260.fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar

260. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 16. janúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borarbyggðar – 259 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

Auglýst eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi 

Borgarbyggð auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og að Varmalandi frá og með sumrinu 2025. Til greina kemur að semja til lengri eða skemmri tíma. Sækja má um rekstur hvors tjaldsvæðis fyrir sig.  Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs Borgarbyggðar 9. janúar sl. er óskað eftir því að  umsóknum fylgi eftirfarandi:  Hugmyndir rekstraraðila um leiguverð og tímalengd samnings  Áform er …

Íbúasamráð um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps boðar til samráðsfundar í Hjálmakletti þann 23. janúar nk. kl. 20:00-21:30. Á fundinum verður farið stuttlega yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi sameiningu. Dagskrá: 1. Kynning á stöðu sameiningaviðræðna 2. Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir Mögulegt verður að taka þátt í fundinum í Teams-fjarfundarkerfinu. Fjarfundargestum er bent á að ganga …

Vinna við Sóleyjarklett

Góðan daginn, Vegna vinnu við borun og sprengingar við Sóleyjarkletti er reiknað með að sprengt verði tvisvar á dag um kl. 12.00 og 16.00. Vinna hefst á næstu dögum. Settir verða mælar á nærliggjandi hús auk þess sem rætt hefur verið við fólk í fyrirtækjum næst vinnusvæðinu.

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!

Breyting á gjaldskrá í Íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð.   Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að:  Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9%  25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum  Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti  Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við …

Þrettándagleði í Borgarnesi

Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu  í Englendingarvík í Borgarnesi á Þrettándandum, mánudaginn 6. janúar kl 18:00. Kvöldið hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði frá Kirkjukór Borgarneskirkju – sannkölluð hátíðarstemning, smákökur og kakó verða í boði veitingarstaðarins Englendingarvík og Geirabakarí❤️ Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hefst svo kl 18:30. Við hvetjum gesti til að geyma bílinn heima og …

Frá sveitarstjóra: Sjónarmið í orkumálum

Aukin framleiðsla á endurnýtanlegri orku og tryggur flutningur orku um land allt er hagsmunamál þjóðarinnar, ein forsenda verðmætasköpunar og aukinna útflutningstekna. Leggja verður ríka áherslu að tryggt sé að nærsamfélög njóti eðlilegs ávinnnings af þeim orkumannvirkjum sem reist eru í viðkomandi samfélagi. Það er hagsmunamál allra landsmanna enda ein forsenda þess að haldið verði áfram að rjúfa kyrrstöðu í málaflokknum. …

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2024

Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og gerðum. Sjón er …