Nú er lokið vinnu við Umhverfisstefnu Borgarbyggðar og var hún samþykkt á fundi Bæjarstjórnar Borgarbyggðar 25. apríl 2000. Þann dag, sem er Dagur umhverfisins samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, var stefnan kynnt í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og voru þar kynnt ýmis umhverfistengd verkefni sem unnið er að.
Norðurlandamót í frjálsum á Skallagrímsvelli
Ungmennasamband Borgarfjarðar, í samvinnu við Borgarbyggð og Frjálsíþróttasamband Íslands, hefur umsjón með Norðurlandamóti unglinga sem haldið verður á Skallagrímsvelli helgina 26. – 27. ágúst 2000. Þetta mót er fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamótið sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins. Er það mikill heiður fyrir Borgfirðinga að fá að halda mótið. NM er liðakeppni milli Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Íslands. Tveir keppendur eru …
Jarðgerð lífræns úrgangs í Borgarbyggð
Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti s.l. haust að stuðla að því að íbúar og fyrirtæki taki upp flokkun á sorpi í sveitarfélaginu. Sorpflokkun á heimilum verði í meginatriðum tvenns konar, þ.e. flokkun í lífrænt sorp sem fari í jarðgerð, og flokkun í annað sorp sem fari til urðunar. Gámastöð hefur verið opnuð í Borgarnesi þar sem tekið er á móti sorpi til …