Aldan – dósamóttaka Nýtt greiðslufyrirkomulag hefur tekið gildi í Öldunni – dósamóttöku. Nú er skilagjald fyrir plastflöskur, áldósir og glerflöskur greitt beint inn á greiðslukort. Opnunartími dósamóttöku er 8:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00 alla virka daga. Dósamóttakan tekur á móti plastflöskum, áldósum og glerflöskum gegn skilagjaldi. Einnig er tekið á móti glerkrukkum, en ekkert skilagjald er á þeim. …
Ljósleiðaramál í Borgarbyggð
Lagning ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar Unnið hefur verið að lagningu ljósleiðara um dreifðar byggðir Íslands á undanförnum árum í tengslum við verkefni ríkisstjórnarinnar „Ísland ljóstengt“. „Ísland ljóstengt“ er landsátak í uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli utan markaðssvæða. Markmiðið er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Sveitarstjórn Borgarbyggðar tók ákvörðun á síðasta ári að hefja undirbúningsvinnu við …
161. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. september 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 10.08. (160) Fundargerðir byggðarráðs 17.08, 24.08, 31.08, 07.09.) (423, 424, 425, 426) Fundargerðir fræðslunefndar 15.08, 05.09 (158, 159) Fundargerðir velferðarnefndar 08.09 …
Fjárhagur Borgarbyggðar
Greiningardeild Arionbanka hefur frá árinu 2011 tekið saman skýrslu um fjárhagslegar niðurstöður ársreikninga þeirra íslensku sveitarfélaga sem hafa yfir 1.500 íbúa. Á síðasta ári voru það 28 sveitarfélög sem höfðu yfir 1.500 íbúa af þeim 74 sem eru í landinu. Fulltrúar Arionbanka héldu nýlega fund með forsvarsmönnum Borgarbyggðar um þær niðurstöður sem snúa að sveitarfélaginu. Unnið er með niðurstöður úr …
Ungir lesendur fá hvatningu frá héraðsbókasafninu
Skyldur héraðsbókasafns eru margvíslegar og sumar einkar skemmtilegar. Síðastliðinn föstudag fór Sævar ingi Jónsson héraðsbókavörður í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi til að afhenda þar lánþegaskírteini til ungra lesenda. Tilefnið var dagur læsis og bókasafnsdagurinn 8. september. Héraðsbókasafnið hefur um nokkurt skeið afhent leikskólabörnum lánþegaskírteini með formlegum hætti. Þess má einnig geta að síðastliðin tíu ár hefur einnig verið farið með …
Lýðheilsuganga í Einkunnum
Alla miðvikudaga í september mun UMSB í samstarfi við Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum í Borgarbyggð. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og …
Upplýsinga- og lýðræðisnefnd Borgarbyggðar
Upplýsinga- og lýðræðisnefnd Borgarbyggðar Til að styrkja þróun og stöðu upplýsingamála hjá Borgarbyggð og efla enn frekar lýðræðislega umræðu meðal íbúa sveitarfélagsins hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar stofnað nefnd sem skal móta stefnu í upplýsinga- og lýðræðismálum sveitarfélagsins. Nefndin mun starfa til loka kjörtímabilsins. Nefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn og mannauðsstjóri Borgarbyggðar vinnur með …
Menntaskóli Borgarfjarðar 10 ára.
Í dag, föstudaginn 8. september, býður Menntaskóli Borgarfjarðar velunnurum til afmælisfagnaðar í tilefni 10 ára afmælis. Hefst afmælishátíðin kl. 14 og er boðið upp á léttar veitingar að henni lokinni. Skólinn væntir þess að sem flestir sjái sér fært að mæta í tilefni þessara tímamóta í sögu skólans.
Tónlistarskóli Borgarfjarðar 50 ára.
Fimmtudaginn 7. september næstkomandi verða 50 ár liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Tónlistarfélag Borgarfjarðar hafði forgöngu að stofnun skólans. Haldið verður upp á daginn með opnu húsi á sjálfan afmælisdaginn. Skólinn mun bjóða upp á hádegissnarl í skólanum, Borgarbraut 23, Borgarnesi, kl. 12:00. Einnig er gestum velkomið að fylgjast með kennslu allan daginn. Dagskrá afmælisdagsins endar á tónleikum í Borgarneskirkju …
Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Óðal
Með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Óðal er verið mæta þörfum unglinga í Borgarbyggð fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum sínum. Félagsmiðstöðin er því mikilvægur vettvangur fyrir unglinga og felur starf hennar í sér mikið forvarnar-, afþreyingar- og menntunargildi. Rútuferðir eru c.a tvisvar í mánuði til og frá Mýrunum, Bifröst, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri á viðburði félagsmiðstöðvarinnar og opin hús. Félagsmiðstöðin Óðal …