AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ

Við sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 26. maí 2018 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo   …

Leikhópurinn Lotta í Skallagrímsgarði

Fimmtudaginn 31. maí verður Leikhópurinn Lotta í Skallagrímsgarði með leiksýningu um Gosa sbr. meðf. tilkynningu. „Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn …

Gangstéttir – viðhald

Það eru mikil verkefni framundan að lagfæra gangstéttir í Borgarnesi. Þær eru of víða orðnar illa farnar. Það eru engin ný sannindi. Það munar þó eilítið um hvern spöl sem er lagfærður. Í sambandi við lagningu Gagnaveitunnar á ljósleiðara um Borgarnes þá gefst stundum tækifæri til að lagfæra illa farnar gangstéttir í samvinnu við Gagnaveituna. Verið er endurgera gangstéttina sem …

Deiliskipulag gerir ráð fyrir 80 nýjum lóðum

Á síðasta fundi sitjandi sveitarstjórnar í Borgarbyggð, fyrir kosningar sem verða eftir tíu daga, var samþykkt breyting á deiliskipulagi í Bjargslandi í Borgarnesi sem gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja 80 nýjar íbúðir. Af þeim eru 16 lóðir fyrir einbýlishús, 32 lóðir fyrir raðhús, tvær lóðir fyrir parhús og tvær lóðir fyrir fjölbýlishús með 14 íbúðum í hvoru …

Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Fyrir næsta skólaár vantar starfsmenn í eftirtaldar stöður: Umsjónarkennara á yngsta stig að Hvanneyri Umsjónarkennara á yngsta stig að Kleppjárnsreykjum Sérkennara Launakjör eru …

Bein útsending frá Hjálmakletti

Streymt verður frá framboðsfundinum sem haldinn verður í Hjálmakletti í kvöld. Útsendingin verður aðgengileg á facebook síðu Borgarbyggðar, https://www.facebook.com/Borgarbyggd/ . Fundurinn hefst kl. 20:30.

Bókun byggðarráðs v. Hraunfossa

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 17. maí sl. var rætt um nýhafna innheimtu vegtolla við Hraunfossa. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar …

Græn svæði í fóstur og reitir í ræktun

Umhverfis- og skipulagssvið minnir á að íbúar geta óskað eftir því að taka „græn svæði í fóstur“. Nú þegar eru nokkrir slíkir samningar í gildi og verkefnin geta verið mjög fjölbreytt, s.s. umhirða lítilla svæða við lóðamörk, sláttur á óbyggðum lóðum, uppbygging og umhirða stærri svæða í nærumhverfinu. Nánari upplýsingar um Græn svæði í fóstur má sjá hér Þá geta …

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður. Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Almenn þrif Stuðningur og hvatning Aðstoð við persónulega umhirðu Hvetja til sjálfshjálpar Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega  Helstu hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum Frumkvæði …

Þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

Félagsþjónusta Borgarbyggðar óskar eftir þroskaþjálfa eða félagsráðgjafa. Um er að ræða 50 – 70% afleysingastarf í óákveðinn tíma. Helstu verkefni og ábyrgð: Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna fullorðinna einstaklinga, barna og fjölskyldna. Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu. Vinnsla barnaverndarmála. Menntun og …