Fulltrúar í ungmennaráði Borgarbyggðar, Elinóra Ýr, Elín Björk, Emma Sól, Kristján Bjarni og Elías Andri voru gestir sveitarstjórnarfundar þann 11. apríl sl. Bauð forseti sveitarstjórnar þau velkomin til fundar og komu þau á framfæri í ræðum sínum sjónarmiðum varðandi ýmsa þætti sem snerta málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Má þar helst nefna lengri opnun félagsmiðstöðvarinnar Óðal, lengri opnun um helgar …
Sumarstörf hjá Borgarbyggð – 2019
Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2019 Leiðbeinendur Sumarfjörs Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón og undirbúningur í samráði við tómstundafulltrúa og aðra starfsmenn Leiðbeina börnum í leik Sumarfjörið verður með starfsstöðvar á tveimur stöðum í sveitarfélaginu: Á Hvanneyri Í Borgarnesi Umsækjendur um störf flokkstjóra og leiðbeinenda þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Hafa náð 20 ára aldri Áhugi á …
Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi
Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Umsækjandi þarf helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. …
Leikskólinn Hnoðraból Reykholtsdal
Deildarstjóri og leikskólakennari óskast Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 22 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf 1. júní og deildarstjóra sem getur hafið störf 8. ágúst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Deildarstjóri vinnur að uppeldi …
Meinleg villa birtist í nýlegri skýrslu
Meinleg villa birtist í nýlegri skýrslu Skólavogarinnar um meðallaunakostnað í grunnskólum Borgarbyggðar. Í skýrslu Skólavogarinnar stóð að meðallaunakostnaður í Grunnskóla Borgarfjarðar væri um milljón krónum hærri á hvern nemanda heldur en í Grunnskóla Borgarbyggðar. Hið rétta er að meðallaunakostnaður á nemanda í Borgarbyggð er 1.573 þúsund krónur. Meðallaunakostnaður í Grunnskólanum í Borgarnesi er 1.440 þúsund krónur en 1.772 þúsund krónur …
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2018
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2018 var lagður fram á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag, fimmtudaginn 4. apríl. Niðurstaða hans sýnir að fjárhagur Borgarbyggðar stendur traustum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A+B hluta er jákvæð um 502 milljónir sem er um 290 milljóna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins. Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum …
Heimahreyfing og heilsuefling eldri borgara
Öldungaráð Borgarbyggðar kom saman í Ráðhúsinu til að kynna sér heimahreyfingu og heilsueflingu eldri borgara. Markmið þess snýr að skipulagðri heilsurækt svo eldri borgarar geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu, geti komið í veg fyrir eða seinkað innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili og eigi möguleika á því að starfa lengur …
Áætlað að byrja lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrar í maí
Fimmtudaginn 11. apríl síðastliðinn fór fram síðasti fundur vinnuhóps sem skipaður var af Borgarbyggð til að fylgja eftir verkefni um lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrarnar. Hópurinn var skipaður þannig, að Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð var formaður hópsins en aðrir fulltrúar voru Pétur Þórðarson forstjóri RARIK, Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá samgöngu …
Hundanámskeið
Áætlað er að halda námskeið fyrir hunda og eigendur þeirra í Borgarnesi. Þeir sem ljúka námskeiðinu fá 40% afslátt af hundaleyfisgjöldum gegn framvísun staðfestingar.
Ungmennaráð
Ungmennaráð Borgarbyggðar er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því að stofnanir Borgarbyggðar vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Ungmennaráð skal funda með sveitarstjórn Borgarbyggðar í …





