Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025

Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta  í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl

Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …

Í skóginum búa litlar verur

Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt. Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning …

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð 

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. 24. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl.16:30-19:00. Fyrir ketti kl. 19:15-20:15. 25. nóvember Hvanneyri í “gamla BÚT-húsinu“ Klukkan 16:30-19:00. 2. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Klukkan 17:00-19:00. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir þá sem …

Gert er ráð fyrir 234 m.kr. afgangi af rekstri Borgarbyggðar 2026

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd frá fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Á árinu 2026 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af A-hluta að fjárhæð 234 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði 727 m.kr. sem samsvarar 9,8% framlegð en tekjur eru áætlaðar 7.441 m.kr. Fjárfestingar Borgarbyggðar hafa verið miklar eins og gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðastliðin …

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi

Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð

Á næstu vikum mun fara fram söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð. Bændur sem vilja að sótt verði plast til þeirra eru vinsamlegast beðnir um að senda inn upplýsingar á netfangið ulm@borgarbyggd.is. Beiðnir þurfa að berast í síðasta lagi 20. nóvember. Við hvetjum alla til að ganga vel frá plastinu til þess að auðvelda söfnun.

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar   Streymi frá fundinum má finna hér.    

Viljayfirlýsing við Festi um uppbyggingu í Brákarey

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Festis ehf. og Borgarbyggðar sem hefur það að markmiði að gera samkomulag um uppbyggingu í Brákarey. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Brákarey er langt komin og áætlað að það verði auglýst eigi síðar en í mars. Það skipulag byggir á hugmynda- og skipulagsvinnu sem Festir kynnti fyrir Borgarbyggð og íbúum sumarið 2024 og hefur það …