Borgarbyggð mun bjóða 17 ára ungmennum (fædd 2004) sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu starf í sumar. Störfin felast í fegrun umhverfis; gróðursetningu, gróðurumhirðu og fjölbreyttum verklegum framkvæmdum.
Ábending til vegfarenda á stígum í Hamarslandi
Vegfarendur sem nýta vegi og stíga í Hamarslandi til afþreyingar eru beðnir að sýna aðgát og virðingu hver fyrir öðrum.
Aukið viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu
Vakin er athygli á að viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna fuglaflensu.
Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar verða lokaðar 1. maí
Íþróttamiðstöðvar í Borgarbyggð verða lokaðar á 1.maí.
Breyttar áherslur í innheimtumálum hjá Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. mars síðastliðinn að taka upp samstarf við Motus um innheimtu gjalda sveitarfélagsins sem ekki greiðast á réttum tíma.
Þjónustuver Borgarbyggðar opnar á ný á nýjum stað
Vegna tilslakana sem sóttvarnarlæknir hefur kynnt mun þjónustuver Borgarbyggðar opna fyrir íbúa, gesti og gangandi mánudaginn 3. maí næstkomandi.
Laus staða leikskólakennara í Hnoðraból
Óskað er eftir leikskólakennara í fasta stöðu. Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til notkunar á starfheitinu kennari með áherslu eða reynslu á leikskólastarfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhald og byggja upp öflugt skólasamfélag.
Samstarfsverkefni Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs
Nú í byrjun maí fer af stað samstarfsverkefnið Lýðheilsugöngur milli Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og nýstofnaðs Ferðafélags Borgarfjarðarhérðas. Leitast verður við að hafa göngurnar á færi sem flestra og gengið á mismunandi stöðum í sveitarfélaginu. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl: 18:00 og taka um eina og hálfa klukkustund. Frítt er í allar göngurnar.
Framkvæmdastyrkir til Íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar.
Dósamóttaka Öldunnar er lokuð um óákveðin tíma
Vakin er athygli á því að dósamóttaka Öldunnar verður áfram lokuð tímabundin á meðan unnið er að því að finna varanlegt húsnæði fyrir starfsemina.