Meinleg villa birtist í nýlegri skýrslu Skólavogarinnar um meðallaunakostnað í grunnskólum Borgarbyggðar. Í skýrslu Skólavogarinnar stóð að meðallaunakostnaður í Grunnskóla Borgarfjarðar væri um milljón krónum hærri á hvern nemanda heldur en í Grunnskóla Borgarbyggðar. Hið rétta er að meðallaunakostnaður á nemanda í Borgarbyggð er 1.573 þúsund krónur. Meðallaunakostnaður í Grunnskólanum í Borgarnesi er 1.440 þúsund krónur en 1.772 þúsund krónur …
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2018
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2018 var lagður fram á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag, fimmtudaginn 4. apríl. Niðurstaða hans sýnir að fjárhagur Borgarbyggðar stendur traustum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A+B hluta er jákvæð um 502 milljónir sem er um 290 milljóna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins. Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum …
Heimahreyfing og heilsuefling eldri borgara
Öldungaráð Borgarbyggðar kom saman í Ráðhúsinu til að kynna sér heimahreyfingu og heilsueflingu eldri borgara. Markmið þess snýr að skipulagðri heilsurækt svo eldri borgarar geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu, geti komið í veg fyrir eða seinkað innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili og eigi möguleika á því að starfa lengur …
Áætlað að byrja lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrar í maí
Fimmtudaginn 11. apríl síðastliðinn fór fram síðasti fundur vinnuhóps sem skipaður var af Borgarbyggð til að fylgja eftir verkefni um lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrarnar. Hópurinn var skipaður þannig, að Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð var formaður hópsins en aðrir fulltrúar voru Pétur Þórðarson forstjóri RARIK, Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá samgöngu …
Hundanámskeið
Áætlað er að halda námskeið fyrir hunda og eigendur þeirra í Borgarnesi. Þeir sem ljúka námskeiðinu fá 40% afslátt af hundaleyfisgjöldum gegn framvísun staðfestingar.
Ungmennaráð
Ungmennaráð Borgarbyggðar er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því að stofnanir Borgarbyggðar vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Ungmennaráð skal funda með sveitarstjórn Borgarbyggðar í …
Pannavellir
Borgarbyggð pantaði fjóra pannavelli frá UMFÍ og hafa þeir verið settir upp í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Á þessum völlum er spilaður fótbolti – einn á móti einum eftir ákveðnum reglum sem verða aðgengilegar við vellina. Myndin er af vellinum á Hvanneyri.
Slökkviliðið fær körfubíl
Í gær bættist körfubíll við tækjasafn Slökkviðs Borgarbyggðar. Hann er búinn 32 m. langri bómu með 2500 l. monitor (vatnsbyssu) sem er fjarstýranleg frá jörðu eða beint úr körfu. Er hér um langþráða viðbót að ræða fyrir slökkviliðið en bíllinn er fluttur inn notaður frá Svíþjóð en nýyfirfarinn og í góðu standi.
Umhirða trjáa
Þessa dagana er unnið að trjáfellingum og klippingum í bæjarlandinu. Í Skallagrímsgarði verða tré sem standa við Skallagrímsgötu snyrt til og þau tré sem eru illa farin, eða standa of þétt verða fjarlægð. Með þessari aðgerð er opnað fyrir birtu inn í garðinn sem bætir lífsskilyrði gróðurs í garðinum. Það er Øyvind Kulseng skógarhöggssérfræðingur frá Hvanneyri sem sinnir verkinu undir …
Fundur sveitarstjórnar 11.4.2019
182. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 11. apríl 2019 og hefst kl. 16:00 1901025 – Skýrsla sveitarstjóra 2019 Almenn mál 1904018 – Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2018 1810122 – Ungmennaráð 2018-2019 1903165 – Úrsögn úr nefndum og ráðum 1903077 – Kosningar í nefndir og …