Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Ýmislegt er gert í sveitarfélaginu af því tilefni og má þar nefna framtak grunnskólanna sérstaklega auk þess sem Safnahús Borgarfjarðar opnar sýningu á ljóðum grunnskólanemenda kl. 17 á neðri hæð safnsins. Í Borgarneskirkju verður Grunnskólinn í Borgarnesi með dagskrá fyrir nemendur 1.-6. bekkja skólans. Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og á Hvanneyri lesa …

Til íbúa Borgarbyggðar: nýtt byggðarmerki

Þann 8. nóvember s.l. rann út frestur til að skila tillögum í samkeppni um nýtt byggðarmerki Borgarbyggðar.   Dómnefnd hefur nú lokið störfum og skilað af sér hvaða tillaga skuli valin.   Val nefndarinnar verður gert opinbert með viðhöfn í ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 22. nóvember kl. 16.oo.   Við sama tækifæri verður ný heimasíða Borgarbyggðar opnuð.   Af þessu tilefni …

Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum

Íris Grönfeldt leiðbeinir í þreksalnum á milli kl. 16.00 og 18.00 í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Mætum öll og fáum góð ráð hjá Írisi í heilsuræktinni.  

Heiðursverðlaun Myndstefs – þrjú myndverk tengd Borgarfirði

Þrjú myndverk er tengjast Borgarfirði eru nú meðal verka þeirra sex myndhöfunda er keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, sem Forseti Íslands úthlutar við hátíðlega athöfn þann 21. nóvember. Sigríður Sigþórsdóttir, VA arkitektum, var tilnefnd fyrir hönnun Landnámsseturins í Borgarnesi og Valgerður Bergsdóttir var tilnefnd fyrir steinda glugga sína í Reykholtskirkju. Ennfremur er merk ljósmyndasýning Andrésar Kolbeinssonar tilnefnd, en Andrés …

Tónleikar með Kristni og Jónasi

Næstkomandi fimmtudag koma þeir Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson fram á tónleikum hjá Tónlistarfélagi Borgarfjarðar. Þetta er 2. verkefni félagsins á þessu starfsári, sem er afmælisár því félagið var stofnað fyrir 40 árum. Meðal annarra verkefna sem Tónlistarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir í vetur eru aðventutónleikar 2. desember og afmælistónleikar á sumardaginn fyrsta, þar sem fram kemur tónlistarfólk úr héraði. Tónleikarnir …

Nýtt byggðarmerki – fjölmargar tillögur

Rúmlega 90 tillögur auk nokkurra tuga tillagna frá gunnskólanemendum bárust í samkeppni Borgarbyggðar um byggðarmerki, en skilafrestur rann út þ. 8. nóvember s.l. Um var að ræða opna samkeppni og voru íbúar sveitarfélagsins sérstaklega hvattir til þátttöku. Engin takmörk voru á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda. Sérstök nefnd fer nú yfir málið og verða úrslitin birt í næstu viku, nánar …

Sýning sem gefur tilefni til að hlæja og hugsa

Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings frumsýndi leikritið „Maður í mislitum sokkum“ s.l. laugardagskvöld og eru sýningar áætlaðar út nóvember. Leikritið er sýnt í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Leikstjóri sýningarinnar er Ása Hlín Svavarsdóttir, en alls taka átta leikarar þátt í sýningunni: Katrín Jónsdóttir, Friðrik Aspelund, Jón Eiríkur Einarsson, Elísabet Axelsdóttir, Þórunn Harðardóttir, Valdimar Reynisson, Auður Lilja Arnþórsdóttir og Þórunn Pétursdóttir. Frumsýning tókst …

Kvöldskemmtanir Landnámsseturs og Safnahúss

Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og ljóðskáld heldur útgáfutónleika í Landnámssetri í Borgarnesi miðvikudagskvöldið 8. nóvember kl. 21. Þar kynnir hann efni nýjustu plötu sinnar „Miskunn dalfiska“. Með Agli verða Þórður Högnason á kontrabassa, Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón og Matthías Hemstock á slagverk. Tónleikarnir marka upphaf „kvöldskemmtana“ í Landnámssetri í nóvember og desember, en þær eru settar …

Eintal með Stefáni Karli

Næstkomandi þriðjudag, þann 7. nóvember, verður haldinn nokkuð sérstakur fyrirlestur fyrir nemendur grunnskólanna og aðstandendur þeirra. Þetta er fyrirlestur Stefáns Karls Stefánssonar leikara um einelti og verður hann sendur út í gegnum internetið og sýndur á tjaldi. Hér er eiginlega um tvo fyrirlestra að ræða, annar er fluttur að morgninum fyrir nemendur skólanna og hinn er kl. 20 fyrir hina …

Nýtt byggðamerki – frestur til 8. nóvember

Skilafrestur í samkeppni Borgarbyggðar um byggðarmerki fyrir sveitarfélagið rennur út eftir tæpa viku, þann 8. nóvember. Um er að ræða opna samkeppni og eru íbúar Borgarbyggðar sérstaklega hvattir til þátttöku. Engin takmörk eru á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda. Úrslit verða kynnt á vef sveitarfélagsins sunnudaginn 19. nóvember. Sjá nánar um þetta hér til hægri á síðunni.