Íbúar Þorsteinsgötu og Kjartansgötu eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum þar sem má leggja og þannig að hægt sé að moka greiðlega götur og gangstéttar.
Opnunartími yfir hátíðarnar á móttökustöðinni fyrir úrgang að Sólbakka 12
24., 25., 26. desember er lokað 31. desember lokað 1. janúar lokað Venjuleg opnun aðra daga.
Áhersla á uppbyggingu í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 var afgreidd eftir seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Áætlun gerir ráð fyrir 152 m.kr. afgangi af rekstri A-hluta samanborið við útkomuspá upp á 301 m.kr. afgang á yfirstandandi ári. Áætlun um minni hagnað milli ára skýrist að mestu á varfærnum væntingum um þróun tekna. Áætlunin felur í sér að tekjur sveitarfélagsins aukist 3,8% …
Forvarnardeginum fagnað á Bessastöðum
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti verðlaun Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á laugardag. Keppnin fólst í gerð kynningarefnis sem tengist þema Forvarnardagsins, sem í ár voru leikir sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina. Í flokki grunnskólanema hlutu verðlaun þær Valdís Björk Samúelsdóttir, Kristný Halla Bragadóttir, Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir og Emma Mist Andradóttir, nemendur við Grunnskólann …
Jólaútvarp NFGB, fm Óðal 101,3
Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi sent út frá Óðali 9.– 13. desember frá 10:00 22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg og dagskrá í boði.
Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2025
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um. Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar: • Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið? • Hefur hátíðin sérstöðu? …
Opnunartími ráðhússins yfir hátíðirnar
Kæru íbúar. Vakin er athygli á því að ráðhúsið er lokað fyrir heimsóknir á aðfangadag og gamlársdag, en þjónustuver er opið fyrir símtöl, tölvupóst og netspjall þessa daga milli kl. 9:30 og 12:00. Við hvetjum íbúa til að nýta sér rafrænar lausnir okkar á þessum tíma. Þorláksmessa: Opið samkvæmt venju. Aðfangadagur: Þjónustuver í síma, tölvupósti og netspjalli: kl. 9:30–12:00. Ráðhúsið …
Samhugur í Borgarbyggð
Íslenska: Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. -Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, 0357-22-2688, kt. …
Erasmus+ verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi
Á núverandi skólaári er Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum. Verkefnin eru alfarið unnin á ensku. Tvö verkefnanna eru í samstarfi við vinaskólann okkar í Tékklandi. Þema þeirra er annars vegar Well-being (velferð) og hins vegar 3D printing (þrívíddarprentun). Verkefnið er fyrir nemendur í 9. og 10.bekk. Samstarfið er rafrænt, unnið á eTwinning vefnum, Padlet og á Teams …
Aðventuhátíð Borgarbyggðar
Kæru íbúar, Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir að fagna með okkur fyrsta degi í aðventu í Skallagrímsgarði. Dagurinn heppnaðist mjög vel og ljúfur jólaandinn ásamt dásamlegu veðri gerði þetta að einstakri upplifun. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum og gerðu daginn eftirminnilegan. Við vorum svo heppin að Stefan Ryszard Wiktorowski var á svæðinu …