Fura ehf. styrkir verkefnið Samhugur í Borgarbyggð

Í haust var samið við Furu ehf. til söfnunar á brotajárni í sveitarfélaginu. Í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu enda styttist í hátíðirnar sem eru oft á tíð sumum erfiðar. En það verkefni …

Fjölmennt á fræðsluerindi

Fjölmennt var á fræðsluerindinu sem stýrihópur um forvarnir, heilsueflinu og barnvænt sveitarfélag stóð fyrir um „Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt“ með Önnu Steinsen. Fundurinn fór fram  í Hjálmakletti þann 28.nóvember sl. Fræðsluerindinu var einnig streymt og voru margir sem nýttu sér það. Streymið verður opið í viku eða til 5.desember n.k á vefslóðinni https://youtube.com/live/WUVb00GV6u4

Gjaldskrá urðunarstaðs við Bjarnhóla

Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla: 4. gr. Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjald­skrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðan­greind verð miða …

Rafmagnsleysi í Flókadal 29.11.2023

Rafmagnslaust verður í Flókadal frá Hrísum að Varmalæk 29.11.2023 frá kl 11:00 til kl 14:00 Vegna vinnu við dreifikerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2023

Þann 3. desember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar aðventan gengur í garð Dagskrá: KL. 13:00 – 16:00 Jólastund í Safnahúsi Borgarfjarðar – Litla jólasýningin opnuð. – Eva Lára Vilhjálmsdóttir stýri jólaföndri á bókasafninu – Katla Njálsdóttir söng- og leikkona heldur uppi léttri jólastemmningu með ljúfum tónum. Kl. 16:00 – 17:00 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði – Stefán Broddi Guðjónsson …

Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt?

  Fræðslunámskeið fyrir foreldra. Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN Þriðjudaginn 28.nóvember kl. 20 í Hjálmakletti verður Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN með fræðslu fyrir foreldra. Í fyrirlestrinum kemur Anna inná það hvernig við hjálpum barninu að hafa heilbrigða og jákvæða sjálfsmynd? Hvernig við ýtum undir sjálfstraust, sjálfstæði, seiglu og góð samskipti hjá barninu. Hvernig við setjum mörk á …

Rafmagnslaust á ljósastaurum í Borgarnesi

Vakin er athygli á því að vegna spennubreytinga á ljósastaurum er rafmagnslaust á Böðvarsgötu, Þórólfsgötu og hluta af Borgarbrautinni. Unnið verður að lagfærningu á morgun, 22.nóvember.