Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …
Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …
Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir
Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …
Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025
Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Rannís á Vesturlandi 16 og 17 september n.k.
Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturland heim dagana 16. – 17. september. 17. septemberKl. 12:00 – 13:15 – Opinn kynningarfundur í Borgarnesi. Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Bjarnabraut 8. Léttar hádegisveitingar. Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana. Erasmus+, áætun ESB fyrir öll skólastig, æskulýðsmál og íþróttir Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar Uppbyggingarsjóð …
Opnuð verður færanleg kjördeild í Brákarhlíð föstudaginn 19. september
Opnuð verður færanleg kjördeild í Brákarhlíð föstudaginn 19. september. Opnunartími er frá kl. 10.00 til 11.30. Kjörstaður er í Hátíðarsal á fyrstu hæðinni og munu starfsmenn Brákarhlíðar fylgja þeim íbúum sem vilja taka þátt í kosningunni á kjörstað. Hægt er að óska eftir aðstoð við kosninguna. Þetta er ekki utankjörfundaratkvæðagreiðsla og allir íbúar Brákarhlíðar á kjörskrá í Borgarbyggð eða Skorradalshreppi …
Framkvæmdir við göngustíg í kirkjuvoginum
Vinna við malbikun á göngustíg í kirkjuvoginum, hefst fimmtudaginn 4. september og munu framkvæmdir standa fram yfir næstu viku. Vegfarendur eru beðnir um að fylgja settum merkingum og keilum á vettvangi svo að tryggja megi öryggi allra. Við þökkum íbúum og vegfarendum kærlega fyrir skilning og samvinnu meðan á framkvæmdum stendur. Um er að ræða framkvæmdir á göngustíg við kirkjugarðinn …
Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025
Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Fyrra rafmagnsleysið verður frá kl 11:00 til kl 11:15 og seinna frá kl 15:00 til kl 15:15. Athuga skal að fjarskiptastöðin á Þverholti verður rafmagnslaus allann tímann frá kl 11:00 til kl 15:15. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Sinfó í sundi
Það var einstök stund í íþróttamiðstöðinni síðastliðið föstudagskvöld þegar tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands, Klassíkin Okkar, var streymt í sundi. Íris Grönfeldt stjórnaði sundleikfimi í takt við tónleikana af sinni alkunnu snilld í innilauginni og í heitu pottunum var hægt að halla sér aftur og njóta. Saman voru komin bæði börn og fullorðnir sem nutu tónlistarinnar og skemmtu sér saman. Borgarbyggð bauð …