Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur um samkomubann og taka þær reglur gildi á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. mars.
Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 í mótun
Vinna við mótun menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 er nú í fullum gangi. Verkefnið er á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) en sérstakt fagráð, samsett af aðilum tilnefndum af sveitarfélögunum á Vesturlandi, auk fjögurra fagaðila úr menningartengdum atvinnugreinum hefur verið skipað til að stýra stefnumótuninni.
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa COVID-19
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi
Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk lauk formlega á Vesturlandi þann 18. mars með upplestrarhátíð í Laugargerðisskóla.
Opinn fjarfundur 25. mars nk. vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Fyrsti opni kynningarfundurinn fyrir landeigendur og íbúa verður haldinn fimmtudaginn 25. mars kl. 20.00-22.00.
Fundurinn verður með fjarfundarfyrirkomulagi og streymt á fésbókarsíðu Landsnets, https://www.facebook.com/landsnet.
Laust starf hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar
Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar að félagsráðgjafa eða verkefnastjóra með sértæka ábyrgð í velferðarmálum með háskólamenntun á sviði heilbrigðis-og/eða félagsvísinda.
Laust starf verkamanns í áhaldahúsi
Áhaldahús leitar að verkamanni í framtíðarstarf
Sumarstörf í áhaldahúsi
Áhaldahús Borgarbyggðar leitar að þremur starfsmönnum við sumarstörf.
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.
Laust starf leikskólakennara í leikskólanum Andabæ
Komdu í lið með okkur!