Það var heldur betur fjör í Óðali á Öskudagsgleði síðasta miðvikudag þegar börn fjölmenntu í félagsmiðstöðina sína og slógu köttinn úr tunnunni. Tunnan reyndist innihalda sælgæti en ekki kött þegar hún gaf sig. Stjórn nemendafélags G.B. stýrði leikjum og dansað …
Troðfullt hús á söngvakeppni Óðals.
Síðasta föstudagskvöld var mikil söngvahátíð í Félagsmiðstöðinni Óðali en þá fór fram árleg söngvakeppni unglingana. Fjórtán atriði voru flutt með tilheyrandi sviðsframkomu og dansatriðum.Í ár voru það stöllurnar Hugrún, Martha og Gunnhildur sem stóðu sig best að mati dómnefndar og fara þær áfram í Vesturlandskeppnina sem haldin verður í Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 17. febrúar n.k. í umsjón Félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Þarna …
Hallbera Eiríksdóttir Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004
Hallbera Eiríksdóttir frjálsíþróttakona var í gær útnefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar fyrir árið 2004 við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Alls bárust níu tilnefningar frá félögum og deildum til kjörsins. Knattspyrnumaður ársins: Bjarni H. Kristmarsson. Sundmaður ársins: Siguður Þórarinsson. Körfuknattleiksmaður ársins: Pálmi …
Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004
Í kvöld fimmtudagskvöld verða veittar viðurkenningar fyrir besta íþróttafólk félaga og deilda á síðasta ári í Borgarbyggð við hátíðlega athöfn eftir leik Skallagríms og Hamars/Selfoss um kl. 20.3o í íþróttamiðstöðinni. Þeir sem skarað hafa fram úr á árinu eru tilnefndir af stjórnum deilda og félaga til kjörs á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2004. Tómstundanefnd Borgarbyggðar hefur veg og vanda að kjöri …
Stuttmyndagerð
29 unglingar í Óðali eru nú langt komnir með grunnnám í stuttmyndagerð en það starf er metið til einkunna í valgreinum G.B. í samstarfi við félagsmiðstöðina Um er að ræða grunnnámskeið í meðferð upptöku og klippitækja ásamt því að læra lögmál myndbyggingar. Nú er komið að verklegum þáttum og í vikunni var hafist handa við að gera handrit af mörgum …
Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Borgarbyggðar
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast formanni menningarmálanefndar, Jónínu Ernu …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2005
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 samþykkt í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 1.069 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 831 milljónir eða tæp 78% af tekjum. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld verði 951 milljón, afskriftir 57 milljónir og fjármagnskostnaður verði 68 milljónir. Afgangur frá rekstri fyrir …
Uppbygging Norðuráls á Grundartanga
Verkalýðsfélag Borgarness og Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi á Hótel Borgarnesi miðvikudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30. Á fundinum munu þeir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls og Kristján Sturlusonframkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls gera grein fyrir þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu á Grundartanga. Allir velkomnir Verkalýðsfélag Borgarness Borgarbyggð
Gleðilegt ár 2005
Þrettándabrenna verður á Seleyri fimmtudaginn 6. janúar kl. 20.00 Borgarbyggð, Njarðtak og Björgunarsveitin Brák standa fyrir brennu og flugeldasýningu þetta kvöld. Hljómsveitin Þotuliðið leikur – Fjölmennum og fögnum saman nýju ári ! i.j.
Gleðileg jól
Sendum íbúum Borgarbyggðar svo og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Bæjarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar.