Ný slökkvibifreið

Í gær föstudag var skrifað undir samning í Borgarbyggð um kaup á nýrri slökkvibifreið. Slökkvibifreiðin er frá Wawrsazsek í Póllandi. Slökkvibifreið á Renault undirvagni 450.19 með fjórhjóladrifi (sídrifi) háu og lágu og stóru áhafnarhúsi fyrir sjö manns og 450 hestafla vél.Nokkrar sams konar bifreiðir hafa verið seldar undanfarið þ.e. með Ruberg brunadælu 4000 l./ mín há og lágþrýstri.Bifreiðin verður með …

Skóflustunga að nýjum leikskóla

Skóflustunga að nýjum leikskóla við Ugluklett í Borgarnesi var tekin í s.l. viku. Börn af leikskólunum í Borgarnesi sáu um verkið og fórst það vel úr hendi. Gert er ráð fyrir að skólinn verði þriggja deilda og taki til starfa vorið 2007. Hann mun leysa af leikskóladeild við Mávaklett og leikskólann við Skallagrímsgötu.               …

Vetrarstarfið hafið í Mími ungmennahúsi Borgarnesi.

Í síðustu viku hittust ungmenni í Mími ungmennahúsi og kusu stjórn næsta starfsárs í ungmennahúsið sitt sem jafnan gengur undir nafninu ungmennaráð og hefur það hlutverk að leiða innra starf. Fjölmörg ungmenni á aldrinum 16 – 25 ár mættu og kusu framkvæmdastjórn vetrarstarfins. Dagskrá hófst með grillveislu í boði Borgarnes kjötvara. Formaður var kosin Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir og aðrir í …

Íbúafundur – kynning á deiliskipulagstillögu fyrir hafnarsvæðið í Brákarey

Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur og Faxaflóahafnir boða til fundar á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 21. september kl. 20.00. Tilgangur fundarins er að kynna deiliskipulagstillögu fyrir hafnarsvæðið í Brákarey í Borgarnesi. Framsögumenn verða;   Richard Briem arkitekt Sigurður Skarphéðinsson Orkuveitu Reykjavíkur Reynir Árnason arkitekt Vignir Albertsson Faxaflóahöfnum  

Sýning um Pourquoi-pas?

Laugardaginn 16. september var opnuð sýning í Tjerneshúsi í Englendingavík í Borgarnesi í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá strandi Pouroquoi-pas? við Straumfjörð á Mýrum. Það er Safnahús Borgarfjarðar, Hollvinasamtök Englendingavíkur og Borgarbyggð sem standa að sýningunni og hefur Ása S. Harðardóttir forstöðumaður Safnahússins haft veg og vanda af verkinu. Hefur hún safnað saman munum víða að …

Umhverfisfulltrúi hefur störf

Nýráðinn umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar, Björg Gunnarsdóttir kom til starfa hjá sveitarfélaginu 1. september s.l. Björg mun hafa aðsetur á skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti, en hún er ráðin í 50% starf hjá Borgarbyggð. Helstu verkefni umhverfisfulltrúa verða umsjón með náttúru- og gróðurvernd, skógrækt, friðlýsingu svæða og náttúruminja sem og umsjón með verkefnum sem tengjast staðardagskrá 21.    

Laus störf við leikskóla Borgarbyggðar

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi Leikskólakennara vantar tímabundið til starfa við leikskólann Klettaborg. Um er að ræða ca 80% starf í Klettaborg og 50% starf fyrir hádegi í Mávakletti. Störfin eru laus nú þegar og ráðið verður í þau út leikskólaárið.   Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu klettaborg@borgarbyggd.is.   Leikskólinn Andabær á Hvanneyri Um …

Lokað vegna jarðarfarar

  Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað vegna jarðarfarar frá klukkan 13:00 föstudaginn 1. september.  

Laus störf við leikskólann Klettaborg

  Leikskólakennara vantar tímabundið til starfa við leikskólann Klettaborg.   Um er að ræða ca 80% starf í Klettaborg og 50% starf fyrir hádegi í Mávakletti.   Störfin eru laus nú þegar og ráðið verður í þau út leikskólaárið.   Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum.   Fáist ekki leikskólakennarar …

Laus störf við leik- og grunnskóla í Borgarbyggð

Eftirfarandi störf eru laus við leik- og grunnskóla Borgarbyggðar:   Við leikskólann á Varmalandi Á leikskólann á Varmalandi vantar starfsfólk í 75% starf frá 1. september og fram í miðjan júní. Einnig er möguleiki á heilsársráðningu með launadreifingu. Vinnutíminn er frá kl 9-15. Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir leikskólastjóri, s. 430-1512 og ingunn28@emax.is   Við Grunnskólann í Borgarnesi 1 staða …