Dagskrá: Kl. 09.00 – 12.00 Sundlaugin í Borgarnesi opin Kl. 10.30 17. júní hlaup á Skallagrímsvelli Kl. 13.00 Skátamessa í Borgarneskirkju Kl. 13.45 Skrúðganga frá kirkju niður í Skallagrímsgarð Kl. 14.00Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði Hátíðarávarp: Hrefna Bryndís Jónsdóttir framkv.stj. SSV Ávarp fjallkonu: Drífa Mjöll Sigurbergsdóttir Silfurrefirnir taka lagið Dralon systur skemmta Götuleikhúsið flytur ævintýri fyrir þau yngstu Ragnar Bjarnason og Þorgeir …
Borgfirðingahátíð 10. – 12. júní
Borgfirðingahátíð er að ganga í garð í björtu og fallegu veðri eins og við er að búast. Hátíðin hefst á föstudag og stendur fram á sunnudagskvöld. Dagskráin er með örlítið breyttu sniði þótt ýmsir fastir liðir séu á sínum stað. Markmiðið er að bjóða upp á létta og skemmtilega dagkrá þar sem fjölskyldan geti sameinast breiðu brosi, helst hálfan annan …
Sigrún Símonardóttir kvödd
Sigrún Símonardóttir stýrði í dag sínum síðasta fundi sem formaður félagsmálanefndar Borgarbyggðar, en hún og eiginmaður hennar fluttu til Reykjavíkur nú í vor er Sigrún lét af störfum á Sýsluskrifstofunni og fór á eftirlaun. Sigrún hefur um langan tíma tekið virkan þátt …
15 ára afmæli Óðals – Opið hús
Opið hús fyrir almenning föstudaginn 3. júní ! Opið hús verður í Óðali frá kl. 14.oo – 17.oo föstudaginn 3. júní í tilefni 15 ára afmælis félagsmiðstöðvarinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir í kaffi og kökur, sérstaklega eru foreldrar hvattir til að mæta og sýna unglingamenningunni áhuga með nærveru sinni. Unglingarnir sýna gestum klúbbaaðstöðuna í kjallaranum og myndir frá liðnum árum …
Skallagrímsvöllur í sárum
Veturinn hefur leikið grasið á Skallagrímsvelli grátt í orðsins fyllstu merkingu. Ljóst er að stór svæði í vellinum eru stórskemmd eftir frostin í vetur. Sama má segja um nokkur grín á golfvellinum á Hamri. Brugðið var á það ráð að djúpsá með sérstöku tæki í völlinn og golfvöllinn og nú er að vona að þetta lagist með auknu hitastigi en …
Sprenging í kvennagolfi
Yfir 60 konur komu á golfvöllinn á Hamri á kynningarkvöld sem Golfklúbbur Borgarness bauð upp á með Ragnhildi Sigurðardóttur golfmeistara í gærkvöldi. Eftir kennslu var konunum boðið upp á kaffi og meðlæti og starf golfklúbbsins kynnt. 40 konur sem þarna voru skráðu sig á áframhaldandi hópnámskeið sem klúbburinn heldur í júní. Auk þess skráðu sig nokkrar unglingsstúlkur í klúbbinn …
Fundur bæjastjóra í Borgarnesi og á Akranesi
Árlegur vorfundur bæjarstjóra var að þessi sinni haldinn í Borgarnesi og á Akranesi dagana 19. og 20. maí s.l. Alls voru 29 bæjarstjórar ásamt mökum mættir á fundinn, en hópurinn gisti á Hótel Borgarnesi. Á fundinum ræddu bæjarstjórarnir ýmis málefni sem varða sveitarfélög í landinu. Auk þess var m.a. farið í heimsókn í Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum, Grundaskóla, Dvalarheimilið Höfða, Kirkjuhvol, …
Sparisjóður Mýrasýslu fyrirtæki ársins 2004 í Borgarbyggð
Á atvinnuvegasýningunni Gakktu í bæinn var tilkynnt um niðurstöðu í vali bæjarráðs Borgarbyggðar á fyrirtæki ársins. Fyrirtæki ársins 2004 var Sparisjóður Mýrasýslu, en sjóðurinn skilaði tæplega 200 milljón króna hagnaði árinu og var síðastliðið ár eitthvert það besta í sögu sjóðsins. Þá var Vegagerðin heiðruð fyrir góðan aðbúnað til handa starfsfólki sínu og snyrtilega umgengni jafnt utan dyra sem innan …
Gakktu í bæinn
Laugardaginn 21. maí n.k. verður haldinn atvinnuvegasýning þar sem borgfirsk fyrirtæki kynna vörur sínar. Sýningin hefst í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 11,oo þar sem veitt verður viðurkenning til fyrirtækis ársins í Borgarbyggð. Einnig verður þar tískusýning, dansarar frá Kleppjárnsreykjaskóla sýna listir sínar, tónlistaratriði, Borgarnesmót í flökun á vegum Eðalfisks og reiðskóli Bjarna Guðjónssonar býður börnunum á hestbak. Fjöldi fyrirtækja kynna …
Varmalandsskóli 50 ára
Það þykir ávallt nokkur áfangi að verða 50 ára. Þá þykir amk. afmælisbarninu að nokkuð virðulegum aldri sé náð en það sé þó enn í fullu fjöri. Enda er aldur afstæður og ræðst af hugarfari hvers og eins. Þann 21. maí n.k. eru 50 ár frá því fyrsta skólavetri lauk í Varmalandsskóla. Þetta hefur verið stór áfangi árið 1955 fyrir …