Hljómsveit, söngleikur og tónleikar

Ýmislegt skemmtilegt er á döfinni hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar á næstunni. Búið er að koma á fót hljómsveit við skólann og eru í henni nemendur sem eru að læra á blásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri. Einnig munu nemendur á önnur hljóðfæri spila með auk þess sem fyrrverandi nemendum skólans og þeim einstaklingum í héraði sem lært hafa á hljóðfæri er einnig boðið að …

Sorpdagatal

Frá framkvæmdasviði: Sorpdagatal fyrir losun á almennu sorpi í þéttbýli hefur verið sett hér inn á heimasíðuna undir umhverfismál. Sorpdagatal vegna almenns sorps í dreifbýli er í vinnslu hjá Gámaþjónustu Vesturlands og mun það verða sett inn á netið um leið og það berst. Á Hvanneyri er matarúrgangi safnað sérstaklega og er hann nýttur til jarðgerðar. Hvanneyringar eru hvattir til …

Endurbætur á Lyngbrekku

Á síðustu dögum hafa staðið yfir nokkrar endurbætur á félagsheimilinu Lyngbrekku. Um er að ræða lagfæringar á hita- og rafmagnsmálum í húsinu og var það Glitnir ehf í Borgarnesi sem vann verkið. Meðal þess sem gert hefur verið er að settir voru nýir hitablásarar í salinn, gerðar endurbætur á lýsingu og rafmagnstenglar lagfærðir. Þá hefur rafmagnstenglum verið bætt við á …

Leikskólahúsið við Ugluklett risið

Frá framkvæmdasviði: Framkvæmdir við leikskólann að Uglukletti í Borgarnesi ganga mjög vel. Föstudaginn 19. janúar sl. lauk SG-hús á Selfossi við að reisa leikskólann, en alls hafa 8 menn verið við störf frá fyrirtækinu við reisingu hússins.   Stefnt er að því að fullklára húsið að utan í næstu viku, en samkvæmt verksamningi við SG-hús átti fyrirtækið að vera búið …

Þjóðlegir krakkar á Klettaborg

Í leikskólanum Klettaborg var þorrablót á Bóndadaginn. Börnin bjuggu til víkingahjálma, sungu Þorraþræl og borðuðu þorramat í hádeginu. Ekki fannst öllum hákarlinn jafn góður ….  

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Múlakots

Frá framkvæmdasviði: Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er lýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu um frístundabyggð í landi Múlakots í Stafholtstungum. Deiliskipulagið verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26. janúar til 23.febrúar n.k. og frestur til athugasemda rennur út 10. mars. Ennfremur hefur tillagan verið sett á vefinn, hana má finna undir starfsemi/skipulagsmál eða …

Pétur Már kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar

Tilkynnt var um val íþróttamanns Borgarbyggðar eftir leik Skallagríms og KR í Borgarnesi í gær. Það var Pétur Már Sigurðsson körfuknattleiksmaður sem fékk titilinn fyrir árið 2006 og var honum fagnað með dynjandi lófataki. Mikil stemning var í salnum enda nýlokið leik Skallagríms og KR í körfubolta, sem lauk með sigri Skallagríms á efsta liði deildarinnar. Í lok fréttarinnar má …

Landnámssetur í Borgarnesi lofað að verðleikum

Hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson hafa tilkynnt um stofnun öflugs velgerðarsjóðs sem þau hafa komið á fót. Við það tækifæri var Landnámssetur í Borgarnesi sérstaklega nefnt sem dæmi um vel heppnaðan afrakstur af styrkjum til menningarmála. Hjónin leggja nýja sjóðnum til einn milljarð í stofnframlag og reiknað er með að 100-150 milljónum verði úthlutað úr honum á ári, fyrst …

Margmenning í Borgarbyggð – Multi-Culture organization in Borgarbyggð

Stofnfundur Margmenningarfélags Borgarfjarðar verður haldinn kl. 18,oo mánudaginn 22. janúar n.k. í Safnahúsi Borgarfjarðar að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi (neðri hæð, rauð hurð). Allt áhugafólk um margmenningu velkomið! :::::::::::::___   Multi-Culture organization in Borgarbyggð A meeting to establish the organization of multi-culture in Borgarbyggð. – Monday January 22nd – Museum-house of Borgarfjörður ,Bjarnarbraut 4-6 (1.st floor red door) – 18:00 …

Endurnýjun glugga í Lindartungu

Frá framkvæmdasviði: Um þessar mundir er verið að skipta um glugga í félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Í verkinu felst að skipt verður um 22 glugga í húsinu auk þess sem skipt verður um sólbekki að innanverðu og áfellur að utanverðu. Það er Hafsteinn H. Jónsson húsasmiður sem sér um verkframkvæmdina skv. tilboði en áætlað er að verkinu ljúki í febrúar …