komið hér eru um þessar mundir liðin 80 ár frá því að franska rannsóknaskipið Pourquoi pas strandaði við Straumfjörð með þeim afleiðingum að fjörutíu manns létust. Varð þessi hörmulegi atburður mörgum minnisstæður og vakti mikla samúð Íslendinga með frönsku þjóðinni.  Aðeins einn áhafnarmeðlimur komst lífs af, stýrimaðurinn E. Gonidec.  Var honum bjargað af Kristjáni Þórólfssyni, fóstursyni …

Hlutverk foreldra í læsi barna

Hlutverk foreldra í læsi barna  Stutt námskeið fyrir foreldra og kennara  Þriðjudaginn 4. október kl.16.30 – 18.30  Haldið í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Farið verður stuttlega yfir einfaldar leiðir til að efla lestraráhuga, lesskilning og lestrarfærni barna á öllum aldri. Sýnd verða myndbönd og gefin dæmi um hvernig setja má upp einfalda leiki sem örva lestur heima. Leiðbeinandi: Ásta Björk Björnsdóttir, …

Forritarar framtíðarinnar í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar hefur fengið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar http://www.forritarar.is/ . Sjóðurinn er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Skema, RB og aðila atvinnulífsins. Styrkurinn felst í þjálfun á kennurum í forritun á vegum Skema að verðmæti 260.000 kr.  Auk þess fær skólinn afhentar 10 tölvur …

Pourquoi pas?

Í dag eru 80 ár liðin frá því að franska hafrannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst við Straumfjörð á Mýrum. Í tilefni þess standa Franska sendiráðið á Íslandi og Fellowship Dr. Jean Baptiste Carcot og Pourquoi pas? og Háskóli Íslands fyrir þriggja daga dagskrá í minningu þess hörmulega atburðar. Fimmtíu manna hópur kom vestur í Straumfjörð fimmtudaginn 15. September þar sem haldin …

Starfsemi Öldunnar

Starfsemi Öldunnar færðist í nýtt og bjart húsnæði að Brákarbraut 25. Þar er vinnustofa til húsa og dósamóttaka. Á vinnustofunni starfa að meðaltali tíu starfsmenn og tveir leiðbeinendur ásamt forstöðumanni. Í dósamóttökunni starfa sjö starfsmenn og einn verkstjóri. Framkvæmdir við að innrétta húsnæðið eru komnar langt á veg og er ánægja meðal starfsmanna með nýju aðstöðuna. Nú geta starfsmenn Öldunnar …

Frístundastarf skoðað

Starfsfólk frístundastarfs í Borgarbyggð heimsótti frístundaheimili á Seltjarnarnesi og í Fossvogi sl. föstudag. Markmið með heimsókninni var að sjá hvernig önnur sveitarfélög standa að frístundastarfi og deila hugmyndum og reynslu með starfsfélögum. Alls fóru 14 starfsmenn Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar í ferðina ásamt fræðslustjóra og tómstundafulltrúa UMSB. Skoðaði hópurinn Skólaskjól í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem  er dagvist fyrir …