Er jólahús Borgarbyggðar í götunni þinni?

Hver á jólalegasta húsið eða götuna í Borgarbyggð? Nú er tími til að láta jólaskreytingarnar skína! ✨ Sendu okkur þína tilnefningu fyrir jólalegasta húsið og jólalegustu götuna fyrir 27. desember. 🎅 Sigurvegararnir verða kynntir milli jóla og nýjárs. 🎉 Hvetjum alla til að taka þátt og gera Borgarbyggð enn jólalegri! ❤️🎄 👉 Smelltu hér til að senda inn tilnefningu!

Áhersla á uppbyggingu í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 var afgreidd eftir seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Áætlun gerir ráð fyrir 152 m.kr. afgangi af rekstri A-hluta samanborið við útkomuspá upp á 301 m.kr. afgang á yfirstandandi ári. Áætlun um minni hagnað milli ára skýrist að mestu á varfærnum væntingum um þróun tekna. Áætlunin felur í sér að tekjur sveitarfélagsins aukist 3,8% …

Forvarnardeginum fagnað á Bessastöðum

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti verðlaun Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á laugardag. Keppnin fólst í gerð kynningarefnis sem tengist þema Forvarnardagsins, sem í ár voru leikir sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina. Í flokki grunnskólanema hlutu verðlaun þær Valdís Björk Samúelsdóttir, Kristný Halla Bragadóttir, Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir og Emma Mist Andradóttir, nemendur við Grunnskólann …

Jólaútvarp NFGB, fm Óðal 101,3

Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi sent út frá Óðali 9.– 13. desember frá 10:00 22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg og dagskrá í boði.

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2025

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um. Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar: • Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið? • Hefur hátíðin sérstöðu? …

Opnunartími ráðhússins yfir hátíðirnar

Kæru íbúar. Vakin er athygli á því að ráðhúsið er lokað fyrir heimsóknir á aðfangadag og gamlársdag, en þjónustuver er opið fyrir símtöl, tölvupóst og netspjall þessa daga milli kl. 9:30 og 12:00. Við hvetjum íbúa til að nýta sér rafrænar lausnir okkar á þessum tíma. Þorláksmessa: Opið samkvæmt venju. Aðfangadagur: Þjónustuver í síma, tölvupósti og netspjalli: kl. 9:30–12:00. Ráðhúsið …

Samhugur í Borgarbyggð

 Íslenska:  Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. -Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, 0357-22-2688, kt. …

Erasmus+ verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi

Á núverandi skólaári er Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum. Verkefnin eru alfarið unnin á ensku. Tvö verkefnanna eru í samstarfi við vinaskólann okkar í Tékklandi. Þema þeirra er annars vegar Well-being (velferð) og hins vegar 3D printing (þrívíddarprentun). Verkefnið er fyrir nemendur í 9. og 10.bekk. Samstarfið er rafrænt, unnið á eTwinning vefnum, Padlet og á Teams …