Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …
Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …
Borgarbyggð innleiðir þjónandi leiðsögn
Borgarbyggð hefur hafið innleiðingu á þjónandi leiðsögn, sem er nálgun sem byggir á Gentle Teaching hugmyndafræðinni. Innleiðing á þjónandi leiðsögn hefur margvíslegan ávinning, bæði fyrir starfsfólk og þá sem þjónustu þiggja. Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun, þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Markmiðið er að efla öryggi, vellíðan og uppbyggileg samskipti í allri þjónustu við …
Ábending varðandi flokkun á lífrænum úrgangi
Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna. Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum. Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku …
Rafmagnslaust á Mýrum 3.12
Vegna tenginga á nýju háspennukerfi verður rafmagnslaust á Mýrum þann 3. desember nk frá kl.11:00 til kl. 17:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Einnig er hægt að sjá kort af svæðinu hér.
Tilkynning frá veitum vegna framkvæmda á Borgarbraut
Veitur loka hluta Borgarbrautar við nýbyggingu nr. 63 vegna tengingar húss við veitulagnir. Fyrirhuguð lokun er mánudaginn 1. desember 2025 og áætlað er að opna aftur föstudaginn, 5. desember 2025*(*með fyrirvara um breytingar) Hjáleið verður um Brúartorg. Við biðjum vegfarendur og íbúa að sýna þolinmæði og aðgát þegar farið er um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.
Aldan lokuð 28. nóvember
Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!
Samhugur í Borgarbyggð
Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, rkn. 0357-22-2688, kt. …
Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025
Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …
Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl
Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …









