Kynning á notendaráði í málefnum fatlaðra hjá Borgarbyggð. Hlutverk notendaráðs er að vera ráðgefandi fyrir sveitarfélagið við stefnumörkun og áætlanagerð er varðar málefni fatlaðs fólks og er skipað af notendum. Haldið á Hótel Vesturland 13. febrúar kl 14:00 og boðið verður upp á léttar veitingar. Fundurinn er ætlaður einstaklingum með fötlun og aðstandendum þeirra.
Við viljum heyra frá þér!
Þjónustukönnun Borgarbyggðar Borgarbyggð vinnur stöðugt að því að bæta þjónustu við íbúa. Taktu þátt í þjónustukönnuninni og hjálpaðu okkur að gera enn betur! Könnuninni tekur aðeins örfáar mínútur, og svörin eru nafnlaus. Smelltu hér til að taka þátt!
Takk Guðmundur!
Nýtt bráðabirgða biðskýli er nú komið upp á Hvanneyri. Um er að ræða skýli sem Guðmundur Hallgrímsson, íbúi á Hvanneyri, hagleiksmaður og snillingur, smíðaði. Eins og sjá má notaði Guðmundur gömul rafmagnskefli sem grunn að skýlinu. Við þökkum Guðmundi innilega fyrir þetta glæsilega skýli sem vonandi gagnast vel til að skýla börnum og fullorðnum fyrir veðri og vindum meðan beðið …
Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2024. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf“ á www.island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 76 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …
Opnunarhátíð félagsstarfs eldri borgara – Karlarnir í skúrnum! Sólbakka 4.
Karlarnir í skúrnum opna í Borgarnesi! Við bjóðum þig velkominn á opnunarhátíð fimmtudaginn 23. janúar – stað þar sem karlar hittast, spjalla, gera við og smíða hluti og njóta félagskapar. Hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma og sjá þessa gríðarlega góðu vinnu sem Aldan hefur lagt í þetta verkefni með ómetanlegri hjálp frá Skúla Ingvarssyni og Birgi Ásgeirssyni, …
Nú er hægt að bóka símtal og viðtal á vef Borgarbyggðar
Íbúar geta nú bókað símtöl, viðtöl og fundi hjá starfsmönnum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Um er að ræða nýja þjónustu í boði hjá sveitarfélaginu en fyrirkomulagið hefur þegar verið innleitt á skipulags- umhverfissvið, hjá starfsmönnum barnaverndar, félagsþjónustu og málefnum fatlaðra og hjá sveitarstjóra. Ef óskað er eftir viðtali, fundi eða símtali við starfsmenn á því sviði er því skilvirkast …
260.fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar
260. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 16. janúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borarbyggðar – 259 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Auglýst eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi
Borgarbyggð auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi frá og með sumrinu 2025. Til greina kemur að semja til lengri eða skemmri tíma. Sækja má um rekstur hvors tjaldsvæðis fyrir sig. Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs Borgarbyggðar 9. janúar sl. er óskað eftir því að umsóknum fylgi eftirfarandi: Hugmyndir rekstraraðila um leiguverð og tímalengd samnings Áform er …
Íbúasamráð um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps boðar til samráðsfundar í Hjálmakletti þann 23. janúar nk. kl. 20:00-21:30. Á fundinum verður farið stuttlega yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi sameiningu. Dagskrá: 1. Kynning á stöðu sameiningaviðræðna 2. Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir Mögulegt verður að taka þátt í fundinum í Teams-fjarfundarkerfinu. Fjarfundargestum er bent á að ganga …