Nú er hægt að bóka símtal og viðtal á vef Borgarbyggðar!

Íbúar geta nú bókað símtöl og viðtöl hjá ráðgjöfum og fulltrúum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Tímabókunarhnappurinn, merktur „Bóka viðtal“, er staðsettur ofarlega, vinstra megin á vefnum. Við hvetjum íbúa eindregið til að nýta sér þessa einföldu þjónustu. Smelltu hér til að bóka tíma:

Seinkun á söfnun rúlluplasts

Vegna bilana á bílum hjá Íslenska gámafélaginu verður seinkun á hirðingu á rúlluplasti. Vonast er til að komist verði í söfnun um helgina.

Brúin farin yfir Ferjukotssíki á vegi nr. 510

Vakin er athygli íbúa á því að brúin yfir Ferjukotssíki er farin og verður því lokað um þá leið í óákveðinn tíma. Bent er á að hafa beint samband við Vegagerðina vegna fyrirspurna.

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!

Breyting á gjaldskrá í Íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð.   Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að:  Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9%  25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum  Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti  Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við …

Þrettándagleði í Borgarnesi

Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu  í Englendingarvík í Borgarnesi á Þrettándandum, mánudaginn 6. janúar kl 18:00. Kvöldið hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði frá Kirkjukór Borgarneskirkju – sannkölluð hátíðarstemning, smákökur og kakó verða í boði veitingarstaðarins Englendingarvík og Geirabakarí❤️ Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hefst svo kl 18:30. Við hvetjum gesti til að geyma bílinn heima og …

Frá sveitarstjóra: Sjónarmið í orkumálum

Aukin framleiðsla á endurnýtanlegri orku og tryggur flutningur orku um land allt er hagsmunamál þjóðarinnar, ein forsenda verðmætasköpunar og aukinna útflutningstekna. Leggja verður ríka áherslu að tryggt sé að nærsamfélög njóti eðlilegs ávinnnings af þeim orkumannvirkjum sem reist eru í viðkomandi samfélagi. Það er hagsmunamál allra landsmanna enda ein forsenda þess að haldið verði áfram að rjúfa kyrrstöðu í málaflokknum. …

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2024

Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og gerðum. Sjón er …

Er jólahús Borgarbyggðar í götunni þinni?

Hver á jólalegasta húsið eða götuna í Borgarbyggð? Nú er tími til að láta jólaskreytingarnar skína! ✨ Sendu okkur þína tilnefningu fyrir jólalegasta húsið og jólalegustu götuna fyrir 27. desember. 🎅 Sigurvegararnir verða kynntir milli jóla og nýjárs. 🎉 Hvetjum alla til að taka þátt og gera Borgarbyggð enn jólalegri! ❤️🎄 👉 Smelltu hér til að senda inn tilnefningu!