Kristján Þormar Gíslason lætur af störfum hjá sveitarfélaginu, en hann hefur starfað hjá Borgarbyggð í 27 ár, eða frá árinu 1998. Kristján hefur gegnt margvíslegum störfum, meðal annars sem skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi, skjalavörður í Ráðhúsi Borgarbyggðar og nú síðast sem þjónustufulltrúi. Við viljum þakka Kristjáni fyrir ánægjulegt samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis láta eftirfarandi starfsmenn …
Breytingar á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti í gær breytingu á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs Borgarbyggðar. Stofnað hefur verið nýtt embætti umhverfisfulltrúa sem heyra mun beint undir sviðsstjóra, til hliðar við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Þá mun starfsemi áhaldahúss færast beint undir sviðsstjóra líkt og umsjón eigna. Starf deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðarmála hefur verið lagt niður og verkefni færð undir embætti umhverfisfulltrúa, til áhaldahúss og …
Drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar – Samráð við íbúa
Drög að nýrri íþróttastefnu Borgarbyggðar liggja nú fyrir. Markmiðið með stefnunni er að skapa sameiginlega sýn á þróun íþróttastarfs í sveitarfélaginu og tryggja að hún endurspegli þarfir og væntingar íbúa. Stefnudrögin eru nú lögð fram til samráðs við íbúa og eru allir hvattir til að kynna sér efnið og koma með ábendingar eða athugasemdir. Samráðstímabilið stendur til og með 23. …
Framkvæmdafréttir
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi er að hefjast en seinnipartinn í gær var keyrður inn hamar, sem kemur til með að reka niður rekstaurana á íþróttasvæðinu. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað er að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má því búast við auknum umferðaþunga …
Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Kæru íbúar, Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum til listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Allir eru hvattir til að taka þátt.
Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …
Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …
Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi, Miðvikudaginn 14. maí
Á Miðvikudaginn (14.maí) mun Grunnskólinn í Borgarnesi standa fyrir opnum degi frá kl.10:00 til 13:00. Öllum foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið í heimsókn til að skoða skólann og kynna sér starfið. 9. Bekkur verður svo með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar, en allur ágóði rennur í ferðasjóð þeirra. Allir velkomnir!
264. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
264. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 8. maí 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 264 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Nýir upplýsingaskjáir settir upp í Íþróttahúsinu í Borgarnesi
Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Skjánirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu. Fyrirtækið Skjálausnir sáu um uppsetningu, en skjáirnir munu birta margvíslegar upplýsingar fyrir gesti hússins, svo sem tímatöflur, tilkynningar, viðburði og annað sem tengist starfseminni. Markmiðið …