Laugardaginn 6. maí var nýtt Ráðhús Borgarbyggðar tekið í notkun. Húsið að Borgarbraut 14, sem áður hýsti starfsemi Spairsjóðs Mýrasýslu hefur nú tekið talsverðum breytingum til að þjóna sem best nýju hlutverki. Við opnunina afhentu börn Hallldórs E Sigurðssonar og Margrétar Gísladóttur sveitarfélaginu málverk af Halldóri en hann var fyrsti sveitarstjórinn í Borgarnesi. Var málverkinu valinn staður í mótttöku Ráðhússins. …
Ráðhús Borgarbyggðar
Laugardaginn 6. maí n.k. kl. 15.00 verður nýtt Ráðhús Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 vígt. Af því tilefni er íbúum boðið að koma og skoða húsið og þiggja veitingar. Í tengslum við opnun hússins munu börn Halldórs E. Sigurðssonar afhenda sveitarfélaginu gjöf til minningar um föður sinn, en Halldór var fyrsti sveitarstjórinn í Borgarnesi og á síðastliðnu ári voru liðin 50 …
Stofnfundur Menntaskóla Borgarfjarðar
Stofnfundur Menntaskóla Borgarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 04. maí 2006 í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og hefst kl. 16,30. Dagskrá: Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar setur fundinn. Freyjukórinn syngur sumarlag. Runólfur Ágústsson rektor á Bifröst flytur ávarp. Unglingar úr Grunnskóla Borgarfjarðar sýna dans. Stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. og kjör í stjórn félagsins. Unglingar í Grunnskóla Borgarness flytja atriði úr Ávaxtakörfunni. Undirritun …
Umhverfisráðherra í heimsókn
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra heimsótti Borgarbyggð s.l. miðvikudag ásamt fulltrúum frá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisráðuneytinu. Í upphafi heimsóknar fundaði hún með bæjarráði Borgarbyggðar og slökkviliðsstjóra um afleiðingar sinubrunans á Mýrunum 30. mars til 2. apríl s.l. og stjórn og skipulag slökkvistarfsins. Á fundinum kom fram að Umhverfisráðherra hefur þegar falið Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsaka áhrif eldanna á lífríkið og mun stofnunin …
Gleðilega páska !
Strákarnir „okkar“ páskagulir og flottir Það verður án efa mikið talað um körfubolta í Borgarfirði um páskana og hvað strákarnir okkar hafa staðið sig vel í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn. Áhrif þessa á samfélagið eru mikil og jákvæð og sérlega …
Íbúafundur í Lyngbrekku
Þriðjudagskvöldið 11 apríl. n.k. kl. 21.00 verður haldinn íbúafundur í Lyngbrekku þar sem rætt verður um slökkvistarf vegna sinueldanna sem brunnu á Mýrum 30. mars til 2. apríl s.l. Á fundinum munu fulltrúar frá slökkviliði Borgarbyggðar, slökkviliði Borgarfjarðardala og lögreglunni fara yfir aðkomu þessara aðila að slökkvi- og björgunarstörfum. Tilgangur fundarins er því fyrst og fremst að fara yfir málin …
Sinueldarnir á Mýrum í Borgarbyggð
Fréttatilkynning frá bæjarstjórn Borgarbyggðar 3.apríl 2006 Þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu við slökkvistarf á Mýrum í Borgarbyggð Sinueldarnir á Mýrum í Borgarbyggð 30. mars til 1. apríl síðastliðinn eru með mestu hamförum sinnar tegundar á landinu í áratugi. Með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu …
Mikil spenna fyrir leiknum í Keflavík í kvöld
Fjölmargir eru nú að undirbúa för sýna til Keflavíkur á þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Sparisjóður Mýrasýslu kom færandi hendi í gær og bauð fríar sætaferðir á leikinn. Farið verður frá íþróttamiðstöðinni kl. 17.30 á eftir. Heyrst hefur að margir borgfirðingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætli að þyrpast á leikinn þannig að þetta verður eitt …
Vina- og forvarnarvika
Þessa vikuna stendur yfir átaksvika sem nefnist Vina- og forvarnarvika í Borgarnesi og er að þessu sinni aðaláherslum beint að ungmennum á framhaldsskólaaldri og þeim unglingum í 10. bekk sem eru að fara í framhaldsskóla næsta haust. Fjölmenni á fyrirlestri Verkefnið er nokkuð viðamikið og er samstarf þeirra sem sinna forvörnum í Borgarbyggð og á Akranesi og eru ungmennahús …
Ávaxtakarfan í Óðali í kvöld
Árshátíð NFGB verður frumsýnd í kvöld fimmudag og er það söngleikurinn Ávaxtakarfan sem sett var upp þetta árið. Við viljum hvetja alla fjölskylduna að fara saman í leikhús og eiga saman góða stund þar sem unglingarnir okkar fara á kostum í líflegri sýningu. Mikið er um dagsýningar til að þau yngri komist í leikhús.. Sýningar: Frumsýning : Fim.23. mars kl. …