Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2026. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf á island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 78 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …
Framkvæmdir og sprengingar við Birkiklett
Í næstu viku hefjast sprengingar við Birkiklett í Borgarnesi. Áætlað er að sprengingar hefjast mánudaginn 2. febrúar næstkomandi. Sprengt verður kl. 11:30 og/eða 15:30 daglega. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að fylgja reglum og virða lokun svæðisins á meðan sprengingum stendur. Framkvæmdaraðilar og Borgarbyggð þakka skilning á þeim óþægindum sem framkvæmdunum kann að fylgja
Ungmennaþing ungmennaráðs Borgarbyggðar
Ungmennaþing ungmennaráðs Borgarbyggðar verður haldið laugardaginn 31. janúar næstkomandi.Þingið fer fram í Grunnskólanum í Borgarnesi og frá klukkan 14:00 til kl. 17:00. Að þingi loknu verður haldið slútt í félagsmiðstöðinni Óðal þar sem boðið verður upp á veitingar og mikla gleði. Athugið að ungmennaþingið er ætlað ungmennum í 7. bekk og upp í 22 ára aldur. …
Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026
Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …
Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …
Klippikort vegna gámastöðvar
Einstaklingar sem þurfa klippikort vegna gámastöðvar í janúar en hafa ekki þegar sótt þau eru beðnir um að hafa samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einnig er hægt að koma í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2. Frá og með 1. febrúar 2026 verður svo hægt að nálgast klippikort á borgarkort.is.
Uppboð – Óskilahross
Þriðjudaginn 27. janúar 2026, kl. 14:00, verður boðin upp rauðtvístjörnótt hryssa, talin um 12 – 14 vetra gömul, hafi réttmætur eigandi þá ekki gefið sig fram. Hryssan er hvorki örmerkt né ber hún annars konar merki. Hryssan hefur verið auglýst á vefsíðu Borgarbyggðar, og þess óskað að eigendur gefi sig fram, án árangurs. Uppboðið mun fara fram að Steinum í …
Lýsing í Einkunnum
Nú er búið að ljúka uppsetningu á nýrri lýsingu í Einkunnum og er svæðið orðið bæði bjartara og aðgengilegra fyrir alla sem þar eiga leið þegar fer að dimma. Sérstakar þakkir færum við verktökum úr heimabyggð, Sigur-Garðar og Arnar Rafvirki, sem tóku verkefnið að sér og skiluðu því hratt og af mikilli fagmennsku. Nú er ráð að njóta umhverfisins og …
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …
Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …









