Tilkynning frá Veitum

Vegna tengivinnu verður kaldavatnslaust við Borgarbraut 15 til 23 þann 13.04.23 frá klukkan 09:00 til klukkan 12:00. Við biðjumst velvirðingar á óhjákvæmilegum óþægindum. Við vörum við brunahættu vegna þess að eingöngu kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef sturta þarf niður má setja heitt vatn í fötu og hella í salernisskálina. Athugið að sjóðandi heitt vatn getur skemmt postulín. …

Framtíð dósamóttökunnar í Borgarbyggð

Mikil umræða hefur skapast um framtíð dósamóttöku Öldunnar í kjölfar þess að Byggðarráð studdi þá tillögu að Aldan segi sig frá núverandi fyrirkomulagi sem umboðsaðili Endurvinnslunnar ehf. hér í Borgarbyggð.

Laust starf deildarstjóra í Klettaborg

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og farsæld barna er í fyrirrúmi.

Móttökupakki fyrir nýja íbúa

Frá og með deginum í dag fá allir nýir íbúar Borgarbyggðar afhent móttökupakka. Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem hefur verið í bígerð allt frá því á síðasta ári og hefur nú litið dagsins ljós.

Páskaeggjaleit og páskaföndur dagana 5. og 6. apríl

Borgarbyggð stendur fyrir páskaeggjaleit fyrir yngstu kynslóðina dagana 5. og 6. apríl nk. Að þessu er um að ræða tvær staðsetningar, annarsvegar í Skallagrímsgarði og hins vegar í Logalandi í Reykholtsdal.