Störf laus til umsóknar í Borgarbyggð

Deildarstjóri við leikskólann Klettaborg Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem verður fjögurra deilda leikskóli í byrjun árs 2026. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2025.   Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal …

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl.17.00, verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en …

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina

Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2025

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem skara fram úr í umhirðu og fegrun umhverfis í sveitarfélaginu. Einnig voru afhentar samfélagsviðurkenningar og sérstök ný viðurkenning. Sigrún Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar, veitti viðurkenningar fyrir hönd nefnarinnar. Verðlaunin endurspegla mikla samfélagsvitund og virðingu fyrir umhverfinu í Borgarbyggð og eru hvatning til íbúa og fyrirtækja til áframhaldandi …

Vegur inn í Einkunnir áfram lokaður að hluta

Framkvæmdir  við Einkunnir halda áfram,  27. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá afleggjara við sánugusu að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og geta vegfarendur átt von á að koma að lokuðum vegi, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því …

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.