148. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ  148. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 8. desember 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 10.11.             (147) Fundargerðir byggðarráðs 17.11, 24.11, 01.12.             (395.396.397) Fundargerð fræðslunefndar 14.11, 06.12.                         (148. 149) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 7.12. (42) Fundargerð Velferðarnefndar 1.12   …

Húsnæðisbætur 2017

Um næstu áramót hætta sveitarfélög að greiða húsaleigubætur. Í stað þeirra koma húsnæðisbætur sem verða greiddar af ríkinu – Vinnumálastofnun. Þegar hefur verið opnuð heimasíða: www.husbot.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og er búið að opna fyrir umsóknir. Ennfremur er þar að finna eyðublöð til útfyllingar fyrir þá sem ekki er hafa tök á því að sækja um rafrænt. …

Opið hús í Öldunni

Við ætlum að vera með opið hús 9.des næst komandi frá 13-15. Hægt að versla kerti, jólapokana okkar vinsælu og margt fleira. Við erum ekki með posa á staðnum. Endilega komið og kíkið í kaffi og smákökur. Aldan Brákarbraut 25

Laus störf í Andabæ

Leikskólakennari 100% staða Leikskólinn Andabær Hvanneyri óskar eftir áhugasömum leikskólakennara til starfa. Staðan er laus nú þegar. Umsóknarfrestur er til 14. desember 2016. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Hæfnikröfur: Leikskólakennaramenntun Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Stundvísi Góð íslenskukunnátta Umsóknir skulu sendar rafrænt á  sigurdurs@borgarbyggd.is   ———————————————————– Ræsting Leikskólinn Andabær Hvanneyri Leikskólinn …

Þórðargata – Kveldúlfsgata

Fallið hefur verið frá þeirri ákvörðun að loka tengingunni af Þórðargötu inn á Kveldúlfsgötu. Því er búið að fjarlægja allar hindranir og er leiðin aftur opin.

Málþing um ferðaþjónustu

Málþing um ferðaþjónustu var haldið í Hjálmakletti 23. nóv. s.l. Fór það vel fram og var árangursríkt en milli 30 – 40 manns tóku þátt.

Umf Skallagrímur 100 ára

Skallagrímur 100 ára Ungmennafélagið Skallagrímur í Borgarnesi fagnar 100 ára afmæli á þessu ári.  Félagið var formlega stofnað 3 desember 1916.  Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun félagsins og starfsemi þess tekið breytingum í áranna rás.  Í dag eru fimm deildir starfandi innan félagsins: sunddeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, badmintondeild og leikdeild.  Lengi vel var einnig starfandi frjálsíþróttadeild en hún …

Tímabundin lokun á hjáleið

Tilkynning frá framkvæmdasviði. Að ósk lögreglunnar verður hjáleið inn á Kveldúlfgsgötu frá Þórðargötu lokuð þar til framkvæmdir við gatnagerðina hefjast á nýjan leik.  

Upphaf aðventu í Borgarbyggð

Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 27. nóvember 2016 Ljós og náttúra Vesturlands – Sýning í Safnahúsi opnuð kl.15.00 Jón R. Hilmarsson sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið á Vesturlandi. Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram og boðið verður upp á veitingar. Jólaljósin tendruð á Kveldúlfsvelli kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll. Þar mun Geirlaug Jóhannsdóttir …

Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð

Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð verður haldið í Hjálmakletti miðvikudaginn 23. nóvember kl. 18:00 – 22:00. Framsöguerindi frá kl. 18:00 til 19:30: Setning málþingsins; Guðveig Eyglóardóttir formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð Fjárhagsleg tengsl ferðaþjónustu og Borgarbyggðar; Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi hjá SSV Framtíðarsýn ferðaþjónustu í Borgarbyggð; Guðveig Eyglóardóttir hótelstýra Bifröst og formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð Skipulagsvinna og …