Samstarf Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar og ýmsar gagnlegar upplýsingar

Samstarf Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu Fulltrúar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar á Vestursvæði funduðu nýverið með það að markmiði að skerpa á þjónustu og upplýsingamiðlun til íbúa og annarra vegfarenda. Tilefnið er snjóþyngsli milli jóla og nýárs og mikil hálkutíð í upphafi nýs árs. Starfsfólk Vegagerðinnar og Borgarbyggðar brást við fjölmörgum ábendingum í kringum áramótin í óvenjuþungu tíðafari og var samstarf …

Fjölmenningarráð

Borgarbyggð óskar eftir ensku- eða íslenskumælandi einstaklingum með erlendan uppruna eða þekkingu á málefnum innflytjenda í Borgarbyggð sem hafa áhuga á að taka þátt í störfum Fjölmenningarráðs hjá sveitarfélaginu. Fjölmenningarráð skal m.a. vera sveitastjórn, nefndum og starfsfólki Borgarbyggðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem snúa að innflytjendum og fólki með erlendan bakgrunn. Ráðið fundar að jafnaði einu sinni í …

248. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

248. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 11. janúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 248 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Jólin kvödd með þrettándagleði og flugeldasýningu

Ljósm: Gunnhildur Lind photography   Jól­in voru kvödd á þrett­ándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar. Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.  Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 …

Sýningaropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar 11. janúar nk.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar. Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal.  Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, …

Upplýsingafulltrúi – laust starf

Borgarbyggð óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa í 100% starf. Leitað er eftir einstaklingi til að leiða spennandi áherslubreytingar sem snúa að þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar í því skyni að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Framundan eru mörg áhugaverð og metnaðarfull verkefni og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með …

Jólakveðja frá Borgarbyggð

  Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar

Opnunartími Íþróttamannvirkja jól og áramót 2023

Jól og áramót 2023 í sundlaugum Borgarbyggðar Sundlaugin í Borgarnesi Þorláksmessa 23. des opið frá kl 09:00-18:00 Aðfangadagur 24. des opið frá 09:00-12:00 Jóladagur 25. des lokað Annar í jólum 26.des lokað Gamlársdag 31. des opið 09:00-12:00 Nýársdag 1. janúar 2023 lokað   Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum Lokuð yfir veturinn   Sundlaugin á Varmalandi Lokuð yfir veturinn

Borgarbraut – tilkynningu um opnun

Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina. Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn. Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið. Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem …