Sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni í Borgarbyggð

Borgarbyggð mun bjóða 17 ára ungmennum (fædd 2004) sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu starf í sumar. Störfin felast í fegrun umhverfis; gróðursetningu, gróðurumhirðu og fjölbreyttum verklegum framkvæmdum.

Laus staða leikskólakennara í Hnoðraból

Óskað er eftir leikskólakennara í fasta stöðu. Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til notkunar á starfheitinu kennari með áherslu eða reynslu á leikskólastarfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhald og byggja upp öflugt skólasamfélag.

Samstarfsverkefni Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Nú í byrjun maí fer af stað samstarfsverkefnið Lýðheilsugöngur milli Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og nýstofnaðs Ferðafélags Borgarfjarðarhérðas. Leitast verður við að hafa göngurnar á færi sem flestra og gengið á mismunandi stöðum í sveitarfélaginu. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl: 18:00 og taka um eina og hálfa klukkustund. Frítt er í allar göngurnar.

Framkvæmdastyrkir til Íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar.