Einstaklingar sem þurfa klippikort vegna gámastöðvar í janúar en hafa ekki þegar sótt þau eru beðnir um að hafa samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einnig er hægt að koma í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2. Frá og með 1. febrúar 2026 verður svo hægt að nálgast klippikort á borgarkort.is.
Uppboð – Óskilahross
Þriðjudaginn 27. janúar 2026, kl. 14:00, verður boðin upp rauðtvístjörnótt hryssa, talin um 12 – 14 vetra gömul, hafi réttmætur eigandi þá ekki gefið sig fram. Hryssan er hvorki örmerkt né ber hún annars konar merki. Hryssan hefur verið auglýst á vefsíðu Borgarbyggðar, og þess óskað að eigendur gefi sig fram, án árangurs. Uppboðið mun fara fram að Steinum í …
Lýsing í Einkunnum
Nú er búið að ljúka uppsetningu á nýrri lýsingu í Einkunnum og er svæðið orðið bæði bjartara og aðgengilegra fyrir alla sem þar eiga leið þegar fer að dimma. Sérstakar þakkir færum við verktökum úr heimabyggð, Sigur-Garðar og Arnar Rafvirki, sem tóku verkefnið að sér og skiluðu því hratt og af mikilli fagmennsku. Nú er ráð að njóta umhverfisins og …
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …
Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …
273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.
Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.
Ráðuneytið staðfestir lögmæti íbúakosninga um sameiningu
Föstudaginn 12. desember bárust Borgarbyggð og Skorradalshreppi niðurstöður innviðaráðuneytis varðandi kærur tveggja sveitarstjórnarmanna í Skorradalshreppi varðandi undirbúning og framkvæmd íbúakosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fóru 5.-20. september sl. Niðurstaða ráðuneytisins er að framkvæmdin hafi ekki verið haldin neinum þeim ágöllum sem varðað geta ógildingu kosninganna. Íbúakosningarnar og niðurstöður þeirra teljast því fullgildar. Þar með er staðfest að íbúar Borgarbyggðar …
Sorphreinsun í Borgarbyggð yfir jólin
Söfnun á pappír og plasti sem átti að fara fram í jólavikunni hefst laugardaginn 20. desember og er gert ráð fyrir að henni ljúki 23. desember. Opnunartími gámastöðvar yfir hátíðarnar: 24.–26. desember: Lokað 27.–30. desember: Opið samkvæmt venju 31. desember og 1. janúar 2026: Lokað









