Um síðustu helgi var haldin svokölluð Sauðamessa í Borgarnesi og voru það frumkvöðlarnir Gísli Einarsson og Bjarki Þorsteinsson sem framkvæmdu hugmynd sína svo eftir var tekið. Hátíðin var vel auglýst og skilaði það sér í því að hingað komu á milli þrjú og fjögur þúsund manns á Sauðamessu þar sem sauðkindin var hafin til vegs og virðingar sem hún …
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Borgarnesi
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt í síðustu viku magnaða tónleika í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Um daginn fjölmennti unga fólkið í Borgarbyggð á ókeypis barnatónleika en um kvöldið voru svo tónleikar fyrir fullorðna. Húsfylli var og sannarlega gaman að fá þessa hljómsveit allra landsmanna í heimsókn í íþróttamiðstöðina. Karlakórinn Söngbræður tóku nokkur lög við undirleik sveitarinnar og tókst þeim vel upp …
Samningur um uppbyggingu þráðlauss breiðbands í Borgarfirði
Í dag kl. 15:00 undirrituðu eMax ehf. og sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Hvítársíðuhreppur samstarfssamning um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í umræddum sveitarfélögum. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin. Með þessari uppbyggingu verður Borgarfjörðurinn …
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Borgarnesi
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fimmtudaginn 30. september næstkomandi. Barnatónleikar verða klukkan 15:00. Frír aðgangur er fyrir öll börn upp að 16 ára aldri í boði Sinfóníuhljómsveitarinnar, Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu. Á efnisskrá eru Þrumur og eldingar eftir Johan Strauss, Pétur og úlfurinn eftir Sergej Prókofíev og kvikmyndatónlist eftir John Williams. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson. …
Félagsmiðstöð fyrir unglinga opnuð á Bifröst.
Í gær var opnuð félagsaðstaða fyrir unglinga í 7. – 10. bekk sem búa á Bifröst og nágrenni.Mikil hátíð var og fjölmenni þegar unglingarnir fengu loksins sína eigin félagsmiðstöð sem eflaust verður mikið notuð í vetur.Það er Íbúaráð Bifrastar með Hjalta Rósinkrans Benediktsson í broddi fylkingar sem hafa drifið þessa aðstöðu upp ásamt foreldrum og unglingum sjálfum. Viðskiptaháskólinn á …
Starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi á námskeiði í Borgarnesi.
Frá félagsmiðstöðinni Óðali Í síðustu viku stóð Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi fyrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi.Eru þessi námskeið liður í fræðsluferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir í fjórðungum landsins. Góð mæting var hér á Vesturlandi og mættu starfsmenn félagsmiðstöðva frá Búðardal, Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi á námskeiðið.Farið var yfir faglegt …
BORGARBYGGÐ AUGLÝSIR LAUS STÖRF LEIKSKÓLAKENNARA
Leikskólakennara vantar til starfa á leikskólana Hraunborg á Bifröst og Leikskólann á Varmalandi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi áhuga á að vinna með börnum og búi yfir færni í mannlegum samskiptum. Fáist ekki leikskólakennarar verða ráðnir starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Umsóknarfrestur um störfin er til 27. september 2004 Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar …
Vörðuverkefnið vígt
Snorri vígir vörðurnar. Mynd: Jónína Arnardóttir Í sumar hefur fyrirtækið Landnám Íslands ehf. sem er í eigu Borgarbyggðar og hjónanna Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar M Guðmundsdóttir látið reisa níu vörður á þekktum stöðum úr Egilssögu. Verkefni þetta sem styrkt var myndarlega af Menningarborgarsjóði hefur verið nefnt Egilssaga sýnileg. Vörðurnar hafa verið reistar á eftirtöldum stöðum: Við Granastaði í Borgarnesi, …
Laus störf við leikskólann Hraunborg á Bifröst
Á leikskólann Hraunborg á Bifröst vantar leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk. Ef ekki fást leikskólakennarar til starfa verða ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Þórdís G Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 435-0077. Netfang indis@simnet.is.
Nú bjóðum við konum upp á kynningardag !
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesikynnir í samstarfi við Reykjavík Spa-City Frítt fyrir konur í sundlaugarnar í Reykjavík og í sund og þrek í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 3. júlí n.k.Allar konur sem koma í sund fá prufutíma í Spa- heilsulindunum sem taldar eru hér til hliðar.Kynningarbásar á Spa- og nuddmöguleikum í Borgarnesi og nágrenni á staðnum.Kaffi á könnunni. Dagur …