Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Fyrra rafmagnsleysið verður frá kl 11:00 til kl 11:15 og seinna frá kl 15:00 til kl 15:15. Athuga skal að fjarskiptastöðin á Þverholti verður rafmagnslaus allann tímann frá kl 11:00 til kl 15:15. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Sinfó í sundi
Það var einstök stund í íþróttamiðstöðinni síðastliðið föstudagskvöld þegar tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands, Klassíkin Okkar, var streymt í sundi. Íris Grönfeldt stjórnaði sundleikfimi í takt við tónleikana af sinni alkunnu snilld í innilauginni og í heitu pottunum var hægt að halla sér aftur og njóta. Saman voru komin bæði börn og fullorðnir sem nutu tónlistarinnar og skemmtu sér saman. Borgarbyggð bauð …
Söfnun rúlluplasts hefst 30. ágúst
Söfnun á rúlluplasti hefst helgina 30.–31. ágúst. Bílstjóri mun hafa samband við þá aðila sem plast hefur verið sótt til áður. Gert er ráð fyrir að byrja vestan við Borgarnes og halda áfram í Norðurárdal, Stafholtstungur og svo framvegis. Bændur eru vinsamlegast beðnir um að hafa plastið aðgengilegt og vel pakkað til að auðvelda söfnunina.
Framkvæmdir við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarbyggð ganga vel
Framkvæmdir við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarbyggð ganga vel og samkvæmt áætlun. Stálgrind er að rísa þessa dagana og komin er ágætis mynd af verkinu. Ístak og Efla leggja áherslu á að framkvæmdirnar gangi vel og öryggi allra sé tryggt. Þegar framkvæmdir hófust voru settar upp auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur vegna aukinnar þungaumferðar. Öryggisráðstafanir þessar hafa einnig gengið vel, …
Hlekkur á íbúafund um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að tengjast
Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í SólbakkaKortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út af …
Kjörskrá vegna sameiningakosninga Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Kjörskrá Borgarbyggðar vegna sameiningarkosninga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps liggur fram á skrifstofu sveitarfélagsins, frá og með 22. ágúst fram að fyrsta kjördegi sem er 5. september 2025.
Íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi
Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður kynnt álit samstarfsnefndar og forsendur hennar, auk þess sem farið verður yfir fyrirkomulag kosninga um tillöguna sem fram fara 5.-20. september. Kynningunni verður streymt á internetinu. Hlekkur á streymið verður birtur á upplýsingasíðu samstarfsnefndar, borgfirdingar.is eftir hádegi á fundardag.
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnaframkvæmdir við Fjóluklett í Borgarnesi
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnaframkvæmdir við íbúðahverfið við Fjóluklett í Borgarnesi. Verkið felur í sér: Gerð á nýrri götu við Fjóluklett Gerð á nýjum botnlögnum við götuna Útboðsgögn verða afhent í gegnum Ajour útboðsvef Eflu frá og með 21. ágúst 2025. Skilafrestur tilboða er til kl. 11:00 þann 11. september 2025. Nánari upplýsingar um útboðið og afhending gagna …
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is. Umsóknarfrestur er til 23. september 2025.