Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.
Ráðuneytið staðfestir lögmæti íbúakosninga um sameiningu
Föstudaginn 12. desember bárust Borgarbyggð og Skorradalshreppi niðurstöður innviðaráðuneytis varðandi kærur tveggja sveitarstjórnarmanna í Skorradalshreppi varðandi undirbúning og framkvæmd íbúakosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fóru 5.-20. september sl. Niðurstaða ráðuneytisins er að framkvæmdin hafi ekki verið haldin neinum þeim ágöllum sem varðað geta ógildingu kosninganna. Íbúakosningarnar og niðurstöður þeirra teljast því fullgildar. Þar með er staðfest að íbúar Borgarbyggðar …
Sorphreinsun í Borgarbyggð yfir jólin
Söfnun á pappír og plasti sem átti að fara fram í jólavikunni hefst laugardaginn 20. desember og er gert ráð fyrir að henni ljúki 23. desember. Opnunartími gámastöðvar yfir hátíðarnar: 24.–26. desember: Lokað 27.–30. desember: Opið samkvæmt venju 31. desember og 1. janúar 2026: Lokað
Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025
Nú er komið að því – leitin að jólahúsi og jólagötu Borgarbyggðar árið 2025 er hafin! Í fyrra var það Smiðjuholt í Reykholti sem hlaut nafnbótina Jólahús Borgarbyggðar 2025 og Kvíaholt í Borgarnesi var svo valin jólalegasta gatan. Viltu tilnefna jólalegasta húsið og jólalegustu götuna? Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. desember. Ábendingar má senda inn hér. Sigurvegarar verða svo …
Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …
Munum endurskinsmerkin
Yfir dimmustu daga ársins er mikilvægt að minna á notkun endurskinsmerkja hjá gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarbyggð gaf öllum leikskólum sveitarfélagsins endurskinsmerki í byrjun skólaárs en viljum við nú koma endurskinsmerkjum á sem flesta, en upp hefur komið sú umræða að fjölga þurfi endurskinsmerkjum á vegfarendur. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur illa, jafnvel þar sem bæði götu- og ökulýsing er …
272. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
272. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 11. desember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 272. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.
Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …
Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …
Borgarbyggð innleiðir þjónandi leiðsögn
Borgarbyggð hefur hafið innleiðingu á þjónandi leiðsögn, sem er nálgun sem byggir á Gentle Teaching hugmyndafræðinni. Innleiðing á þjónandi leiðsögn hefur margvíslegan ávinning, bæði fyrir starfsfólk og þá sem þjónustu þiggja. Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun, þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Markmiðið er að efla öryggi, vellíðan og uppbyggileg samskipti í allri þjónustu við …









