Borgarbyggð sendir íbúum í Grindavík sem hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín, hlýjar kveðjur og samhug á þessum erfiðum tímum. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum og það er einlæga von sveitarfélagsins að þessar náttúruhamfarir fái farsælan endi og að íbúar geti snúið aftur til síns heima hratt og örugglega. Íbúar í Borgarbyggð sem eiga þann kost að geta …
Íbúafundur 16. nóvember nk. – Fjárhagsáætlun 2024
Á fundinum verður fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2024 kynnt.
Ný heimasíða Borgarbyggðar lítur dagsins ljós
Ný heimasíða Borgarbyggðar er komin í loftið. Það var afmælisbarn dagsins og starfsmaður hjá Borgarbyggð, Guðrún Ásta Völundardóttir og Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri sem opnuðu síðuna með formlegum hætti í dag. Hönnun og útlit síðunnar er notendavænni og var veftréð endurhannað með þarfir notenda að leiðarljósi með það markmið að gera hana aðgengilegri og einfaldari í notkun. Þess má einnig …
Lokun hjá Öldunni
Aldan vinnustofa og hæfing verður lokuð föstudaginn 11. nóvember vegna starfsdags.
Umferðaröryggi við íþróttahús og Þorsteinsgötu/Borgarbraut
Vegna framkvæmda á Borgarbraut er meiri umferð um Þorsteinsgötu og þar af leiðandi við íþróttahúsið. Gestir íþróttahússins sem eru að sækja eða skilja eftir aðila eru beðin um að stoppa ekki við eða á gangbrautinni sem er framan við íþróttahúsið. Við það geta skapast raðir bíla og þá hættu fyrir börn sem ganga yfir gangbrautina, þar sem kyrrstæðu ökutækin skyggja …
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2023 veittar
Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 31. október 2023 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð. Líkt og fyrri ár var kallað eftir tilnefningum íbúa og það var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku sér tíma til að senda inn tilnefningar. Eftirfarandi aðilar fengu viðurkenningu fyrir árið 2023: Falleg lóð við íbúðarhús Í þessum flokki eru það íbúar að …
Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …
Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka
Á grundvelli verðfyrirspurnar hefur verið samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun nokkurra úrgangsflokka haustið 2023. Gaman er að segja frá því að í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu. En það felur í …
Miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi lokað
Í september var tekin ákvörðun um að loka fjórum kennslustofum sem staðsettar eru í miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Til að gæta að öryggi nemenda og starfsfólks var ákveðið að hætta tafarlaust kennslu í umræddum stofum. Í kjölfarið voru tekin sýni og nú liggja fyrir bráðabirgðaniðurstöður. Frumskoðun sýnir að mygla er til staðar í tveimur af þeim …
Kvennaverkfall 24. október 2023
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls allan þriðjudaginn 24. október nk. Borgarbyggð tekur heilshugar undir þá kröfu að kynbundu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt. Í sveitarfélaginu eru um 75% starfsfólks konur og kvár og án vinnuframlags þeirra skerðist eða í einhverjum tilfellum, stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil. Undantekning er þó starfsemi sem …