Borgarbyggð styrkir tómstundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 0-18 ára sem eiga lögheimili í Borgarbyggð. Börn 6-18 ára eiga rétt á 40.000 kr á ári en börn 0-5 ára eiga rétt á 14.000 krónum. Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í skipulögðu íþrótta – lista og tómstundastarfi og að öll börn 0-18 ára geta …
Starfsfólk Öldunnar kom Uglukletti skemmtilega á óvart
Starfsfólk Öldunnar kom Uglukletti skemmtilega á óvart með handsmíðuðu kastspjaldi úr krossvið og grjónapúðum til að kasta í það! Mikil fagnaðarlæti og gleði fylgdu þessari einstöku gjöf.
256. Fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar
256. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 12. september 2024 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 256 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum.
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Styrkþegar frá fyrri útlutun eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrkveitingu. Skýrsluskil eru skilyrði …
Stiklað á stóru í framkvæmdum Borgarbyggðar
Mikið framkvæmdatímabil stendur yfir hjá Borgarbyggð. Á áætlun komandi ára er endurnýjun grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og gatnaframkvæmdir. Hér verður stiklað á stóru í framgangi stærstu verkefna. Jarðvinna og niðurrif vegna endurbyggingar á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fór fram í sumar og stóð yfir í um sex vikur. Við niðurrif kom bersýnilega í ljós að mikil rakamyndun hefur lengi átt …
Vátryggingaútboð Borgarbyggðar 2025-2027
Borgarbyggð og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2025-2027 Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 535298-2024) Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 6.9.24 kl 10:00. Tilboðum skal skila í skrifstofu Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi fyrir kl. 12:00, 8.10.2024 og …
Kæru foreldrar/forráðafólk nýfæddra barna
Barnapakki Borgarbyggðar og Öldunnar er lítið framlag sveitarfélagsins og samstarfsaðila til að létta undir með ykkur á þessum tímamótum. Barnapakkanum fylgja hamingjuóskir og vonir um bjarta framtíð. Sjá nánari upplýsingar hér
Mögulegar rafmagnstruflanir á Snæfellsnesi
Komið gæti til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi sem verður í eyjakeyrslu frá kl. 07:30 til 18:30 mánudeg til föstudags á tímabilinuna 27. ágúst til 12. september vegna vegna vinnu Landsnes á Vegamótalínu VE1. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Tilkynning frá Veitum
Kæru íbúar Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall. Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta …
Skólasetning grunnskóla í Borgarbyggð 2024
Nú fer haustið í hönd og skólasetning hjá grunnskólum Borgarbyggðar er handan við hornið. Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 22. ágúst. Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi fer fram kl. 10:00 í íþróttahúsinu fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólabílar munu aka til og frá skólanum. Hjá Grunnskóla Borgarfjarðar verður skólasetningin kl. 9:30 á Hvanneyri, kl. 11:00 á Kleppjárnsreykjum, …