Byggingarfulltrúa berast reglulega fyrirspurnir frá aðilum sem íhuga að setja tímabundið niður gáma eða aðra lausafjármuni utan skipulagðra gámasvæða. Sækja þarf um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan slíkra svæða: a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum (ætlað er til flutnings) og …
Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar
Starfsfólk óskast við sundlaugar Borgarbyggðar: í Borgarnesi frá 31. maí til 31. ágúst. Almenn vaktavinna sem skiptist í morgun-, kvöld og dagvaktir. Unnið er þriðju hverja helgi. á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 18. ágúst. 100% starf. Unnið í fimm daga og frí í tvo daga. á Varmalandi frá 1. júní til 18. ágúst. 100% starf. Unnið í fimm daga …
Gunnlaugsgata 21b í Borgarnesi.
Borgarbyggð óskar eftir tilboði í húsið við Gunnlaugsgötu 21b í Borgarnesi, til brottflutnings eða niðurrifs og brottflutnings. Timburhús á steyptum sökkli, kjallari, hæð og ris samtals 124 ferm (hæð 59m2, ris 12,7 m2). Óskað er eftir tilboðum í eignina og er tilboðsfrestur til 12.4. 2019. Húsið er í útleigu fram til 6.5.2019. Húsið skal fjarlægt í síðasta lagi 10.júní …
Sveitarstjórnarfundur nr. 181 -fundarboð
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 181. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. mars 2019 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.2. (180) Fundargerðir byggðarráðs 21.2, 28.2, 7.3, (480, 481, 482) Fundargerð fræðslunefndar 21.2 (177) Fundargerð umhverfis – skipulags – og landb.n. 6.3 (75) Fundargerð velferðarnefndar …
Bætt ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða í Borgarbyggð
Umhverfisstofnun kynnti nýverið ástandsmat áfangastaða innan friðlýstra svæða árið 2018. Þar er fjallað um ástand þekktra áfangastaða víðs vegar um landið sem eru undir álagi vegna gestasóknar. Ánægjulegt er að geta þess að svæði innan Borgarbyggðar eru innan ásættanlegra marka, og ekkert þeirra friðlýstu svæða sem eru innan sveitarfélagsins lendir á appelsínugulum eða rauðum lista. Mesta athygli vekur að Grábrók er …
Viðburðir framundan í Safnahúsi
Mikið menningarframboð verður í Safnahúsi í vikunni. Fimmtudaginn 14. mars verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns kl. 10.00, þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda. Sama dag kl. 19.30 flytur Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor fyrirlestur um skáldið og Borgfirðinginn Þorstein frá Hamri. Laugardaginn 16. mars kl. 13.00 verður svo opnuð sýning á verkum Josefinu Morell, sem er ung borgfirsk myndlistarkona af …
Umferðaröryggi á Borgarbraut
Lögreglan hefur um langt skeið haft áhyggjur af of miklum umferðarhraða á Borgarbrautinni í Borgarnesi. Í því sambandi hefur hún helst bent á kaflann frá Böðvarsgötu niður að Egilsgötu. Á skólatíma er til að mynda mikil umferð gangandi vegfarenda á þessum slóðum. Sökum þess er til að mynda höfð sérstök gangbrautarvarsla við tónlistarskólann á morgnana til að tryggja öryggi skólabarna. …
Furðuverur í Borgarnesi á Öskudaginn
Víða mátti sjá börn og fullorðna klædda sem furðuverur á öskudaginn í Borgarnesi. Öskudagurinn er einn af uppáhaldsdögum margra og var tekið fagnandi á móti syngjandi börnum og ungmennum í fyrirtækjum og stofnunum. Samkvæmt Vísindavefnum er Öskudagur upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur …
Svæðislandvörður á Vesturlandi
Í byrjun febrúar síðastliðins var staða svæðislandvarðar Vesturlands gerð að heilsársstöðu og Þórhildur María Kristinsdóttir ráðin í starfið. Aðsókn ferðamanna á Vesturland hefur aukist verulega undanfarin ár og full þörf var talin á að sinna svæðinu allt árið. Störf landvarða heyra undir Umhverfisstofnun og eru þau mikilvægur þáttur í því að fylgjast með breytingum sem verða á náttúrunni og að …
Jacek Tosik heimsækir Borgarnes
Fimmtudaginn 7. mars næstkomandi er von á góðum gestum í Borgarnes, Jacek Tosik-Warszawiak mun ásamt nemendum sínum flytja pólsk einleiksverk og fjórhent píanóverk. Jacek er Borgfirðingum að góðu kunnur, hann bjó í Borgarnesi og kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar á árunum 1992-2001. Hann starfar nú við tónlistarkennslu og tónleikahald í Póllandi og víðar. Á tónleikunum mun Hanna Ágústa Olgeirsdóttir einnig syngja …