Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni í fullt starf. ( Kvenmaður v. baðvörslu í kvennaböðum ) Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilning á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Laun samkv. launatöflu …
LAUST STARF GANGAVARÐAR VIÐ GRUNNSKÓLANN Í BORGARNESI
Gangavörð vantar að Grunnskólanum í Borgarnesi frá og með 11. febrúar 2002. Um er að ræða 100% starf við gangavörslu og ræstingar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar veita:Kristján Gíslason skólastjóri (s. 437-1229 og 898-4569) og Guðmundur Jónsson húsvörður (s. 867-2386). ForstöðumaðurFræðslu- og menningarsviðs
Búferlaflutningar árið 2001
Hagstofan hefur gefið út tölur um búferlaflutninga á árinu 2001. Skv. tölum Hagstofunnar var mesta íbúafjölgun á Vesturlandi á árinu í Borgarbyggð þar sem fjölgaði um 44 íbúa. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði alls um 89. Borgarbyggð stendur framarlega meðal sveitarfélaga í landinu í fjölgun íbúa á árinu 2001. Utan höfuðborgarsvæðisins var fjölgunin aðeins meiri á Selfossi, Akureyri og í Vatnsleysustrandarhreppi. …
ATVINNUMÁLAFUNDUR Í HÓTEL BORGARNESI
Borgarbyggð heldur atvinnumálafund 25. janúar n.k. kl.12.00 Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli fjallar um stækkunaráform, áhrif á umhverfi, atvinnuþróun og samfélag Aðgangseyrir er kr. 700,-Súpa, brauð og kaffi innifalið Bæjarstjóri
Styrkir úr Menningarsjóði Borgarbyggðar
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast forstöðumanni Fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi …
Söngkeppni í Óðali.
Söngkeppni Óðals fór fram að viðstöddu fjölmenni þriðjudagskvöldið 15. janúar s.l.Sigurvegarar voru "Stuðboltarnir“. Þeir fá nú það vandasama hlutverk að standa á stóra sviðinu í Laugardalshöll sem fulltrúar Óðals og flytja lagið “ Með allt á hreinu“ ásamt fulltrúum félagsmiðstöðva af öllu landinu.Talið er að um 2.500 manns komi saman til þess að horfa á söngkeppnina í Laugardalshöllinni 26. jan. …
Ályktun bæjarstjórnar vegna uppsagna Norðlenska
Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 10. janúar 2002 var eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða:“Bæjarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu með uppsögnum Norðlenska á öllum starfsmönnum í slátrun og kjötvinnslu í Borgarnesi um s.l. áramót, auk þess sem óvíst er um áframhald sauðfjárslátrunar. Slík aðgerð setur lífsafkomu margra fjölskyldna …
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN
Í næstu viku, dagana 14. til 18. janúar, hefjast að nýju námskeið á vegum Íþrótta- og tómstundaskólans. Þátttaka á námskeiðunum tveimur fyrir jól var mjög góð en 72% nemenda á yngsta stigi hafa sótt eitt eða fleiri námskeið og flestir ef ekki allir verið mjög ánægðir. Á næstu 6 vikum verða fjögur námskeið í boði; kirkjan, skátar, fimleikar og tónlist. …
Íbúum fjölgar í Borgarbyggð
Hagstofa Íslands hefur gefið út bráðabirgðatölur um mannfjölda á Íslandi 1. desember 2001. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 183 eða 1,3% milli áranna 2000 og 2001 sem er yfir landsmeðaltali. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var íbúafjöldi í Borgarbyggð 2.523 þann 1. desember 2001. Hinn 1. desember 2000 voru íbúar Borgarbyggðar 2.468 og varð því fjölgun milli ára um 55 manns eða …
Útvarp Óðal, 101,3 er lokið.
Jólaútvarpi unglingana í Óðali er lokið og tókst mjög vel í ár. Þættir voru vandaðir og dagskrá fjölbreytt og skemmtileg. Á föstudag fór fram almenn umræða um bæjarmálin í þætti fréttastofu "Kosið í vor“. Þangað mættu fulltrúar Borgarbyggðar og kom þar margt fróðlegt fram. Gísli Einarsson fréttamaður var unglingunum til halds og trausts í umræðunum. Jólaútvarpinu lauk svo endanlega á …